Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 60

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 60
58 Þjóðmál vetur 2009 Ragnar Jónasson Leyndardómar verka Agöthu Christie afhjúpaðir Gamaldags sjarmi, í anda Agöthu Christie, svífur yfir vötnum á veitingastaðnum í West India Quay í Lundúnum þar sem ég hitti rithöfundinn John Curran á sólríkum sunnudegi, en hann hefur verið aðdáandi Agöthu Christie um árabil . Við ætlum að spjalla saman um nýju bókina hans . Veit­ inga staðurinn er til húsa í gamalli sykur­ vöruskemmu frá nítjándu öld og það er auðvelt að ímynda sér þetta sem vettvang morðs í spennusögu eftir Agöthu Christie – eða jafnvel staðinn þar sem Hercule Poirot biður hina grunuðu að safnast saman til há­ degisverðar, undir því yfirskini að spyrja þá nokkurra spurninga – en afhjúpar að lok­ um einn gestanna sem morðingjann! Að þessu sinni sé ég hins vegar um að spyrja spurninganna en John Curran ætlar að sjá um afhjúpanirnar – enda veit hann meira um sögur og sögufléttur Agöthu Christie en flestir aðrir aðdáendur hennar, sér í lagi eftir að dóttursonur Agöthu, Mathew Prichard, veitti honum aðgang að minnisbókum ömmu sinnar . Í kjölfarið skrifaði Curran bók – nærri 500 blaðsíður að lengd – sem HarperCollins bókaútgáfan gaf út í Bretlandi í september og kallast Agatha Christie’s Secret Notebooks: Fifty Years of Mysteries in the Making . Stefnir á doktorsgráðu í Agöthu John Curran, sem byrjaði að lesa Agöthu Christie bækur sex eða sjö ára gamall, tók sér ársleyfi frá störfum sínum sem opinber starfs­ maður til þess að rannsaka minnis bækurnar og skrifa bókina . Nú stefnir hann á það að setjast í helgan stein óvenjulega snemma til þess að einbeita sér að Agöthu Christie . Hann er með aðra bók í undirbúningi og hyggst öðlast doktorsgráðu í Agöthu Christie frá Trinity College í Dyflinni . Curran hafði aðgang að 73 minnisbókum við gerð bókarinnar, en þær ná yfir allan feril Agöthu . „Þetta er í fyrsta sinn sem einhver hefur skoðað minnisbækurnar gaumgæfilega,“ segir Curran, sem einbeitir sér aðeins að skrifum Agöthu og sögufléttum hennar, en lætur hjá líða að fjalla um einkalíf hennar . „Í Rætt við John Curran, höfund bókarinnar Agatha Christie’s Secret Notebooks, sem kom út í september .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.