Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 77

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 77
 Þjóðmál vetur 2009 75 tveir laganemar, Sigurður Líndal og Magnús Þórðarson, við að þýða bók Djilasar, og gaf Almenna bókafélagið hana út í janúar 1958 .16 Einar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins, hélt þá sem oftar leshringi um marxisma fyrir menntaskólanema í bæki stöð flokksins við Tjarnargötu 20 . Einn menntaskólaneminn, Jón Baldvin Hanni balsson, spurði Einar, hvernig bregðast skyldi við þeim vanda, sem Djilas ræddi um . Einar svaraði því einu til, að menn yrðu að brynja sig fyrir slíkum efasemdum . Margur maðurinn hefði gefist upp og svikið í baráttunni .17 Skömmu síðar, í apríl 1958, fór framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, Ingi R . Helgason sem fulltrúi flokksins á þing komm­ únistaflokks Júgóslavíu í Ljúbljana, og hefur hann þar fengið ófá tækifæri til að skála við fangaverði Djilasar .18 Jóhann Hjálmarsson Jón úr Vör sagði fyrir um það, að hvítar dúfur friðarins, sem flögrað höfðu um síður Þjóðviljans, yrðu brátt lítt greinanlegar frá svörtum fuglum hatursins . Haustið 1961 tóku Kremlverjar skyndilega upp á því í tilrauna skyni að sprengja kjarnorkusprengjur í Norður­Íshafi . Mótmæltu Íslendingar harð lega, enda var talin hætta á, að geislavirkt ryk bærist inn á Norður­ Atlantshafið . Nú brá svo við, að þeir, sem hæst höfðu galað um frið næstu ár á undan, vildu flestir ekkert láta hafa eftir sér um þessar sprengingar . Þetta átti þó ekki við um alla íslenska sósíalista . Kornungt skáld, Jóhann Hjálmarsson, hafði alist upp á heimili, þar sem mynd af Stalín hékk upp á stofuvegg . Hann hafði tekið þátt í heimsmóti æskunnar í Varsjá 1955 og innritað vini sína og skáldbræður, Þorstein frá Hamri og Jón frá Pálmholti, í Æskulýðsfylkinguna, samtök ungra sósíalista .19 En í nóvember 1961 birti Jóhann ljóð í Morgunblaðinu, sem hét „Kveðja til Pablo Neruda“:20 Ský yfir höfðum okkar óvenjuleg, framandi morgungjöf lifandi handa . Picasso teiknaði það varla í líki hvítrar dúfu . Kyrrláta nóvemberdaga gýs land mitt reiði . Þú og Nazim Hikmet eigrið hljóðir um stræti með geislavirkt ryk í augum . Þjóðir heims fylgja lofsöngvum ykkar til grafar . Skáldin Pablo Neruda frá Chile og Nazim Hikmet frá Tyrklandi höfðu báðir látið að sér kveða í friðarhreyfingu sósíalista, en merki hennar var hvít friðardúfa, sem Pablo Picasso hafði dregið upp . Eftir að ljóð Jóhanns birtist, snerust sósíalistar gegn honum . Dagur Sigurð ar son og Jón frá Pálmholti skömmuðu hann í Þjóðviljanum, og þegar hann gerðist bók mennta gagnrýnandi Morg­ un blaðsins, var hann uppnefndur „litla skáld á grænni grein“ .21 Í leiðara Þjóðviljans talaði Magnús Kjart ansson jafnvel eitt sinn um hið „kalda glott hundingjans“ Jóhanns Hjálm­ ars sonar .22 Jóhann Hjálmarsson .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.