Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 46
44 Þjóðmál vetur 2009 við væri það nú örugglega meginuppistaða gufuhvolfsins eins og á systurplánetu jarðar, Venusi . En á Venusi er ekki fljótandi vatn, svo líf getur ekki þrifist . Hér hefur koldíoxíðið, ásamt vatni og með því að tengjast ýmsum frumefnum myndað þær gífurlega flóknu keðjur kolvetnissambanda sem eru lífið sjálft . Það er fráleitt og beinlínis fáránlegt að tala um þessa undirstöðulofttegund í gufuhvolfinu frá upphafi og byggingarefni sjálfs lífsins sem „mengun“, eins og gróðurhúsamenn gera í ofstæki sínu og heimsku . Réttara væri að tala um óbundið súrefni og hið þrígilda afbrigði þess, ósón, sem „mengun“, því óbundið súrefni er ekki upprunalegt í gufuhvolfinu heldur úrgangsefni frá jurtalífinu sem dýrin (og maðurinn) nýta sér . Þessi „saur jurtanna“ myndar nú 20,9% gufuhvolfsins en koldíoxíðið, sjálf undirstaða lífsins, er nú einungis orðið 0 .038% . Það hallar með öðrum orðum mjög á koldíoxíðið í þessari hringrás . Jurtirnar gleypa jafn óðum allt það koldíoxíð sem þær fá, en dýralífið nær engan veginn að torga öllu súrefninu sem þær gefa frá sér . Jurtirnar, ekki aðeins á þurrlendi, heldur einnig og enn frekar í höfum og vötnum, þurfa gífurlegt magn koldíoxíðs til að viðhalda sér og lífinu á jörðinni . Án jurt­ anna og koldíoxíðs mundu öll dýr deyja og allt líf hverfa . Á sama hátt og aldrei er talað um „endur­ hlýnun“ heldur aðeins „hlýnun“ er ávallt tal­ að um koldíoxíð­„mengun“, aldrei nokkurn tímann eins og rétt er, um „hringrás“ . Og sú staðreynd heyrist aldrei nefnd að þessi „lofttegund lífsins“ streymir úr iðrum jarðar allan sólarhringinn alla daga ársins ofansjávar og neðan og raunar ekki síst hér á Íslandi . Þetta nær hámarki í eldgosum, en þótt ekk ert sé eldgosið streymir koldíoxíð upp frá jarðhitasvæðum jarðar allan ársins hring, ekki aðeins ofansjávar, heldur jafnvel enn frekar á Atlantshafshryggnum og öðr­ um slíkum eld virkum neðansjávarhryggjum, sem ná tugþúsundir kílómetra allt umhverfis jörðina . Án þessa uppstreymis nýs koldíoxíðs mundi jurta lífið stórlega dragast saman, því það sem kemur frá mönnum og dýrum dugar engan veginn til . Jurtirnar eru gráðugar í koldíoxíð . Hér kemur að dálítið merkilegu atriði: Enginn veit eða getur vitað hve mikið nátt­ úrulegt uppstreymi koldíoxíðs er . Mæling á uppstreymi lofttegunda úr jörðu er gífur­ legum erfiðleikum bundin sem m .a . má sjá á því að nýlega var tveimur aðilum falið að mæla uppstreymi brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun . Annar aðilinn sagði uppstreymið vera 5000 rúmmetra á sólarhring, hinn sagði það vera 80 .000 rúm­ metra . Hver sá vísindamaður, sem gefur frá sér áætlanir og yfirlýsingar um uppstreymi koldíoxíðs úr eldfjöllum og hverasvæðum ofansjávar og neðan allt umhverfis jörðina fer aðeins með getgátur gjörsamlega út í loftið og verður sjálfum sér og vísindunum til minnkunar . Enginn veit þetta og enginn getur mælt þetta . Það eina sem er öruggt er, að magnið er gríðarlegt . En af hverju er ekki settur „kolefniskvóti“ á hverasvæði og eldfjöll Íslendinga? Ástæðan virðist harla einföld: Menn virðast almennt alls ekki vita um þetta uppstreymi, sem er þó lykilatriði í koldíoxíðhringrásinni . Kyoto­menn nefna það aldrei . A nnað undirstöðuatriði í þessari hringrás er upptaka jurtanna á koldíoxíði . Um hana gildir í meginatriðum það sama og áður var sagt um náttúrulegt uppstreymi: Enginn veit þetta og enginn getur mælt þetta . Nýlega kom yfirlýsing frá hópi vísindamanna sem sagði að upptaka Amazon­frumskógarins á koldíoxíði væri helmingi meiri en áður var talið . Sú yfirlýsing sýnir fyrst og fremst í hvers konar villu og svima menn vaða hér . Þeir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara . Auk þess er oft látið eins og Amazon sé upphaf og endir allrar koldíoxíð­upptöku . Það er fá sinna . Hvert einasta grasstrá og þörungur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.