Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 58

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 58
Martha Brooks Besta helgi ævinnar Níkí fænka var fallegasta stúlka sem hugsast gat. Silkimjúkt, brúnt hárið var á litinn einsog karamella frá Mackintosh og vöxturinn slík- ur að verkamenn á sjöundu hæð nýbyggingar gátu slegið því föstu, að hann væri nær himninum en þeir sjálfir. Nú er hún svo grannholda að auðveldlega mætti renna henni á hlið gegnum krossviðarplötu. Og hún er búin að lita hárið á sér gult einsog steikt egg, afþví Randý - sjúskaður bóndi hennar - er í tygj- um við smjaðurslega, ljóshærða gengilbeinu á Bensín- og kaffisölu Jötuns, þarsem hann vinnur um helgar. Henni þykir vænt um krakkann, það verður ekki af henni skafið. En hvaða kosti eiga sautján ára gömul móðir sem hefur bara lokið skyldunámi og faðir sem öskrar og bölsótast útí alla, hvenær sem hann er heima — sem góðu heilli er ekki oft í seinni tíð. Hann segir henni að það sem hann geri í frítímum sé hans mál og veggjarins, enda skaffi hann henni og Kristel litlu bæði heimili og fæði. Randý er tíu árum eldri en Níkí og ekki annað en gamaldags naggur. Hann gortar af því við félagana í fastavinnunni hjá Vöruflutninga- miðstöð Fultons - þarsem ég vinn þrjú kvöld í viku eftir skólatíma - að hann hafi gerst vögguræningi þegar hann giftist Níkí. Hnýsilegt orð, vögguræningi. Alltaf þegar fólk er rænt, segist það hafa verið vanvirt. Verið nauðgað, ef svo má segja. Núnú, í rauninni nauðgaði Randý líka Níkí. Og það gerðist eftirað þau gengu í það heilaga. En það er önnur saga. Það sem ég er að tala um er nauðgun í víðara skilningi, einsog þegar sál Níkíar var nauðgað. Það sem Níkí var fýrir fáeinum árum er erfitt að finna núna. Það er einsog hún hafi falið sig. Vitið þið hvernig það er, þegar maður brýtur eitthvað á gólfinu, sópar því saman og fær glerflís í höndina? Sveimér enginn hægðarleikur að finna hana. Jafnvel í skærustu birtu glampar ekki á hana nema endrum og eins. Þannig er Níkí. Stundum kem ég auga á þennan innri glampa þegar hún brosir við Kristel. Annars er hún einsog Harry Houdini. Ef hún heldur áfram með Randý, get ég svarið að hún hverfur algerlega einn góðan veðurdag. Randý gengur til verks með þessum lokkandi hætti, skiljið þið? Hann er refjóttur viðsjálsgripur. Refjóttur - þar er orðið sem passar. Ég lærði það í bókmenntatíma á dögunum. Á fimmtudaginn í síðustu viku kem ég of seint í vinnuna. Skjálfandi á beinunum fleygi ég frá mér kápunni meðan síminn hringir með heyrnartólið hangandi. Randý kemur inn frá hleðslupallinum. „Hvað nær peysan, sem þú ert í, langt niðrí buxurnar?" segir hann brosandi einsog hann sé að dást að fatasmekk mínum. 56 á Jföœyáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.