Þjóðmál - 01.12.2009, Side 58

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 58
56 Þjóðmál vetur 2009 Aðalástæða aukinnar vatnsnotkunar er hvorki iðnvæðing né mannfjölgun, heldur breyttir neyzluhættir mannkyns . Til að rækta 1 kg af hveiti þarf rúmlega 1 .000 l af vatni, en það þarf um 15 .000 l af vatni til að framleiða 1 kg af nautakjöti . Til að framleiða mat ofan í hvern Bandaríkjamann og Evrópubúa þarf u .þ .b . 5000 l af vatni á sólarhring . Í hið græn­ metisríka fæði Afríku­ og Asíubúa fara aðeins um 2000 l á dag per íbúa . Neyzlu vatns notk un Vesturlanda til drykkjar og hreinlætis nem ur 100–250 l á sólarhring . Árið 1985 nam kjötneyzla hvers Kínverja um 20 kg, en nú, aldarfjórðungi seinna, mun neyzla þeirra hafa aukizt um 30 kg . Þessir breyttu neyzluhættir jafngilda 390 km3 af vatni eða tæplega allri vatnsnotkun Evrópumanna . Þróun vatnsnotkunar á Vesturlöndum hefur verið í átt til bættrar vatnsnýtni . Á tímabilinu 1975­2000 minnkaði vatnsnotkun í ýmsum þessara landa og Japan úr um 0,3 m3 / USD VLF í 0,03 m3 / USD VLF, eða nýtnin tífaldaðist m .v . verga landsframleiðslu í bandaríkjadölum . Stórfyrirtæki heimsins hafa mörg hver á stefnu sinni að draga úr vatnsnotkun á hvert framleitt tonn . Álframleiðendur eru þar engin undantekning . Þannig hefur ISAL tekizt að minnka vatnsnotkun um yfir 100 l/s á sama tíma og framleiðslan hefur aukizt . Nýjasta átakið í endurnýtingu kælivatnsins var að dæla allt að 50 l/s um nýja vatnslögn, sem ISAL lagði út á golfvöll Keilis við Hafn­ arfjörð og tekin var í notkun í maí 2009 . Þetta vatn er notað til vökvunar golfvallarins og til myndunar fallegrar tjarnar þar á vellinum . Auðlindastjórnun Yfirvöld víðast hvar í heiminum munu standa frammi fyrir því verkefni á næstu tveim ur áratugum að spara vatn . Það verður að­ eins gert með því að bæta nýtnina . Stjórn mála­ menn þurfa að reka áróður fyrir vatnssparn aði og að búa í haginn fyrir bætta nýtni bænda, iðnaðar og almennings . Hagfræð ingar vita vel, hvert er öflugasta ráðið til þess . Það er að koma á laggirnar verðmyndun á vatni, sem endurspeglar verðmæti þess . Áratugum saman hefur þetta verið reynt gagnvart land­ búnaði án árangurs . Bændur hafa veitt harð­ vítuga andspyrnu gegn slíkri markaðs væðingu . Þeir afneita verðlagningu á grund velli skorts, af því að vatnið kemur af himnum ofan . Eng­ in ríkisstjórn á þetta vatn, og þess vegna getur engin ríkisstjórn tekið gjald fyrir það . Sú leið hefur verið farin í Ástralíu að veita bændum réttindi á ákveðnu magni vatns, sem eru framseljanleg . Þetta svipar til hins framseljanlega kvótakerfis í íslenzkum sjávar­ útvegi . Ef bændurnir vilja nota meira vatn en nemur kvóta þeirra, verða þeir að kaupa réttindin af nágranna . Þetta kvótakerfi hefur leitt til markaðar, sem hefur beint auðlindinni til þeirra nota, sem hagkvæmust eru . Þannig virka markaðir . Heimild: “UN World Water Development Report” (tölur um Ísland áætlaðar af höf .)

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.