Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 63

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 63
 Þjóðmál vetur 2009 61 ABC Murders6 og Endless Night.7 „Agatha Christie var 75 ára kvenkyns rithöfundur úr efri millistétt þegar hún skrifaði Endless Night en samt er sögumaður bókarinnar ungur karl­ maður úr verkamannastétt,“ segir Curran og honum þykir greinilega mikið til koma . Hann er þeirrar skoðunar að Endless Night sé bók sem fæstir aðdáendur Agöthu Christie myndu átta sig á að væri eftir hana stæði það ekki á titilsíðunni . Óreiðan hluti af snilligáfunni John Curran fannst hann ekki ná að kynn­ast Agöthu Christie persónulega með því að lesa minnisbækurnar hennar, en hann kynntist henni hins vegar sem höfundi leyni­ lögreglusagna . Þegar Curran er spurður um það hvaða aðferð hún hafi beitt við skrifin svarar hann því til að hún hafi ekki beitt neinni aðferð . „Hún hafði enga sérstaka aðferð,“ segir hann til skýringar . „Hún hripaði niður hugmyndir þegar hún fékk þær . Hún var afskaplega skapandi en skipulagslaus, en ég held að óreiðan sé hluti af snilligáfu hennar . Ég hugsa að söguflétturnar hennar hafi þróast vegna þess að hún vann handahófskennt og með óreiðukenndum og afskaplega óskipulögðum hætti . Ég hef séð bréf þar sem hún vísar til eigin bóka með röngum titli, sem mér þykir með ólíkindum! En þannig vann hún . Þetta var snilligáfa hennar .“ En hvert er leyndarmálið á bak við vel­ gengni Agöthu Christie? „Ef ég vissi það þá sæti ég heima og skrifaði sakamálasögur,“ segir Curran í léttum dúr, en bætir því við að „leyndarmálið“ sé sennilega líka ástæða þess hversu vinsæl hún er – það er að segja hversu læsilegar bækurnar séu . Hann nefnir það jafnframt að söguflétturnar séu ekki bara mjög sniðugar heldur einnig afskaplega einfaldar . Curran komst einnig að býsna áhugaverðri 6 ABC­leyndarmálið, 1958 . 7 Sígaunajörðin, 1994 . staðreynd um síðustu bókina um fröken Marple, Sleeping Murder8, sem út kom árið 1976, að Agöthu Christie látinni . Almennt er talið að bókin hafi verið skrifuð í síðari heimsstyrjöldinni og geymd í öryggisgeymslu þar til hún kom út . Curran komst hins vegar að því að bókin var í raun ekki skrifuð í síðari heimsstyrjöldinni, því Agatha hafði skrifað minnispunkta um bókina sem dagsettir eru allt fram til ársins 1948 . Þá kemur það ef til vill mörgum á óvart, í ljósi þess að bókin er þekkt sem síðasta bókin um fröken Marple, að Agatha hafði velt því fyrir sér að gera Poirot að söguhetju – og raunar hafði hún jafnframt íhugað það að láta bókina fjalla um skarpsýnu skötuhjúin Tommy og Tuppence . Feginn að hitta ekki Agöthu Christie A ð lokum spyr ég Curran hvaða spurn ing­ar hann myndi spyrja Agöthu Christie ef hann fengi tækifæri til þess . „Í fyrsta lagi þá er ég feginn að ég hitti hana aldrei . Sagt er að maður ætti aldrei að hitta hetjurnar sínar og ég veit að hún átti ekki auðvelt með að hitta ókunnugt fólk . Þangað til í fyrra hefði ég viljað spyrja hana hvern hún hefði upphaflega séð fyrir sér sem morðingjann í Death Comes as the End.“9 Curran telur sig hins vegar hafa fundið svarið við þeirri spurningu í minnisbókunum hennar . „Nú myndi ég sennilega vilja spyrja hana hvenær hún hafi í raun og veru skrifað Sleeping Murder – en ég er nokkuð viss um það að hún myndi ekki vita svarið!“ Það er hughreystandi að vita að drottning sakamálasagnanna tók að minnsta kosti eina ráðgátu með sér í gröfina – ráðgátu sem meira að segja John Curran hefur ekki tekist að leysa . Og ef hann getur ekki leyst gátuna þá getur það væntanlega enginn – ja, nema kannski Hercule Poirot eða fröken Marple … 8 Sleeping Murder hefur aldrei komið út í bókarformi í íslenskri þýðingu, en birtist hins vegar sem framhaldssaga í Vikunni árið 1978 undir heitinu Morð úr gleymsku grafið. 9 Eitt sinn skal hver deyja, 1989 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.