Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 12

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 12
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir einkenni. Rétt er þó að gæta varfærni. I smásögunni um Snæfellsnes eftir W. D. Valgardson þarf t.d. að laga setningar sem höfundur legg- ur íslendingum í munn. Sagan hefst með setningunni „Tala thu Islenzku?“ Þannig ávarpar Islendingur Axel Borgfjord í símhring- ingu, en kveður svo með orðunum „Godan daginnLangafi Axels segir á einum stað „Hvat?" og „Ert hann vitless?" Þessi íslenskunotk- un er ólíkindaleg í munni Islendinga. En hún er við hæfi í endur- tekningu Axels á þessari bjöguðu íslensku. Amerískir ferðamenn rjúfa hugrenningar Axels um að hann sé „utlander" á íslandi með því að gera lítið úr landinu sín á milli og ávarpa hann svo á ensku. Þá rennur Axel blóðið til skyldunnar, hann yppir öxlum og svarar, „Hvat? Tala thu Islenzku?", sem mætti standa óbreytt. Laura lífgar upp á frásögn sína í Confessions með því að gefa stöku sinnum til kynna talmálseinkenni í ensku jafnt sem íslensku. Mar- grét yfirfærir frávik frá ensku ritmáli í setningunni „Cain’t you-all read?“ í Confessions (296), sem hún þýðir með „Kunniði ekki að lesa?“ í fátningum (332). Frávik frá íslensku ritmáli yfirfærir Margrét hinsvegar ekki. Frummyndin hefði þó mátt standa nær óbreytt í setn- ingum eins og „Ha? Kvað heldur þú, Rúna?“ og „Ha? Þú sejir satt, Nonni!“, í ávarpinu „Kondu sæll góði minn“, og upphrópuninni „Kver fjandinn!“, en ekki síst í skemmtilega tvíræðri upphrópun, „Skotans veður!“13 Með því að halda talmálssniði íslensku innskot- anna hefði Margrét getað vegið upp á móti því að málnotkun hennar er á stundum örlítið fágaðri og fræðilegri en frumtextinn gefur tilefni til. En þrátt fyrir að hneigjast til að færa málfar Lauru í vammlausan íslenskan búning tekst Margréti víða vel að ná léttri og margbreyti- legri hrynjandi frásagnarinnar með litskrúðugu orðfari. Bjögun á ensku er nær óhugsandi að yfirfæra á sannfærandi hátt þegar sá sem talar er íslenskumælandi og fráleitt væri að þýða yfir á bjagaða ís- lensku. Hinsvegar hefði mátt halda þeim stílbrigðum Lauru að læða inn „Ja, well“, einkum í tal Vestur-íslendinga sem ekki hafa fullt vald á ensku. Þegar Laura lýsir hvernig Jakob frændi hennar tók á móti Indíánum sem brutust inn hjá honum eina nóttina leggur hún 13 Sjá Confessions þar sem p kemur í staðinn fyrir þ: „Ha? Kvad heldur pú, Runa? Eh? What do you think, Runa?“ „Ha? Pú sejir satt, Noni! Eh? You are right, Noni!“ (14). I Játningum verður þetta: „Ha, hvað heldur þú, Rúna?“ „Ha, segir þú satt, Nonni?" (18). „Kondu saell godi minn" í Confessions (21) verður „Komdu sæll góði minn“ í Játningum (26), „Kver fjandin!" í Con- fessions (66) verður „Hver fjandinn er á seyði?“ í Játningum (74), en „Skotan’s vedur!" í Confessions (26) þýðir Margrét með „.Andskotans veður er þetta!’ hrópaði hún á íslensku . . (32). Skýringin sem Margrét skýtur inn um að upphrópunin hafi verið á íslensku þykir mér staðfesta kosti þess að nota let- urbreytingu til að auðkenna íslensk innskot. Sjálf talmálseinkennin eru stíl- brigði sem engu ómerkari höfundur en Halldór Laxness hefur brugðið fyrir sig, en augljós stílbreyting verður ef þau eru færð í búning ritmáls. 10 d JSayuáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.