Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 88
86 Þjóðmál vetur 2009 framkvæmdur . Á unga aldri hefur hann orðið að þola hina hörðustu raun og gengið tvíefldur út úr hverri þraut . Sósíalisminn er engin spurning lengur . Hann er staðreynd . Tilverumöguleiki sósíalismans er útrætt mál . (s . 149–150) Víst var það rétt hjá Sverri að árið 1948 var til þjóðfélag sem sósíalistar eða kommúnistar stjórnuðu . Vafamál er þó hvort sósíalismi hafi nokkru sinni verið framkvæmdur í þeim skilningi að sósíalískt hagkerfi næði að brauðfæða heila þjóð . Þar sem fólk hefur fengið sæmilega að borða í ríkjum kommúnista hefur dreifstýrt hagkerfi hjarað við hlið áætlanabúskaparins . En hvað sem því líður eru þessi orð Sverris merkileg og upplýsandi því að í þeim er fólgið nokkuð af því sem helst gefur kommúnismanum seiðmagn sitt . Hér hef ég einkum í huga drauminn um að menn taki örlög sín í eigin hendur – hagi samfélagi sínu og lífi eftir meðvituðum hugsjónum: „Þetta þjóðfélag er þeirra verk, og þeir vita það .“ Þessi draumur er vitaskuld fjarri öllum raun­ veruleika . Þjóðfélög eru ekki búin til neitt frekar en tungumál eða menningarhefðir . Þau hafa orðið til á löngum tíma og enginn er þess um kom inn að kalla heilt ríki eða samfélag sitt verk . Við lærum að átta okkur á siðum, lögum, vinnu markaði, tækni, hefðum, samskiptaháttum, rétti ndum og skyldum að einhverju marki . En ýmis legt í mannlífinu skiljum við aðeins til hálfs og annað alls ekki . Í reynd gengur þeim því heldur brösótt sem reyna að umskapa heilar þjóðir . Kenning sem segir mönnum að þeir geti þrátt fyrir allt tekið örlögin í eigin hendur og mótað ríki sitt með meðvituðum ákvörðunum er samt vís til að heilla þá sem eru orðnir pirraðir á veruleikanum og þykir ergilegt hvað heimurinn er harður og sljór . Hluti af aðdráttarafli komm­ únismans er fólgið í þessum draumórum um algerlega meðvitaða og „frjálsa“ stjórn mann ­ fólksins á tilveru sinni . Ópíum fyrir menntamenn En hefur kommúnisminn ekki sungið sitt síð­ asta? Munu ekki aðrir draumar um fullkomnara samfélag taka við? Það telja sumir, eins og til dæmis Richard Pipes . Árið 2001 kom út bók eftir hann sem heitir Communism: A Brief History og kallast í íslenskri þýðingu Kommúnisminn: Sögulegt ágrip . Í formála bókarinnar segir Pipes: Bók þessi er jöfnum höndum kynning á komm­ únismanum og minningargrein hans . Það er deg inum ljósara að jafnvel þótt leitin að full­ komn um félagslegum jöfnuði, sem hefur verið leið ar ljós útópískra kommúnista frá fornu fari, hefjist einhvern tíma að nýju mun hún ekki bein ast í farveg marxisma­lenínisma . Ósigur þess síðarnefnda er svo afgerandi að jafnvel arftakar sovét­kommúnistanna í Rússlandi og annars staðar hafa hafnað lenín ismanum og í hans stað tvinnað saman því sem henta þykir úr lýð ræð­ islegri jafnaðarstefnu og þjóð ernishyggju . (s . 9)1 Þrátt fyrir þessi minningarorð virðist marxismi enn lifa meðal menntamanna . Og hví skyldi hann ekki gera það? Rökin gegn honum voru næstum jafn góð 1968 eins og núna . Það skiptir varla máli hvort rifjað er upp þús­ und sinnum eða tvöþúsund sinnum hvað komm­ únistar myrtu marga á síðustu öld . Það má líka einu gilda hvort dæmin um skipbrot miðstýrðra hagkerfa eru 50 eða 100 – þeir sem ekkert læra af fáum dæmum læra ekki heldur af mörgum og ef menn gátu heillast af marxisma fyrir 40 árum þá geta þeir það eins í dag . Hugmyndir sem voru ópíum fyrir menntamenn fyrir hálfri öld eru enn jafn vanabindandi – því eins og næstum allir vita, nema kannski marxistar, breytist sálarlíf fólks hvorki hratt né auðveldlega . Marxistar líta á kenningu sína sem stjórnspeki fyrir verkafólk . Víst hafa ýmis stefnumál kommúnistaflokka átt fylgi hjá stórum hópum verkamanna en heimspeki Marx og Engels hefur miklu fremur höfðað til menntamanna en verkafólks . Þessi heimspeki hefur ekki mótast vegna reynslu manna af starfi í verkalýðsfélögum eða neinu slíku . Jarðvegurinn sem hún á rætur í er hjá kjaftastéttum fremur en erfiðismönnum . Ég er svo sem enginn sagnfræðingur og treysti mér ekki til að fullyrða nákvæmlega hvaða hópar stóðu að baki valdatöku kommúnista í löndum sem þeir hafa náð undir sig . En af því litla sem ég 1 Tilvitnun tekin úr íslenskri þýðingu Jakobs F . Ásgeirs­ sonar og Margrétar Gunnarsdóttur sem kom út árið 2005 hjá Bókafélaginu Uglu .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.