Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 6
4 Þjóðmál vetur 2009 Jólin eru okkur nauðsynleg Hið trúarlega inntak jólanna hefur sett svip á öll mín jól,“ segir Karl Sigur­ björnsson, biskup Íslands . Hann er fæddur og uppalinn í höfuðborginni, sonur Sigurbjörns Einarssonar, síðar biskups, og Magneu Þorkelsdóttur . Og bernsku minningarnar eru hlýjar . „Við viljum nýta það besta úr minningum um það sem var, til að skapa þá framtíð sem við þráum,“ segir biskupinn . Tími tilhlökkunar Ég man fyrst eftir jólum í foreldrahúsum á Freyjugötu 17 . Foreldrar mínir höfðu hafið sinn búskap í Svíþjóð og mamma átti lítinn stjaka, sem var kallaður aðventustjaki . Hann var fyrir fjögur kerti sem stóðu hlið við hlið . Hún tók þennan stjaka fram og kveikti á fyrsta kertinu á fyrsta sunnudegi í aðventu . Sá siður hefur fylgt mér alla tíð,“ segir Karl . „Aðventan var tími afar langra daga, en ég held að tilhlökkun, eftirvænting og óþreyja séu afar dýrmætt uppeldisatriði og áminning um að ekkert er sjálfgefið eða sjálfsagt . Mér eru minnisstæð jóladagatöl sem Þorkell bróðir gerði . Hann var laginn í höndum og setti saman dagatöl, sem sum hver voru skrautleg . Hann sá síðan um að opna dagatölin á hverjum degi . Inni í þeim voru myndir . Þetta var mjög spennandi og hluti af undirbúningstíma jólanna . Það var talið niður . Hún er einnig eftirminnileg lyktin í Gunnlaugsbúð, sem var á næsta horni . Þegar vínberjatunnurnar voru opnaðar var þar efst korkur, sem var sérstök lykt af, og svo þessi undursamlegi vínberjailmur . Svo komu kassar með appelsínum og eplum og þessi angan fyllti búðina . Þegar ég finn eplailm, enn í dag, þá kemur jólaminning upp í hugann . Ég minnist sendiferða í Ölgerðina með brúsa til að kaupa hvítöl til jólanna . Stundum var kalt að standa í langri biðröð úti á Frakkastíg . Mamma geymdi jólapappír frá ári til árs í sérstökum kassa . Hann var sóttur fram og svo var farið að pakka inn gjöfum . Á Þor­ láks messu var húsið þrifið og farið að elda Viðtal við herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, – úr nýútkominni bók, Jólaminningum* ______________ Höfundur bókarinnar, Jónas Ragnarsson, tók viðtalið . Í bókinni eru viðtöl við ellefu aðra þjóðþekkta Íslendinga, auk þess sem birt eru minningabrot látins merkisfólks um jólahald frá fyrri tíð og ýmis fróðleikur um jólasiði Íslendinga á tuttugustu öld . Jólaminningar – hátíð ljóssins í huga Íslendinga, Bókafélagið Ugla . 2009 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.