Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 98

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 98
96 Þjóðmál vetur 2009 á 34 klst . og 12 mín . Hann varð í 75 . sæti af 157, sem luku hlaupinu, en alls lögðu 340 af stað frá Akrópólis, í 10 . sæti af tæplega 40 Norðurlandabúum og í þriðja sæti af eldri en 55 ára, tveir Japanir urðu á undan honum . Gunnlaugur segir frá hlaupaleiðum hér innan lands og hverjar þeirra hann hefur sjálfur reynt . Laugavegurinn milli Landmannalauga og Þórsmerkur kallar á sífellt fleiri hlaupara innlenda og erlenda . Gunnlaugur gerði betur en að hlaupa hann, því að til undirbúnings Spart­ athlon bætti hann Fimmvörðuhálsi við dags­ ferð ina . Kannski hefur hann þar rutt íslenska ofur hlaupaleið? Heiti bókar Gunnlaugs Að sigra sjálfan sig lýsir því, hvað honum hefur sjálfum tekist . Alls ekki lá í augum uppi, að hann yrði ofurhlaupari, þegar hann tók skokkið í miðborg Reykjavíkur fyrir tilviljun 1994 . Í stuttu máli felst galdurinn í því að kunna sér hóf en samt bæta alltaf nógu miklu við til að verða betri í dag en í gær . Þetta meðalhóf er vandratað en augljóst er, að Gunnlaugur fann það . Gunnlaugur hefur haldið úti skemmtilegri bloggsíðu og sagt þar frá hlaupum sínum . Ber bókin þess merki, að efni sé tekið þaðan . Hefði mátt ritstýra því meira og bæta yfirlestur, áður en það var sett í samfelldan texta í bók . Við það hefði bókin fengið betra, heildstæðara og skipulegra yfirbragð . Frásögn Gunnlaugs er látlaus og þegar hann segir frá ofurhlaupum sínum finnst lesandanum eins og ekkert sé sjálfsagðara en hann taki sér þetta fyrir hendur . Hann sé næstum fyrir tilviljun að fara í langt skemmtiskokk . Hver og einn getur hins vegar litið í eigin barm og velt fyrir sér, hvort honum þætti ekki nóg um að ná broti af árangri Gunnlaugs . Í hlaupunum sameinast þol, agi og andlegur styrkur, sem virðist ofurmannlegur ekki síður en afrekin sjálf . Þrjár nýjar bækur eftir Matthías Matthías Johannessen sendir frá sér þrjár bækur núna fyrir jólin . Ber þar fyrst að nefna nýja og glæsilega ljóðabók, Vegur minn til þín, sem Háskólaútgáfan gefur út og prýdd er ljósmyndum eftir Önnu Jóa . Ástráður Eysteins­ son annaðist útgáfuna og skrifar ítarlegan eftir­ mála um skáldskap Matthíasar . Skólavefur inn .is gefur út bókina Vindkers víður botn sem geymir nýjustu smásögur Matthías ar . Kennir þar ýmissa grasa . Titill bókarinnar kemur fyrir í Hólm­ göngu ljóðum skáldsins, en í skýringum með þeim segir: „Vind ker er him inn, víður botn him ins er jörð; vindkers víður botn er þannig jarð ar kenning sem tengir Egil Skalla grímsson og Sturlu Þórðarson saman með leyndar dóms­ fullum hætti því að kenningin er ekki notuð nema í [verkum þeirra] . Norska skáld ið Rolf Jacobsen hefur sagt við höfund að við séum eins og mikið tré með djúpum rótum en „lauf­ skrúð þess vex inn í garð nágrannans“ .“ Þriðja bókin er úrval hinna skemmtilegu sam tals þátta Matthías ar sem birtust á árum áður í Morgun­ blað inu . Þröstur Helgason valdi samtölin og skrif aði inngang . Útgefandi er Skólavefurinn .is .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.