Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 48
46 Þjóðmál vetur 2009 Kjarnorku ætti líka að nýta miklu meira en gert er . En markaðurinn mun ráða fram úr þessu . Menn eiga hins vegar alveg að hætta að hafa áhyggjur af koldíoxíði . Það er ekki mengun . Ég hef áður líkt vinstrimennskunni við sjálfs­ónæmissjúkdóm á þjóðfélögum Vest ur landa, svipaðan gigt eða eyðni og geri það enn . Þetta fólk tekur alltaf og ósjálfrátt upp hvern þann málstað sem er Vesturlöndum í óhag og styður leynt og ljóst ytri óvini þeirra, hverju nafni sem þeir nefnast, þó ávallt með mannúð og manngæsku, lýðræði og mannréttindi á vörum . Vinstra fólk er líka á stöðugum höttum eftir „góðum málstað“ til að styðja, en af því að þetta eru jú vinstri menn þarf ávallt að segja þeim hvaða málstaður sé góður . Þeir hafa að sjálfsögðu tekið „gróðurhúsa“­ steypuna upp á sína arma . Hér gefst þeim gullið tækifæri til að berja sér á brjóst, fordæma og vandlætast yfir vonsku Vesturlandabúa . Í þessu, eins og svo mörgu öðru, svo sem í „pólitískri rétthugsun“ hafa þeir raunar fengið allmarga kjána í fylgd með sér sem ímynda sér að þeir séu eitthvað annað en vinstri menn, en fólkið, sem gekk, ýmist leynt eða alveg ljóst erinda alræðis og gúlags í kalda stríðinu stendur hvarvetna fremst í flokki í þessu máli . Heimsendafræði (eskatólógía á lærðra manna máli) var eitt höfuðviðfangsefni mið alda guðfræðinga . Töldu hinir lærðustu menn miðalda einsýnt, að syndugt líferni mann anna, græðgi þeirra og illska mundi fljót lega kalla yfir þá eld og brennistein, pestir og kýli uns mannkynið tortímdist með öllu fyrir sakir vonsku sinnar, synda og almennrar fúl mennsku . Eskatólógum tókst þó aldrei að dagsetja heimsendi almennilega, hann dróst von út viti og er ekki kominn enn . Minnir þetta afar mikið á málflutning þeirra, sem grænastir eru og vitlausastir í „umræðunni“ nú til dags, en vinstri menn samtímans eiga fjölmargt sameiginlegt með hálærðum vandlæturum miðalda . Auk þess er það varla tilviljun að heimsendaumræðan hófst í alvöru skömmu fyrir síðustu alda­ og árþúsundamót . Fárið, sem núna steðjar að var að sögn þessa fólks upphaflega í tvennu lagi, auk „tvö­ þúsund­vandans“ . Í fyrsta lagi hefði syndugt líferni mannanna, græðgi þeirra og illska valdið alveg voðalegri mengun, sem hefði gert gat á ósónlagið, þó ekki á norðurhveli þar sem flestallt fólkið býr, heldur í óbyggðum hinum megin á hnettinum . Þeir, sem ekki brynnu lifandi slyppu þó ekki, heldur drukkn uðu . Það væri nefnilega að hlýna í veðrinu af völdum títtnefnds syndugs lífernis mann­ fólksins . Mundi því ísinn bráðna, en hann er nánast allur í fyrrnefndum óbyggðum hinum megin á hnettinum . Hafið mun síðan flæða yfir löndin og lýðurinn, sem ekki brann drukkna í skrælnuðum eyðimörkunum . Ég mun ekki hér fjalla um ósóngatið . Um það skrifaði ég í Moggann 1999 grein, „Úðabrúsar Eldlendinga“, sem nú er að finna á vefsíðu minni (vey .blog .is) . Ég læt nægja hér að benda á að ósóngatið hvarf tveim árum eftir að ég skrifaði greinina, en kom svo aftur og nú er alveg orðið ljóst að þetta er náttúrufyrirbæri, sem trúlega hefur verið til staðar frá upphafi kvartertíma . „Umræðan“ um gatið hefur líka alveg þagnað . Allir virðast sömuleiðis hafa gleymt „tvöþúsund­vandanum“ nema tölvu­ framleiðendur, tölvufræðingar og tölvu sölu­ menn . Þeir eru enn að telja peninga . Eins mun fara um koldíoxíð­ og gróðurhúsa­ „umræðuna“ þegar aftur fer að kólna, en raunar virðist kólnun þegar hafin . Spámennirnir munu aftur skríða inn í híði sín . A ð lokum: Nú veit ég vel, að margir munu telja að ég taki hér stórt upp í mig, þegar ég bendi á alkunnar náttúrufræðilegar og sögulegar stað­ reyndir gegn hálærðum útreikningum og of­ ur flóknum tölvulíkönum hinna ábúðarmestu og lærðustu „vísindamanna“ . Það er út af fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.