Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 26

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 26
Soffía Auður Birgisdóttir hæfi og auðvitað táknrænt, því Sína er líka í útjaðri samfélagsins. Hún gat aldrei samsamast hinu nýja samfélagi þrátt fyrir áratuga búsetu í nýja landinu, því hún gat ekki tamið tunguna. Hún gat ekki lært ensk- una til hlítar og lært að skilja á milli gamla heimsins og hins nýja: Sína var blýföst í landamærahliðinu og komst hvorki aftur á bak né áfram. Hún talaði eitt orð á íslensku, annað á ensku, og þessi orð voru oft ótengd innbyrðis af því það vantaði mikilvægt sagnorð eða forsetningu. Það var hlegið að svoleiðis fólki á bak og sagðar af því sögur (bls. 56). Telpan óttast Sínu, hún óttast að láta hlæja að sér og segja af sér sögur, hún óttast að festast á landamærunum. Næsta atriði sögunnar er stutt og segir frá því að telpan fær að vita frá Nancy að börn fæðist þannig að gat sé skorið á magann á mömm- unni og þau tekin út. A eftir væru mömmurnar saumaðar saman aft- ur. Alltaf þegar hún sá þungaða konu eftir það sá hún blika á hnífa í huga sér. Fimmta og lengsta atriði þessarar sögu segir frá því þegar fjöl- skylda telpunnar undirbýr flutning til baka til íslands. Uppboð er haldið á húsmunum þeirra og eigum og telpan þekkir uppboð, hefur farið á nokkur með pabba sínum og skemmt sér vel. En þetta uppboð er öðruvísi: Þetta uppboð var óvenjulegt. Þetta uppboð var ekki skemmtilegt. Telpan stóð álengdar úti við garðshornið og virti fyrir sér húsgögn- in. Vildi draga sig í hlé. Vildi ekki eiga þátt í þessu. Hún fann fyrir sömu óljósu kenndinni og hafði gripið hana hjá slátraranum þegar hún sá innvolsið dregið úr nautsskrokki og búkurinn hékk tómur og innfallinn og varnarlaus og dauður á króknum. Allt sem hann hafði átt innvortis og gert hann lifandi, hjartað og maginn og tungan, lá í trogi öllum til sýnis. Engu var raðað eins og því hafði verið raðað inni, eldhússtólar voru við endana á borðstofuborðinu og hæginda- stóll hjá saumaborðinu þar sem hann átti alls ekki að vera. Allt var vitlaust og óskipulegt, villandi eins og þau hefðu allan tímann ver- ið rugluð án þess að vita af því og hún átti bágt með að trúa því að dagar þeirra hefðu verið gerðir úr þessum hlutum (bls. 61-62). Þar sem telpan stendur þarna miður sín og horfir á dúkkurúmið sitt boðið upp með öðrum munum, heyrir hún sagt í eyra sér, hrjúfri draugalegri röddu: „Fyrnist yfir allt . . . fyrnist yfir allt . . .“ Telpan tók andköf, hjartað slóst í bringspalirnar eins og þegar myrk- fælniköstin byrjuðu, hún sneri sér snöggt við og þar stóð Sína. Sína gamla í þunnum kjól sem hékk eins og poki utan á henni. Sína, skorpin og tæmd að innan, og talaði hreina íslensku sem telpan skildi ekki. Hvað þýddi þetta? Hvað þýðir fyrnist . . . fyrnist . . . 24 fási, á Jföayáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.