Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 60
58 Þjóðmál vetur 2009
Ragnar Jónasson
Leyndardómar verka
Agöthu Christie afhjúpaðir
Gamaldags sjarmi, í anda Agöthu Christie, svífur yfir vötnum á veitingastaðnum
í West India Quay í Lundúnum þar sem ég
hitti rithöfundinn John Curran á sólríkum
sunnudegi, en hann hefur verið aðdáandi
Agöthu Christie um árabil . Við ætlum að
spjalla saman um nýju bókina hans . Veit
inga staðurinn er til húsa í gamalli sykur
vöruskemmu frá nítjándu öld og það er
auðvelt að ímynda sér þetta sem vettvang
morðs í spennusögu eftir Agöthu Christie –
eða jafnvel staðinn þar sem Hercule Poirot
biður hina grunuðu að safnast saman til há
degisverðar, undir því yfirskini að spyrja þá
nokkurra spurninga – en afhjúpar að lok
um einn gestanna sem morðingjann! Að
þessu sinni sé ég hins vegar um að spyrja
spurninganna en John Curran ætlar að sjá
um afhjúpanirnar – enda veit hann meira
um sögur og sögufléttur Agöthu Christie en
flestir aðrir aðdáendur hennar, sér í lagi eftir
að dóttursonur Agöthu, Mathew Prichard,
veitti honum aðgang að minnisbókum ömmu
sinnar . Í kjölfarið skrifaði Curran bók – nærri
500 blaðsíður að lengd – sem HarperCollins
bókaútgáfan gaf út í Bretlandi í september og
kallast Agatha Christie’s Secret Notebooks: Fifty
Years of Mysteries in the Making .
Stefnir á doktorsgráðu í Agöthu
John Curran, sem byrjaði að lesa Agöthu Christie bækur sex eða sjö ára gamall, tók sér
ársleyfi frá störfum sínum sem opinber starfs
maður til þess að rannsaka minnis bækurnar
og skrifa bókina . Nú stefnir hann á það að
setjast í helgan stein óvenjulega snemma til
þess að einbeita sér að Agöthu Christie . Hann
er með aðra bók í undirbúningi og hyggst
öðlast doktorsgráðu í Agöthu Christie frá
Trinity College í Dyflinni .
Curran hafði aðgang að 73 minnisbókum
við gerð bókarinnar, en þær ná yfir allan feril
Agöthu . „Þetta er í fyrsta sinn sem einhver
hefur skoðað minnisbækurnar gaumgæfilega,“
segir Curran, sem einbeitir sér aðeins að
skrifum Agöthu og sögufléttum hennar, en
lætur hjá líða að fjalla um einkalíf hennar . „Í
Rætt við John Curran, höfund bókarinnar Agatha
Christie’s Secret Notebooks, sem kom út í september .