Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 96
94 Þjóðmál vetur 2009 hafa farið víða . Stórar myndir njóta sín hins vegar illa í bókinni . Er undarlegt að Jónas skuli ekki hafa óskað eftir betri frágangi að þessu leyti, því að hann segir margoft frá því, hve annt honum sé um frágang á prentgripum . Einhvers staðar sá ég, að Jónas teldi það lof um bók sína, að hún væri fljótlesin . Hún er það svo sannarlega og einnig auðlesin, því að stíll Jónasar er einfaldur og skýr . Greindarleg sérviska og mikilvæg sjónarhorn Þorsteinn Antonsson: Á veraldar vegum. Greinar og frásagnir, Sagnasmiðjan, Reykja vík 2009, 120 bls . Eftir Bjarna Harðarson Þorsteinn Antonsson rithöfundur hefur ver ið lengi að og eftir hann liggur margt bóka frá síðustu fjórum áratugum . Hann hefur samt að mestu farist á mis við metsölulista sem kann að vera til jafns gæfa höfundar og böl . Á þessu hausti kom út frá höf undi greinasafnið Á veraldar vegum og nafnið kallast óneitanlega á við eldra greinasafn sama höf undar frá árinu 2000 en það hét Á eigin vegum . Það er ekki bara að Þor steinn sneiði þar hjá að vera á metsölulist um með þjóð sinni, hann fer heldur ekki alfaraleiðir í þankabrotum sínum og það er kostur . Í bókinni Á veraldar vegum er tæpt á ýmsum sviðum mannlegrar tilveru en mjög stór hluti hennar fjallar þó um stjórnmál í víðum skilningi þess orðs . Þar utan við eru svo athyglisverðar pælingar aftast um andlegar veilur og siðferði, umfjöllun um bókmenntir og listir og fleira mætti telja . Hér verður einkanlega staldrað við hinn pólitíska þátt bókarinnar og þar er nálgun Þor­ steins mjög mikilvæg því hann kemur lesanda fyrir sjónir sem sá sem hvorki horfir frá vinstri né hægri . Slíkt er því miður fátítt í umræðu síðustu áratuga og mjög víða hefur skot grafar hernaður andstæðra fylkinga skemmt fyrir annars athyglisverðum pælingum manna . Þorsteinn gengur hér um sali eins og þessar markalínur komi honum ekki við og er fyrir vikið frjálsari en margur sem um þjóðfélagsmál fjallar . Sýn höfundar á samskipti menningarheima, einkum samskipti svokallaðra þriðja heims landa við Vesturlönd, er allrar athygli verð . Þar beinir hann sjónum sínum að hinum djúpu áhrifum einstaklingshyggju Vesturlanda . Og í grein ingu á sögunni ræðir Þorsteinn athyglis­ verðar kenningar eins og þær að það hafi í reynd verið upp lýs inga iðnaður tölvu ald arinnar sem felldi Sovétríkin . Með þessu er þó ekki sagt að röksemdafærslur Þorsteins Antonssonar séu alltaf mjög mark viss­ ar og margar af greinum höfundar hefði mátt slípa mun meira, stytta og gera um leið auð­ skiljanlegri . Eins og í mörgum fyrri skrifum er Þorsteinn Antonsson upptekinn af því fálæti sem hann hefur orðið fyrir í bókmenntaheiminum . Sjálfur er höfundurinn um leið sérfræðingur í öðrum utangarðsskáldum og dregur stundum dám af þeim í birkilenskum skrifum . Um þetta er ekki margt að segja og vitaskuld er það böl fyrir afkomu höfundar að njóta ekki sannmælis en í ríki lista og stjórnmála er það hinn eðlilegi þáttur að laun heimsins eru vanþakklæti . Ofurhlaupari segir sögu sína Gunnlaugur Júlíusson: Að sigra sjálfan sig, Vestfirska forlagið, Brekku í Dýrafirði 2009, 192 bls . Eftir Björn Bjarnason Gunnlaugur Júlíusson segir ótrúlega sögu í bók sinni . Hann lýsir ferli sínum sem hlaupara, frá því að hann fyrir hvatn ingu Jóa, fimm ára sonar síns, hljóp með honum skemmtiskokk í tengslum við Reykjavíkur­ maraþon 21 . ágúst 1994, og til þess að hann hljóp eitt af þremur erfiðustu hlaupum heims,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.