Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 93
Þjóðmál vetur 2009 91
Taldi hjúkrunarfræðingur honum fyrir bestu
að sitja við rúm föður síns í dagsbirtu . Þeir hitt
ust ekki oftar í þessu lífi .
Séra Hjálmar lýsir preststarfinu, en hann
hefur gegnt því síðan 1976, með nokkurra ára
hléi, í Bólstaðarhlíðarprestakalli í
Húnavatnssýslu, á Sauðárkróki og
nú í Dómkirkjunni í Reykjavík . Alls
staðar eru skyldur prestsins hinar
sömu, þótt starfsvettvangurinn sé
mismunandi . Séra Hjálmar segir:
Það er ekki lítill trúnaður sem
prestum er falinn . Við erum kvaddir
til á stundum gleði og hamingju .
Þegar barn er skírt í fjölskyldu,
þegar fermingarbarn segir já í kirkjunni sinni .
Við erum fulltrúar Krists og kirkju hans við
að blessa hjónabönd, þegar brúðhjón segja já
hvort við annað . Og svo í kirkjum og inni á
heimilum þegar andlát eiga sér stað . Ég held
að enginn geti sinnt starfi eins og þessu án þess
að vera einlægur og snortinn af aðstæðunum,
bæði gleðinni og sorginni .
Þegar séra Hjálmar ræðir stöðu kirkjunnar,
er ekki laust við nokkurn varnartón . Að
þjóðin meti ekki starf og stöðu kirkjunnar að
verðleikum . Undir þetta má taka, þegar hugað
er að ómaklegum athugasemdum um kristni
og kirkju frá þeim, sam hallast að öðrum sið .
Kirkjan heldur sig frekar til hlés í þeirri orðræðu .
Í bók séra Hjálmars er hins vegar enn að finna
skýr rök fyrir því, að ástæðulaust er fyrir presta
að biðja nokkurn afsökunar á því, sem þeir hafa
tekið að sér að miðla til þjóðarinnar .
Séra Hjálmar ákvað að reyna fyrir sér á
vettvangi stjórnmálamanna, enda hafði hann
tekið að sér ýmis veraldleg störf fyrir Skagfirðinga .
Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins höfðaði
til hans . Hjálmari vegnaði vel í prófkjöri, náði
fyrsta sæti á lista og settist á þing 1995, eftir að
hafa kynnst þingstörfum sem varaþingmaður .
Lýsing Hjálmars á þingstörfum skýrir, hve
lærdómsríkt er að taka þátt í störfum þingnefnda .
Sérstaklega í fjárlaganefnd, en þar eiga þingmenn
kost á að fá bestu sýn yfir innviði stjórnarráðsins
og kynnast áhugamálum þeirra, sem óska eftir
styrk úr ríkissjóði . Þá er alþjóðaþátturinn í
þingmannsstarfinu ekki síður mikilvægur og
honum kynntist Hjálmar einnig .
Hjálmari líkaði þingstarfið og náði góðum
árangri í kosningum . Honum þótti hins vegar
miður, að stundir hans með fjölskyldunni
urðu færri en hann óskaði auk
almennra tengsla við fólk . Kirkjan
og prestþjónustan kallaði á hann
og 1 . febrúar 2001 varð hann
dómkirkjuprestur í Reykjavík .
Undir lok bókarinnar ræðir
séra Hjálmar stöðu kirkjunnar í
þjóðfélaginu og hugar að kristnum
gildum og stjórnmálum í ljósi
hrunsins . Hann segir meðal annars:
„Ágirnd og taumleysi, græðgi og
grimmd sé hægt að virkja og setja í þann búning
að samfélag manna njóti góðs af . Þetta fæ ég ekki
skilið . Frjálshyggja er eitt, þessi tegund fríhyggju
er annað . Sú fríhyggja sem hér var farin að skjóta
rótum átti helst skylt við anarkisma, stjórnleysi .
Ég get ekki ímyndað mér að hún eigi hljómgrunn
meðal þjóðarinnar . Ekki frekar en alræðið .“
Að sjálfsögðu er ekki unnt að kenna siðbrotið
að baki bankahruninu hér eða annars staðar við
stjórnmálastefnu . Alan Greenspan, fyrrverandi
seðlabankastjóri Bandaríkjanna, orðaði skoðun
sína á því, sem gerðist, á þann veg, að hann hefði
í barnaskap sínum haldið, að fjármálamenn á
Wall Street mundu ekki rífa sjálfa sig á hol, þótt
þeir hefðu frelsi til þess .
Bók séra Hjálmars Jónssonar er tímabær
áminning um, að hófsemi, kærleikur og
gleði eru heillavænlegri en taumleysi, græðgi
og grimmd . Hún á því erindi til íslensku
þjóðarinnar í leit hennar að farsælli leið til að
sigrast á viðfangsefnum sínum í leik og starfi .
Að skilja Einar Ben .
Einar Benediktsson: Að skilja heiminn. Æviminning ar
sendiherra, Bókafélagið Ugla, Reykja vík 2009, 290 bls .
Eftir Þorstein Pálsson
Þeir sem til þekkja vita að Einar Benediktsson hefur verið atorkusamur í meira lagi í
hverju því verki sem hann hefur tekist á hendur .