Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 76

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 76
74 Þjóðmál vetur 2009 against a total lie in the name of a half truth .“ (Við berjumst gegn algerri lygi með hálfum sannleika .)11 Jón úr Vör Haustið 1957 sendu Kremlverjar gervi­tungl, spútník, út í himingeiminn . Sunnu daginn 6 . október sagði Þjóðviljinn frá því á forsíðu, að „vísindaafrek Sovétmanna“ vekti „aðdáun um allan heim“ . Á sjöundu blaðsíðu var lítil frétt grafin í einum dálki um, að Milovan Djilas, fyrrverandi varaforseti Júgóslavíu, hefði verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir „landráðaskrif“ um Júgóslavíu . Jón úr Vör orti þá ljóð í tímaritið Birting .12 Það hófst á ávarpi til heimskommúnism ans: Meistari, þú mikli foringi okkar uppreisnarmanna, sem trúum því, að sannleikurinn sé ekki mikill og einn, heldur margur og smár eins og sandur, eins og bárur hafsins . Ég tala nú loks til þín, því í dag hef ég lesið í Blaðinu: Vinur okkar hefur talið daga sína í fangelsi vegna sannleika og kastað orðum sínum gegnum járngrindur yfir fangamúrinn eins og eldfuglum, óvinir okkar hafa gripið þau og fagnað þeim, reiðubúnir að senda þau á ný inn í ríki þitt, foringi . Jón úr Vör spurði, hvort orð ætti ekki að mæta orði og tveir sannleikar að heilsast fyrir utan fangelsismúranna . Hann bætti við: Þetta var lítil frétt í Blaðinu, því hinir miklu vinir vorir í austri höfðu einmitt sama daginn fjölgað himinhnöttunum og forsíðan heyrði ekki hjartslátt í jarðneskum fangaklefa . Í lokin spurði Jón úr Vör, hvort hvítar dúfur friðarins myndu einn daginn sameinast hin­ um svörtu fuglum hatursins og fljúga með eld á hendur meistaranum, heimskomm ún ism anum . Þótti ljóð Jóns úr Vör tíðindum sæta, og vitn aði Bjarni Benediktsson, þá ritstjóri Morg un blaðsins, í það með velþóknun í „Reykja v íkurbréfi“ .13 Jón úr Vör hafði verið flokks bundinn kommúnisti og síðar sósíalisti og tekið þátt í Félagi byltingarsinnaðra rit­ höfunda, en gengið snemma á sjötta áratug úr Sósíal ista flokknum og til liðs við Þjóðvarnar­ flokkinn . Jón taldi sig þó enn róttækan sósíalista, og þagði Þjóðviljinn við kvæði hans, þótt því væri beint að blaðinu .14 Nokkrum árum síðar, eftir að Þjóðvarnarflokkurinn bauð fram með sósíalistum undir merki Alþýðu bandalagsins, gat Magnús Kjartansson þó ekki stillt sig um að hreyta í Jón úr Vör: „Og það er lítt sannfærandi, þegar skipreika menn ætla að fara að kenna bjargvættum sínum að sigla, rétt eftir miskunnarverkið .“15 Þegar Jón úr Vör kvað óvini sósíalista hafa gripið orð Djilasar og vera reiðubúna til að senda þau eins og eldfugla aftur inn í ríki þeirra, átti hann ef til vill við, að bók hans, Hin nýja stétt, hafði vakið mikla athygli á Vesturlöndum . Þar hélt hinn júgóslavneski andófsmaður því fram, að í sósíalistaríkjunum hefði orðið til ný forréttindastétt, sem sæti yfir hlut alþýðu . Sömu daga og ljóð Jóns úr Vör birtist á prenti, sátu Jón úr Vör .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.