Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 66

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 66
64 Þjóðmál vetur 2009 sem ég kannast alls ekki við að hafa sagt og eru fráleitar, t .d . að bankastjórar Útvegsbankans hafi í reynd ekki ráðið stefnunni í þeirri aðgerðaröð, sem ákveðin var, þegar fyrrnefnt samkomulag var gert . Þar hafi Gunnlaugur Claessen, þáverandi ríkislögmaður og ráðgjafi Matthíasar Bjarnasonar, viðskiptaráðherra, kúsk að okkur bankastjórana til hlýðni!3 Þetta er sennilegur málflutningur eða hitt þó heldur . Það er raunar álíka samkvæmt sannleikanum eins og að Björn Jón hafi haft einkaskjalasafn mitt um Hafskipsmálið til umráða við skrif sín, sbr . heimildaskrá bókarinnar . Á ður en lengra er haldið, þykir mér rétt að fara fáum almennum orðum um sam eiginlega erfiðleika Hafskips og Útvegs­ bankans örlagaárin 1984 og 1985 . Félagið missti í upphafi þessa tímabils öruggar og miklar tekjur af flutningum fyrir varnarliðið . Aðrir gríðarlegir erfiðleikar komu til í rekstri félagsins árið 1984 . Afleiðingarnar komu æ betur í ljós, þegar á árið leið . Eftir að Atlants­ hafssiglingar4 hófust seint á árinu 1984, jukust þessir erfiðleikar um allan helming . Þessi nýjung átti að treysta rekstur félagsins eftir missi flutninga fyrir varnarliðið, en flýtti þess í stað mjög fyrir endalokunum . Hafskip var næst stærsta viðskiptafyrirtæki bankans og hafði verið viðskiptavinur hans nánast frá stofnun þess árið 1958 . Verð­ mæt ustu áþreifanlegar eignir félagsins voru skip, en viðskiptasambönd voru einnig verulegt verðmæti í eigu Hafskips, þegar það var í fullum rekstri . Þetta kom glöggt í ljós í viðræðum við Eimskip sumarið 1985 . Al­ þjóð leg kreppa var í sjóflutningum og skip­ in, sem bankinn hafði veð í, lækkuðu mikið í verði . Bankaeftirlitið taldi þau hafa lækkað á árinu 1985 að verðgildi um nálægt 60% . Þetta álit urðu bankastjórar Útvegsbankans fyrst og fremst að hafa til hliðsjónar við mat á veðhæfi fyrirtækisins . Viðskiptasamböndin 3 Hafskip í skotlínu, bls . 67 . 4 Siglingar beint milli Evrópu og Bandaríkjanna . höfðu þann annmarka að hverfa og verða að engu við gjaldþrot . Því varð umfram allt að forðast rekstrarstöðvun, ef gera átti verðmæti úr viðskiptasamböndunum . Þetta var augljós hagur beggja . Útlán bankans til félagsins, sem voru mikil, voru í hættu að tapast að meira eða minna leyti, ef illa færi . Bankastjórar Útvegsbankans, sem voru nýkomnir til starfa, þegar þetta ástand skapaðist, höfðu því úr vöndu að ráða ekki síður en stjórnendur Hafskips . Áhætta bankans var orðin mikil og jókst með stórfelldum taprekstri og verðrýrn­ un skipanna . Því varð að stöðva beinar lánveit­ ingar til félagsins haustið 1984 . Frá þessu er sagt í bók Stefáns Gunnars, eins og bankinn hafi „skorið á“5 viðskipti við Hafskip, ef frá er talin lánafyrirgreiðsla vegna hlutafjáraukningar . Staðreyndin er sú, að bankastjórnin jók eftir það kaup á viðskiptavíxlum í eigu félagsins og skuldbreytti lánum hvað eftir annað . Hún studdi hlutafjáraukningu í byrjun árs 1985 og gerði þannig félaginu kleift „að berjast til þrautar“6 með því að lána út á allt hlutaféð gegn veði í skuldabréfum hluthafa . Banka­ stjórnin tók undir tillögur stjórnar Hafskips um viðræður við Eimskip og síðar SÍS um sölu félagsins í rekstri og tók mikinn þátt í þeim viðræðum, þótt sú viðleitni bæri ekki árangur . Mjög skortir á, að þessi nána samvinna og sameiginlegar björgunaraðgerðir stjórnenda Útvegsbankans og Hafskips, komist til skila í sagnritun höfunda beggja bókanna . Rekstur og fjárhagur Hafskips versnaði ótrú lega hratt á árunum 1984 og 1985 . Tvenn tímamót skipta þó mestu á vegferð félags ins í þrot . Hin fyrri voru stórtap á árinu 1984 . Um haustið 1984 var rekstrarhalli ársins áætlaður 50 til 60 milljónir króna . Þetta var svo alvarlegur taprekstur, að í desember lýsti for maður stjórnar Hafskips ástandinu þannig: „Engin skyndihagræðing eða niðurskurður getur bjargað félaginu. Ekkert er unnið með að bíða 5 Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, bls . 16 . 6 Orðalag í skýrslu stjórnar á aðalfundi 7 . júní 1985 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.