Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 13

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 13
Xalda stríðið honum frásögnina í munn og sýnir að hann hafi talað bjagaða ensku, með hreim, en þar tvítekur hann „Ja, well“ (Confessions, 165-66). Óbeinu skilaboðin um enskukunnáttuna skila sér ekki í þýðingu Margrétar, sem breytir beinni frásögn í óbeina, en hinsvegar nær hún fyllilega skoplegum blæ lýsingarinnar og miðlar þeim persónu- einkennum sem frásögn Jakobs gefur til kynna (Játningar, 185).14 Framandlegir „hnökrar“ í stoðvef skáldverks Úr yfirborðshnökrum má greiða án þess að kanadísk áferð á íslenskri menningararfleifð glatist. En í sögutúlkun sem miðast við kanadísk- ar menningaraðstæður kemur upp djúpstæðari vandi; hún getur vik- ið verulega frá íslenskri sögutúlkun og ef við henni er hróflað getur bygging sjálfs verksins riðlast. Á þetta reynir mjög í The Viking Heart, sem rekur landnámssögu Islendinga á Nýja Islandi og í Winnipeg. Laura naut feykilegra vinsælda í Kanada, vann til marg- víslegra bókmenntaverðlauna og nær allir samtíma ritdómar luku miklu lofi á verk hennar, en The Viking Heart var einna vinsælust. Vestur-íslendingar kunnu Lauru þó litla þökk fýrir og fannst bókin meingölluð. Ýmsar söguskýringar Lauru á lífi og sérkennum íslenskrar þjóðar í The Viking Heart eru enn sérstæðari en í Játningum og þar víkur hún einnig frá íslenskum staðháttum og nafnahefð. í upphafskafla bókarinnar vaknar fjölskylda aðalsöguhetjunnar, Borgu Halson, upp frá værum svefni við eldgos. Glóandi björgum og gjósku rignir yfir bæ þeirra, en þau komast undan á árabáti sem er í fjörunni neðan við bæinn, öll nema bróðir Borgu sem ferst í gosstróki þegar hann vill forða kvikfé sem hraunstraumur hefur króað af. Þessi hádramatíska lýsing, sem átti að skýra búferlaflutninga Islendinga til Vesturheims, féll ekki í góðan jarðveg meðal þeirra.15 í Játningum sínum játar Laura að sér hafi sviðið fálætið sem The Viking Heart mætti meðal íslendinga í Kanada og að hún hafi vísvitandi tekið sér skáldaleyfi í 14 Margrét þýðir einnig yfir í óbeina orðræðu slagorð sem Laura tileinkar Gunn- ari Hámundarsyni í Confessions til að skýra hvers vegna hann kaus ekki að fara úr landi og forða lífi sínu, en slagorðið „Aldrei ad guggna!“ (51) minnir grunsamlega á Jón Sigurðsson. Þetta leysir Margrét smekklega með: „Þess vegna hopaði Gunnar aldrei á hæli“ (58). 15 Daisy L. Neijmann getur annarra ástæðna höfnunar í greininni „íslenska rödd- in í kanadískum bókmenntum" (Skírnir 170 (1996): 145-71). { neðanmáls- grein nefnir hún að í bókmenntalegri samantekt sinni á íslenskum skáldskap hafi Stefán Einarsson talið of rómantískan stíl helstu skýringuna, en Kirsten Wolf sjái hana í nýlegri grein sinni í ljósi dræmra undirtekta við skrif kvenna (156). Sjálf segist Daisy hallast að því að margar ástæður hafi verið samverk- andi, en mynd Lauru af Vestur-íslendingum hafi stangast á við þá sem þeir vildu sjálfir sýna bresk-kanadíska meirihlutanum. Eins og Margrét skýrir í for- mála var Lauru mikið í mun að efla hag og virðingu íslendinga í Vesturheimi. Einkum í The Viking Heart var hún óspör á yfirdrifnar lýsingar á yfirburðum íslenska kynstofnsins. Þótt flestum þyki lofið gott er hætt við að lesendum d - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.