Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 20

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 20
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir bókmenntum og umfjöllun um þær (13-14). Hún segir: „Til að heyr- ast verða bókmenntir kvenna að nota sama skáldskaparmál og ríkj- andi karlahefð, samtímis því sem þær leitast stöðugt við að finna form fyrir sína eigin reynslu og sjálfsvitund" (15). Táknvísanir Kristjönu í „Song of the Reindeer" (Óður hreindýrs- ins) beina athyglinni að skáldskaparhefð kvenna og undirstrika að þöggun raddar hennar í íslensku nútímasamfélagi sé tímaskekkja. Freistandi er að draga þá ályktun að sú Bogga sem situr inni með Eddu vísi til Borgu í The Viking Heart Lauru Goodman Salverson og dómsins sem yfir bókinni var kveðinn með því að þegja hana í hel.24 Táknrænt séð gengst Edda inn á forsendur karllegrar/ríkjandi frásagn- arhefðar þegar hún mundar byssuna og er því að vissu leyti meðsek í fangelsun/þöggun kvenlegs/víkjandi óðs/orðræðu sinnar. í skáldsögu Kristjönu The Prowler hafnar sögumaður hinsvegar forsendum karl- legrar frásagnarhefðar sem sé sögð framsækin, mark-viss, en sett mark sé oft skotmark. I Marxism and Form bendir Fredric Jameson á að einkenni frásagnarhefðar Hemingways sem fulltrúa amerískrar menningarhefðar sé ekki einungis áherslan á manndóm, heldur einnig á tæknilegt vald á orðræðu, skáldskap, veiðum, nautaati og stríði.25 Þessi tengsl og staðsetning frásagnarinnar á Reykjanesskaga, höfuðstöðvum bandarísks setuliðs, bjóða upp á þá viðbótarmerkingu að Edda tákni íslenskar menningar- og frásagnarhefðir sem geti orðið undir ef þær gangast inn á bandarískar forsendur. Ef tímaskekkjan blindar ekki lessýn má gera ráð fyrir að flestum íslenskum lesendum verði hugsað til annarrar vel þekktrar viður- eignar manns og hreindýrs. Afdrifarík veiðiferð Eddu og Óla á sjálfri jólaföstunni kallast reyndar á við Sjólfstætt fólk Halldórs Laxness, annarsvegar veiðiferð Ingólfs Arnarsonar Jónssonar á sunnudegi í landi Sumarhúsabóndans, en hinsvegar hrakfallaferð Bjarts á hrein- dýrstarfinum.26 I víðasta skilningi er átakamiðjan í „The Song of the Reindeer“ söm og í Sjólfstæðu fólki, en Kristjana dregur þessi átök 24 í grein um Jótningar lundnemadóttur bendir Kristjana einmitt á togstreituna í formgerð og frásagnarstíl Lauru, milli formgerðareinkenna sjálfsævisögu (autobiographyj og játningar (confessionJ sem endurspegli átök þar sem ís- lensk arfleifð, kvenleg frásögn og tilhneiging játningarinnar til að afbyggja, eða endurtúlka, þá ímynd sem aðrir hafa skapað á höfundinum lúti í lægra haldi fyrir kanadískum menningarhefðum, karllegri frásagnargerð og þeirri markvissu byggingu sjálfsmyndar sem einkenni amerískar sjálfsævisögur. Sjá „Laura Goodman Salverson’s Confessions of a Divided Self“ í bókinni A Mazing Space: Writing Canadian Women Writing, ritstj. Shirley Newman og Smaro Kamboureli (Edmonton, Canada: Longspoon/NeWest, 1986) 148-153. 25 Fredric Jameson, Marxism and Form (Princeton, New Jersey: Princeton Uni- versity Press, 1971) 412. 26 Lýsing Halldórs á reið Bjarts á tarfinum er sýnilega byggð á einni af hreindýra- veiðisögum Helga Valtýssonar í bókinni Á hreindýraslóðum (Akureyri: Norðri, 1945). Helgi var mikill talmaður friðunar hreindýra og þó svo Ólafur Þorvaldsson væri honum samhuga var hann ósammála Helga í því að útdauða jfev d Jðœyzóá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.