Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 14
12 Þjóðmál vetur 2009 Styrmir telur nauðsynlegt, að Íslendingar eigi öflugan talsmann innan Evrópusambandsins, enda eigi Ísland fáa trausta bandamenn á þeim vettvangi . Bretar og Hollendingar eru úr leik, eftir að hafa beitt okkur Icesave­ofríkinu . Styrmir segir, að eftir Icesave getum við ekki heldur treyst Dönum og Svíum, þess vegna sé skynsamlegast að halla sér að Þjóðverjum, sem hafi djúpan skilning á íslenskri menningu . Þessu skal ekki mótmælt . Ástæðulaust er þó að líta fram hjá Frökkum, sem lengi hafa haft áhuga á norðurslóðum og halda úti herflota á Norður­ Atlantshafi, sem Þjóðverjar gera ekki . Frakkar urðu fyrstir til að bjóða fram orrustuþotur til loftrýmisgæslu frá Íslandi undir merkjum NATO, eftir að Banda ríkjamenn hurfu héðan með varnarlið sitt . Já, hvað með Bandaríkjamenn? Á sama tíma og boðað er, að Evrópusambandið sé að stofna fjölmennasta sendiráðið í Reykjavík, velta menn því fyrir sér, hvenær í ósköpunum Barack Obama ætli að skipa nýjan sendiherra á Íslandi . Nokkrir mánuðir eru síðan forseti Íslands móðgaði Carol van Voorst, síðasta sendiherra Bandaríkjanna, skömmu fyrir brottför hennar . Æ fleirum verður ljóst, hve misráðið var af Bandaríkjamönnum að hverfa héðan með allt varnarlið sitt síðsumars 2006 . Þar réð mestu skammsýni eins manns, Donalds Rums felds, þáverandi varnarmálaráðherra, og hin yfir­ lætis fulla utanríkisstefna, sem fylgt var af ríkis stjórn George W . Bush . Tæpu ári eftir brottför varnarliðsins hófu Rússar reglulegt herflug á N­Atlantshafi, meðal annars umhverfis Ísland . Eftir innrás Rússa í Georgíu síðsumars 2008 vöknuðu spurningar um, hvort Rússar hefðu tekið upp nýja og hættulega utanríkisstefnu . Ótti við það hefur minnkað, enda eiga Rússar mjög í vök að verjast vegna fjárhags­ vand ræða . Eftir að Barack Obama ákvað að breyta um aðferð við eldflaugavarnir gegn Írönum, hafa samskipti Bandaríkjamanna og Rússa batnað . Rússar vilja þríhliða samstarf sitt, Evrópu sambandsins og Bandaríkja manna í von um að draga úr mikilvægi NATO, sem þeir telja sér enn hættulegt . VI . Styrmir Gunnarsson skautar hratt yfir áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum á land­ fræðilegt og stjórnmálalegt eða geó póli tískt gildi Íslands, of hratt að mínu mati . Miklu meira er í húfi en hann lýsir, bæði að því er varðar nýt ingu auðlinda og siglingar . Styrmir segir Ís lend inga ekki eiga neitt tilkall til auðlinda í Norð ur­Íshafi, sem er rétt . Hann lætur þess hins vegar ógetið, að Carl Bildt, utan ríkis ráð­ herra Svía, segist ætla að „selja“ Evrópu sam­ bands ríkj um Ísland með vísan til áhuga þeirra á norð ur slóð um og auðlindum þar . Styrmir segir, að hið mesta, sem við getum búist við, sé, að „einhverjir molar falli til okkar af þessu nægtarborði, þegar líða tekur á 21 . öldina, en ekki í fyrirsjáanlegri fram tíð, og þá fyrst og fremst vegna þess að á Íslandi verði umskipunarhöfn“ vegna siglinga á norð­ austur­leiðinni svonefndu, milli Kyrra hafs og Atlantshafs . Í ágúst og september á þessu ári sigldu tvö risaflutningaskip í eigu þýska Beluga­skipa­ félagsins norðausturleiðina frá Suður­Kóreu til Rotterdam með efni til virkjana framkvæmda . Ferð skipanna er talin marka tímamót í ljósi loftslagsbreytinga . Með því að fara þessa leið í stað þess að sigla um Súezskurð styttu þau siglinguna um 3000 sjómílur . Norðaustur­ leiðin sparaði útgerðinni um 300 þúsund dollara á hvort skip . Singapore sótti styrk sinn á sínum tíma til þess að vera þjónustu­ og umskipunarhöfn á leiðinni frá Asíu til Vesturlanda . Bandarísk­ ur sérfræðingur í málefnum norðurskautsins hefur spáð því, að Ísland geti haslað sér svipaðan sess í norðri og Singapore í austri . Hér verður ekki farið lengra út í þessa sálma . Hitt er ljóst, að vegna loftslagsbreytinga hefur hnattstaða Íslands öðlast nýtt gildi . Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.