Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 30

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 30
28 Þjóðmál vetur 2009 einstakra fjármálafyrirtækja, að spur ningum þeirra sé mætt með athuga semd um um, að Morgunblaðið sé „að kynda undir“ óróa á fjár málamarkaðnum eða „auka á erfiðleika“ á mark aðnum . Og spurningum er oftar en ekki svarað með athugasemdum, sem augljóslega eru rangar eða villandi og til þess fallnar að gefa aðra mynd af þeim veruleika, sem við blasir en tilefni er til .“ Eftir að Björgólfur Guðmundsson kom til sögunnar sem helzti eigandi Morg­ un blaðsins, gerði hann aldrei athugasemdir við fréttaflutning blaðsins eða umfjöllun um málefni bankanna eða viðskiptalífsins . Hann skildi hins vegar ekki hvað lítið var um fréttir af brezka knattspyrnufélaginu West Ham í blaðinu og bar það saman við fréttaflutning Morgunblaðsins af Stoke City, sem Íslendingar höfðu átt hlut í . Eftir að Baugur Group eignaðist fjölmiðla, hafa oft sprottið upp deilur um það, hvort eigendur þess fyrirtækis hafi misnotað aðstöðu sína á þeim . Fólk getur haft mismunandi skoðanir á því . Bezt fer á því, að hver og einn lesandi blaðs eða áhorfandi sjónvarpsstöðvar leggi sinn eigin dóm á það . Sumarið 2009 birtist dálkur eftir ritstjóra Fréttablaðsins í blaðinu þar sem haldið var uppi gagnrýni á störf Evu Joly og ríkisstjórninni ráðlagt að setja hana af en fá annan erlendan sérfræðing til ráðgjafar .* Hvers vegna skyldi Fréttablaðinu hafa verið svo mjög í nöp við Evu Joly? Vinnumarkaðurinn hefur verið mjög þröngur fyrir starfsmenn fjölmiðla og margir þeirra hafa sjálfsagt haft takmarkaðan áhuga á því að þurfa að leita sér að annarri vinnu . Allt hefur þetta haft áhrif . Það getur líka skapast ákveðinn liðsandi á fjölmiðlum . Það er ekki ósennilegt að blaðamenn og fréttamenn á fjölmiðlum Baugs Group hafi upplifað stöðu sína á þann hátt, að þeir væru í ákveðnu liði og vildu vinna að hagsmunum liðsheildar innar . En fleira kemur til, sem á þátt í því, að um fjöllun íslenzkra fjölmiðla um að­ drag andann að bankahruninu stendur ekki undir nafni . Menntun blaðamanna og frétta­ manna er meiri en áður . Fyrir nokkrum ára­ tugum var miðað við að blaðamenn hefðu stúdents próf . Nú eru langflestir starfsmenn á rit stjórnum eða fréttastofum fjölmiðla ýmist með BA­gráður eða meistarapróf í einhverri grein . Þrátt fyrir góða menntun er þekkingin á mörgum sviðum ótrúlega takmörkuð . Ungir blaðamenn hafa svo litla þekkingu á íslenzkri samt ímasögu að kennslu á því sviði hlýtur að vera mjög ábótavant í skólum landsins . Of margir blaðamenn fylgjast illa með því, sem gerist í öðrum löndum . Þessi þekkingarskortur er að mínu mati ein ástæða þess, hvað fjölmiðlamenn tóku seint við sér í sambandi við vandamál íslenzku bankanna undir lok ársins 2005 og fram á árið 2006 og að þeir skildu hreinlega ekki hvað var að gerast, þegar fréttir um hús­ næðislánavafninga og undirmálslán byrjuðu að berast frá útlöndum sumarið 2007 . Þetta er ekki bara vandamál íslenzkra blaða manna . Hið sama má segja um starfsbræður þeirra í öðrum löndum . Þekki ngar skortur og áhuga­ leysi á hinu alþjóðlega samhengi efnahags mála á þátt í sofandahætti íslenzkra fjöl miðla . Til viðbótar kemur svo sjálfhverfni fjölmiðla og innbyggð afbrýðisemi hvers í annars garð . Fjölmiðlar og starfsfólk fjölmiðla eru sjálfhverf fyrirbæri og telja, að það sem að þeim snýr skipti öllu máli . Þetta er ekki séríslenzkt vandamál . Það er alþjóðlegt . Fáir skynja þetta betur en þeir, sem lengi hafa starfað á fjölmiðli og sjá þetta í mjög skýru ljósi, þegar þeir eru horfnir af þeim vettvangi . Augljóst dæmi um þetta eru viðbrögð starfsmanna Stöðvar 2 við ólátum í kringum útsendingu þeirra á gamlársdag 2008 . Voru það merkilegri fréttir en ólæti annars staðar? Blaðamönnum finnst að það, sem þeir eru að fjalla um þá stundina, sé það ___________ * Jón Kaldal: „Misskilningurinn um Evu Joly .“ Fréttablaðið, 17 . júní 2009 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.