Þjóðmál - 01.12.2009, Side 46

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 46
44 Þjóðmál vetur 2009 við væri það nú örugglega meginuppistaða gufuhvolfsins eins og á systurplánetu jarðar, Venusi . En á Venusi er ekki fljótandi vatn, svo líf getur ekki þrifist . Hér hefur koldíoxíðið, ásamt vatni og með því að tengjast ýmsum frumefnum myndað þær gífurlega flóknu keðjur kolvetnissambanda sem eru lífið sjálft . Það er fráleitt og beinlínis fáránlegt að tala um þessa undirstöðulofttegund í gufuhvolfinu frá upphafi og byggingarefni sjálfs lífsins sem „mengun“, eins og gróðurhúsamenn gera í ofstæki sínu og heimsku . Réttara væri að tala um óbundið súrefni og hið þrígilda afbrigði þess, ósón, sem „mengun“, því óbundið súrefni er ekki upprunalegt í gufuhvolfinu heldur úrgangsefni frá jurtalífinu sem dýrin (og maðurinn) nýta sér . Þessi „saur jurtanna“ myndar nú 20,9% gufuhvolfsins en koldíoxíðið, sjálf undirstaða lífsins, er nú einungis orðið 0 .038% . Það hallar með öðrum orðum mjög á koldíoxíðið í þessari hringrás . Jurtirnar gleypa jafn óðum allt það koldíoxíð sem þær fá, en dýralífið nær engan veginn að torga öllu súrefninu sem þær gefa frá sér . Jurtirnar, ekki aðeins á þurrlendi, heldur einnig og enn frekar í höfum og vötnum, þurfa gífurlegt magn koldíoxíðs til að viðhalda sér og lífinu á jörðinni . Án jurt­ anna og koldíoxíðs mundu öll dýr deyja og allt líf hverfa . Á sama hátt og aldrei er talað um „endur­ hlýnun“ heldur aðeins „hlýnun“ er ávallt tal­ að um koldíoxíð­„mengun“, aldrei nokkurn tímann eins og rétt er, um „hringrás“ . Og sú staðreynd heyrist aldrei nefnd að þessi „lofttegund lífsins“ streymir úr iðrum jarðar allan sólarhringinn alla daga ársins ofansjávar og neðan og raunar ekki síst hér á Íslandi . Þetta nær hámarki í eldgosum, en þótt ekk ert sé eldgosið streymir koldíoxíð upp frá jarðhitasvæðum jarðar allan ársins hring, ekki aðeins ofansjávar, heldur jafnvel enn frekar á Atlantshafshryggnum og öðr­ um slíkum eld virkum neðansjávarhryggjum, sem ná tugþúsundir kílómetra allt umhverfis jörðina . Án þessa uppstreymis nýs koldíoxíðs mundi jurta lífið stórlega dragast saman, því það sem kemur frá mönnum og dýrum dugar engan veginn til . Jurtirnar eru gráðugar í koldíoxíð . Hér kemur að dálítið merkilegu atriði: Enginn veit eða getur vitað hve mikið nátt­ úrulegt uppstreymi koldíoxíðs er . Mæling á uppstreymi lofttegunda úr jörðu er gífur­ legum erfiðleikum bundin sem m .a . má sjá á því að nýlega var tveimur aðilum falið að mæla uppstreymi brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun . Annar aðilinn sagði uppstreymið vera 5000 rúmmetra á sólarhring, hinn sagði það vera 80 .000 rúm­ metra . Hver sá vísindamaður, sem gefur frá sér áætlanir og yfirlýsingar um uppstreymi koldíoxíðs úr eldfjöllum og hverasvæðum ofansjávar og neðan allt umhverfis jörðina fer aðeins með getgátur gjörsamlega út í loftið og verður sjálfum sér og vísindunum til minnkunar . Enginn veit þetta og enginn getur mælt þetta . Það eina sem er öruggt er, að magnið er gríðarlegt . En af hverju er ekki settur „kolefniskvóti“ á hverasvæði og eldfjöll Íslendinga? Ástæðan virðist harla einföld: Menn virðast almennt alls ekki vita um þetta uppstreymi, sem er þó lykilatriði í koldíoxíðhringrásinni . Kyoto­menn nefna það aldrei . A nnað undirstöðuatriði í þessari hringrás er upptaka jurtanna á koldíoxíði . Um hana gildir í meginatriðum það sama og áður var sagt um náttúrulegt uppstreymi: Enginn veit þetta og enginn getur mælt þetta . Nýlega kom yfirlýsing frá hópi vísindamanna sem sagði að upptaka Amazon­frumskógarins á koldíoxíði væri helmingi meiri en áður var talið . Sú yfirlýsing sýnir fyrst og fremst í hvers konar villu og svima menn vaða hér . Þeir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara . Auk þess er oft látið eins og Amazon sé upphaf og endir allrar koldíoxíð­upptöku . Það er fá sinna . Hvert einasta grasstrá og þörungur

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.