Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 6
4 Þjóðmál vetur 2009
Jólin eru okkur
nauðsynleg
Hið trúarlega inntak jólanna hefur sett svip á öll mín jól,“ segir Karl Sigur
björnsson, biskup Íslands . Hann er fæddur og
uppalinn í höfuðborginni, sonur Sigurbjörns
Einarssonar, síðar biskups, og Magneu
Þorkelsdóttur . Og bernsku minningarnar
eru hlýjar . „Við viljum nýta það besta úr
minningum um það sem var, til að skapa þá
framtíð sem við þráum,“ segir biskupinn .
Tími tilhlökkunar
Ég man fyrst eftir jólum í foreldrahúsum á Freyjugötu 17 . Foreldrar mínir höfðu
hafið sinn búskap í Svíþjóð og mamma átti
lítinn stjaka, sem var kallaður aðventustjaki .
Hann var fyrir fjögur kerti sem stóðu hlið við
hlið . Hún tók þennan stjaka fram og kveikti á
fyrsta kertinu á fyrsta sunnudegi í aðventu . Sá
siður hefur fylgt mér alla tíð,“ segir Karl .
„Aðventan var tími afar langra daga, en ég
held að tilhlökkun, eftirvænting og óþreyja
séu afar dýrmætt uppeldisatriði og áminning
um að ekkert er sjálfgefið eða sjálfsagt .
Mér eru minnisstæð jóladagatöl sem
Þorkell bróðir gerði . Hann var laginn í
höndum og setti saman dagatöl, sem sum
hver voru skrautleg . Hann sá síðan um að
opna dagatölin á hverjum degi . Inni í þeim
voru myndir . Þetta var mjög spennandi og
hluti af undirbúningstíma jólanna . Það var
talið niður .
Hún er einnig eftirminnileg lyktin í
Gunnlaugsbúð, sem var á næsta horni . Þegar
vínberjatunnurnar voru opnaðar var þar efst
korkur, sem var sérstök lykt af, og svo þessi
undursamlegi vínberjailmur . Svo komu kassar
með appelsínum og eplum og þessi angan
fyllti búðina . Þegar ég finn eplailm, enn í
dag, þá kemur jólaminning upp í hugann . Ég
minnist sendiferða í Ölgerðina með brúsa til
að kaupa hvítöl til jólanna . Stundum var kalt
að standa í langri biðröð úti á Frakkastíg .
Mamma geymdi jólapappír frá ári til árs
í sérstökum kassa . Hann var sóttur fram og
svo var farið að pakka inn gjöfum . Á Þor
láks messu var húsið þrifið og farið að elda
Viðtal við herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands,
– úr nýútkominni bók, Jólaminningum*
______________
Höfundur bókarinnar, Jónas Ragnarsson, tók viðtalið . Í
bókinni eru viðtöl við ellefu aðra þjóðþekkta Íslendinga,
auk þess sem birt eru minningabrot látins merkisfólks
um jólahald frá fyrri tíð og ýmis fróðleikur um jólasiði
Íslendinga á tuttugustu öld . Jólaminningar – hátíð ljóssins í
huga Íslendinga, Bókafélagið Ugla . 2009 .