Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 61
Besta helgi ævinnar
mér það. Fölbrúnu hárinu, sem er næstum einsog hárið á Níkí forð-
um, er safnað í hnút í hnakkanum. Samfestingurinn hennar er
blettaður af umþaðbil tveggja daga tómatsósuslettum. Það er ekki
Níkí líkt að láta hana vera óhreina. Venjulega heldur hún henni og
öllu öðru á þessari heimilisnefnu svo hreinu, að hægt væri að nota
toppinn á sjónvarpstækinu fyrir matardisk.
Eg baða Kristel. Þegar hún er aftur ilmandi, einsog vorgras í
Assiniboine-garði eftir regnskúr, læt ég hana leggjast og fá sér blund.
Hún virðist raunverulega ánægð með að ég er hér, hjúfrar sig undir
sænginni og heldur fast um Fisher-Price-hundinn, sem ég verð að
kyssa áðuren ég kyssi hana.
íbúðin er hljóðlát og allt er orðið óhreint síðan ég var hér fyrir að-
eins einni viku. Ég afræð að hreinsa til, afþví ég þoli ekki að sitja að-
gerðalaus. Maður fer að rifja upp. Það gerir mann taugaóstyrkan. Af
einhverri ástæðu verður mér hugsað til jólanna þegar pabbi var
drukkinn og lamdi mömmu. Það var sex mánuðum eftirað Bekka dó,
en það er ekki nein haldbær skýring. Rakel (það er ég) og Rebekka.
Ég á eldri systur, Veroniku, og við köllum hana öll „Ronnie". R-in
þrjú. Hvílíkur brandari. Rebekka er dáin. Ronnie vinnur í K-
markaðnum, og ég þræla einsog skepna til að komast gegnum stærð-
fræðina og þrjár raunvísindagreinar í þriðja bekk, svo ég þurfi ekki
að vélrita farmpantanir það sem eftir er ævinnar. Einsog ég hef þeg-
ar sagt ykkur, var Bekka gáfnaljósið.
í fyrra keypti Randý ryksugu handa Níkí í örlætiskasti, svo hún
gæti unnið „kvennaverkin", geri ég ráð fyrir. Ég velti því fyrir mér,
að það hljóti að hafa kostað hann umþaðbil mánaðarbjórútlát að
kaupa handa henni ryksuguna, um leið og ég reyti hár og ryktægjur
af burstaendanum á málmslöngunni.
Að mér hvarflar, að þráttfyrir alla mína viðleitni kunni Níkí að
vera í þann veginn að fara yfirum. Hversvegna skyldi hún að öðrum
kosti fara út einsog hún gerði - einsog hún ætlaði sér af láta fyrsta
náunga sem gæfi henni merki nota sig? Stúlkur einsog Níkí eru um
allt. Einhver meiðir þær. Þær fara út til að láta meiða sig aftur. Er það
þeim að kenna að frá byrjun var komið ffam við þær án minnstu
virðingar? Jafnvel gulrætur fá betri meðferð en sumar stúlkur sem ég
hef kynnst.
Mig langar að halda Kristel frá öllu þvílíku. Ég vildi að til væri ein-
hver staður þarsem hægt væri að loka krakka inni. Einhver öruggur
staður einsog tveggja ekru garður oná gríðarstórri byggingu. Og þar
væru engar lyftur. Krökkunum yrði bara lyft upp með stórum krönum
og sleppt lausum með litlu nestiskörfurnar sínar. Nokkrum árum síð-
ar yrði náð í þá, og þá væru þeir orðnir nógu stórir og nógu harðgerir
til að segja öllum ágengum nöggum að hlaupa fyrir veraldarbjörg.
Um hálffimmleytið er ég búin að ryksjúga íbúðina, hreinsa eina
fást d Jföapáá - HVAT? TALA THU ISLENZKU?
59