Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 98
96 Þjóðmál vetur 2009
á 34 klst . og 12 mín . Hann varð í 75 . sæti af
157, sem luku hlaupinu, en alls lögðu 340
af stað frá Akrópólis, í 10 . sæti af tæplega 40
Norðurlandabúum og í þriðja sæti af eldri en 55
ára, tveir Japanir urðu á undan honum .
Gunnlaugur segir frá hlaupaleiðum hér
innan lands og hverjar þeirra hann hefur sjálfur
reynt . Laugavegurinn milli Landmannalauga
og Þórsmerkur kallar á sífellt fleiri hlaupara
innlenda og erlenda . Gunnlaugur gerði betur en
að hlaupa hann, því að til undirbúnings Spart
athlon bætti hann Fimmvörðuhálsi við dags
ferð ina . Kannski hefur hann þar rutt íslenska
ofur hlaupaleið?
Heiti bókar Gunnlaugs Að sigra sjálfan sig
lýsir því, hvað honum hefur sjálfum tekist . Alls
ekki lá í augum uppi, að hann yrði ofurhlaupari,
þegar hann tók skokkið í miðborg Reykjavíkur
fyrir tilviljun 1994 . Í stuttu máli felst galdurinn
í því að kunna sér hóf en samt bæta alltaf nógu
miklu við til að verða betri í dag en í gær .
Þetta meðalhóf er vandratað en augljóst er, að
Gunnlaugur fann það .
Gunnlaugur hefur haldið úti skemmtilegri
bloggsíðu og sagt þar frá hlaupum sínum . Ber
bókin þess merki, að efni sé tekið þaðan . Hefði
mátt ritstýra því meira og bæta yfirlestur, áður
en það var sett í samfelldan texta í bók . Við
það hefði bókin fengið betra, heildstæðara og
skipulegra yfirbragð .
Frásögn Gunnlaugs er látlaus og þegar hann
segir frá ofurhlaupum sínum finnst lesandanum
eins og ekkert sé sjálfsagðara en hann taki sér
þetta fyrir hendur . Hann sé næstum fyrir tilviljun
að fara í langt skemmtiskokk . Hver og einn getur
hins vegar litið í eigin barm og velt fyrir sér, hvort
honum þætti ekki nóg um að ná broti af árangri
Gunnlaugs . Í hlaupunum sameinast þol, agi og
andlegur styrkur, sem virðist ofurmannlegur ekki
síður en afrekin sjálf .
Þrjár nýjar bækur eftir Matthías
Matthías Johannessen sendir frá sér þrjár bækur núna fyrir jólin . Ber þar fyrst að
nefna nýja og glæsilega ljóðabók, Vegur minn til
þín, sem Háskólaútgáfan gefur út og prýdd er
ljósmyndum eftir Önnu Jóa . Ástráður Eysteins
son annaðist útgáfuna og skrifar ítarlegan eftir
mála um skáldskap Matthíasar . Skólavefur inn .is
gefur út bókina Vindkers víður botn sem geymir
nýjustu smásögur Matthías ar . Kennir þar ýmissa
grasa . Titill bókarinnar kemur fyrir í Hólm
göngu ljóðum skáldsins, en í skýringum með
þeim segir: „Vind ker er him inn, víður botn
him ins er jörð; vindkers víður botn er þannig
jarð ar kenning sem tengir Egil Skalla grímsson
og Sturlu Þórðarson saman með leyndar dóms
fullum hætti því að kenningin er ekki notuð
nema í [verkum þeirra] . Norska skáld ið Rolf
Jacobsen hefur sagt við höfund að við séum
eins og mikið tré með djúpum rótum en „lauf
skrúð þess vex inn í garð nágrannans“ .“ Þriðja
bókin er úrval hinna skemmtilegu sam tals þátta
Matthías ar sem birtust á árum áður í Morgun
blað inu . Þröstur Helgason valdi samtölin og
skrif aði inngang . Útgefandi er Skólavefurinn .is .