Þjóðmál - 01.12.2009, Page 29

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 29
 Þjóðmál vetur 2009 27 seinna sendi hann ritstjóra Morgunblaðsins tölvupóst og sakaði hann um að ritstýra „nýjum Þjóðvilja“ . Veturinn 2004 var mér boðið í hádegisverð í Landsbankanum, þar sem Björgólfur, að viðstöddum Kjartani Gunnarssyni, lagði fyrir mig tvær þykkar bækur, sem hann hafði látið vinna, þar sem voru settar fram fullyrðingar um, að Morgunblaðið mismunaði bönkum í fréttaumfjöllun og öðrum skrifum og Landsbankinn fengi þar verri útreið en Kaupþing og Íslandsbanki . Sá hádegisverður varð hávaðasamur, en aðilar máls skildu vinir . Þetta var áður en Björgólfur Guðmundsson varð hluthafi í Árvakri hf ., útgáfufélagi Morgunblaðsins . Seinni árin höfðu samskiptin við Bjarna Ármannsson, forstjóra Glitnis, verið erfið, en það gaf þó ekki tilefni til að draga mat hans á stöðu bankans í efa . Í sumum tilvikum höfðu forráðamenn sumra þessara fyrirtækja og annarra látið taka saman skýrslur, þar sem fréttir voru flokk aðar sem „jákvæðar“ eða „neikvæðar“ . Ef frétta tilkynning var send út frá fyrirtæki um tap rekstur og fréttin birt, var hún í krafti þess arar aðferðafræði flokkuð sem „nei kvæð“ frétt, þótt hún væri komin frá fyrir tæk inu sjálfu . Þetta návígi, þessi tengsl, og í sumum tilvikum persónuleg vinátta, átti þátt í að ritstjórn Morgunblaðsins var ekki nægilega gagnrýnin á þær upplýsingar, sem við fengum heima fyrir, þótt við legðum rétt mat á þær fréttir og upplýsingar, sem bárust okkur utan úr heimi . Óhætt er að fullyrða, að sömu ástæður skýri að hluta til viðbrögð eða aðgerðaleysi stjórnvalda og einstakra stjórnmálamanna, þegar harðna fór á dalnum í rekstri bankanna . Návígið og flókið og margslungið tengslanet á milli einstaklinga er að mörgu leyti mesta mein semd íslenzks samfélags . Við getum séð í skýru ljósi það sem fjær okkur er, en það er erfiðara þegar um er að ræða eitthvað sem er nær okkur . A thugun á fréttaflutningi og umfjöllun íslenzkra fjölmiðla um þessa atburðarás frá því síðla árs 2005 og fram til þessa dags mun leiða í ljós að íslenzkir fjölmiðlar sem heild stóðu ekki undir því hlutverki, sem þeir telja sig gegna í samfélagi okkar, og þar er Morgun­ blaðið ekki undan skilið . Hvað veldur? Auk þess, sem að framan er rakið, er ljóst, að eignarhaldið kemur hér við sögu . Auðvitað hlustaði ég á það, þegar einstakir eigendur Morgunblaðsins hringdu og sögðu mér frá um kvörtunarefnum forsvarsmanna bankanna, þegar þeir hittu þá á förnum vegi . Að sumu leyti auðveldaði það tilveru ritstjórnar Morg­ un blaðsins á þessum tíma, að nokkrir helztu eigendur blaðsins, sem höfðu verið atkvæða­ miklir á vettvangi viðskiptalífsins um og upp úr miðbiki 20 . aldarinnar, voru það ekki lengur . Þó var Krist inn Björnsson, fyrrum forstjóri Skeljungs, virkur þátttakandi, svo og að nokkru leyti Stefán P . Eggertsson, tengdasonur Huldu Valtýsdóttur, aðaleiganda blaðins á þessum tíma . Báðir urðu þeir fyrir áreiti vegna skrifa blaðs ins um fjármálageirann og létu mig vita af því, kurteislega en ákveðið . Haustið 2006 kom nýr framkvæmda stjóri, Einar Sigurðsson, til starfa á Morgun blað­ inu . Þegar hann fór í kynnisferðir í fjár mála­ fyrir tæki mætti honum nánast alls staðar hörð gagn rýni á umfjöllun blaðsins um ís­ lenzka fjár málamarkaðinn . Blaðamennirnir, sem voru í því að hringja daglega í þessa menn, fengu líka athugasemdir, sem þeir sögðu frá á fundum innan ritstjórnarinnar . Þeir hafa vafa laust spurt sjálfa sig að því, hvort það gæti eitt hvað verið til í þessum athuga semd um og hvort ritstjórinn færi offari . Þegar vel gengni bank anna var sem mest á árunum 2004–2007, var erfitt að taka ekki mark á því, sem stjórn endur þeirra og eigendur sögðu . Að þessu var vikið í Reykjavíkurbréfi Morg ­ un blaðsins hinn 20 . janúar 2008, en þar sagði m .a .: „Það er algengara en ekki, þegar blaða­ menn Morgunblaðsins hringja í for ráða menn

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.