Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 29
 Þjóðmál vetur 2009 27 seinna sendi hann ritstjóra Morgunblaðsins tölvupóst og sakaði hann um að ritstýra „nýjum Þjóðvilja“ . Veturinn 2004 var mér boðið í hádegisverð í Landsbankanum, þar sem Björgólfur, að viðstöddum Kjartani Gunnarssyni, lagði fyrir mig tvær þykkar bækur, sem hann hafði látið vinna, þar sem voru settar fram fullyrðingar um, að Morgunblaðið mismunaði bönkum í fréttaumfjöllun og öðrum skrifum og Landsbankinn fengi þar verri útreið en Kaupþing og Íslandsbanki . Sá hádegisverður varð hávaðasamur, en aðilar máls skildu vinir . Þetta var áður en Björgólfur Guðmundsson varð hluthafi í Árvakri hf ., útgáfufélagi Morgunblaðsins . Seinni árin höfðu samskiptin við Bjarna Ármannsson, forstjóra Glitnis, verið erfið, en það gaf þó ekki tilefni til að draga mat hans á stöðu bankans í efa . Í sumum tilvikum höfðu forráðamenn sumra þessara fyrirtækja og annarra látið taka saman skýrslur, þar sem fréttir voru flokk aðar sem „jákvæðar“ eða „neikvæðar“ . Ef frétta tilkynning var send út frá fyrirtæki um tap rekstur og fréttin birt, var hún í krafti þess arar aðferðafræði flokkuð sem „nei kvæð“ frétt, þótt hún væri komin frá fyrir tæk inu sjálfu . Þetta návígi, þessi tengsl, og í sumum tilvikum persónuleg vinátta, átti þátt í að ritstjórn Morgunblaðsins var ekki nægilega gagnrýnin á þær upplýsingar, sem við fengum heima fyrir, þótt við legðum rétt mat á þær fréttir og upplýsingar, sem bárust okkur utan úr heimi . Óhætt er að fullyrða, að sömu ástæður skýri að hluta til viðbrögð eða aðgerðaleysi stjórnvalda og einstakra stjórnmálamanna, þegar harðna fór á dalnum í rekstri bankanna . Návígið og flókið og margslungið tengslanet á milli einstaklinga er að mörgu leyti mesta mein semd íslenzks samfélags . Við getum séð í skýru ljósi það sem fjær okkur er, en það er erfiðara þegar um er að ræða eitthvað sem er nær okkur . A thugun á fréttaflutningi og umfjöllun íslenzkra fjölmiðla um þessa atburðarás frá því síðla árs 2005 og fram til þessa dags mun leiða í ljós að íslenzkir fjölmiðlar sem heild stóðu ekki undir því hlutverki, sem þeir telja sig gegna í samfélagi okkar, og þar er Morgun­ blaðið ekki undan skilið . Hvað veldur? Auk þess, sem að framan er rakið, er ljóst, að eignarhaldið kemur hér við sögu . Auðvitað hlustaði ég á það, þegar einstakir eigendur Morgunblaðsins hringdu og sögðu mér frá um kvörtunarefnum forsvarsmanna bankanna, þegar þeir hittu þá á förnum vegi . Að sumu leyti auðveldaði það tilveru ritstjórnar Morg­ un blaðsins á þessum tíma, að nokkrir helztu eigendur blaðsins, sem höfðu verið atkvæða­ miklir á vettvangi viðskiptalífsins um og upp úr miðbiki 20 . aldarinnar, voru það ekki lengur . Þó var Krist inn Björnsson, fyrrum forstjóri Skeljungs, virkur þátttakandi, svo og að nokkru leyti Stefán P . Eggertsson, tengdasonur Huldu Valtýsdóttur, aðaleiganda blaðins á þessum tíma . Báðir urðu þeir fyrir áreiti vegna skrifa blaðs ins um fjármálageirann og létu mig vita af því, kurteislega en ákveðið . Haustið 2006 kom nýr framkvæmda stjóri, Einar Sigurðsson, til starfa á Morgun blað­ inu . Þegar hann fór í kynnisferðir í fjár mála­ fyrir tæki mætti honum nánast alls staðar hörð gagn rýni á umfjöllun blaðsins um ís­ lenzka fjár málamarkaðinn . Blaðamennirnir, sem voru í því að hringja daglega í þessa menn, fengu líka athugasemdir, sem þeir sögðu frá á fundum innan ritstjórnarinnar . Þeir hafa vafa laust spurt sjálfa sig að því, hvort það gæti eitt hvað verið til í þessum athuga semd um og hvort ritstjórinn færi offari . Þegar vel gengni bank anna var sem mest á árunum 2004–2007, var erfitt að taka ekki mark á því, sem stjórn endur þeirra og eigendur sögðu . Að þessu var vikið í Reykjavíkurbréfi Morg ­ un blaðsins hinn 20 . janúar 2008, en þar sagði m .a .: „Það er algengara en ekki, þegar blaða­ menn Morgunblaðsins hringja í for ráða menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.