Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 15
Þjóðmál vetur 2009 13
minnir á hernaðarlega gildið á tímum kalda
stríðsins .
VII .
Í upphafi þessa árs mótaði Bandaríkja stjórn nýja stefnu í málefnum norður skauts ins,
sem ekki verður framkvæmd, án þess að að
staða sé til þess á NorðurAtlantshafi . Þá
hefur bandaríska strandgæslan áhuga á að
tryggja öryggi siglinga á hafsvæðunum um
hverfis Íslands bæði vegna flutnings á gasi og
olíu til Bandaríkjanna og fjölgunar skemmti
ferðaskipa á þessum slóðum .
Unnið er að því að stórefla Landhelgis
gæslu Íslands til að takast á við ný verkefni .
Skynsamlegt er samhliða því að þróa náið
samstarf við nágrannaríki á þessu sviði, þar á
meðal Bandaríkin .
Þegar litið er til orkunýtingar og stór
fjárfestinga á því sviði, eru fyrirtæki í Banda
ríkjunum og Kanada í fararbroddi en evrópsk
fyrirtæki halda að sér höndum .
Innan bandaríska stjórnkerfisins var víðtæk
þekking á Íslandi og því, sem hér var að
gerast, á meðan Bandaríkjastjórn hélt hér
úti mörg þúsund hermönnum og dýrum
há tæknibúnaði . Þótt varnarsamningur ríkj
anna sé enn í gildi, hafa samskiptin tekið
stakkaskiptum .
Bandaríkjastjórn er nú í sömu sporum og
hin kínverska . Hún er að bíða eftir því, hvort
framvegis verði samband hennar við Ís land
á tvíhliða grundvelli eða með milli göngu
utan ríkisráðuneytis Evrópusambands ins í
Brussel .
Áður en alþingi komst að niðurstöðu sinni
16 . júlí síðastliðinn, hefði átt að ræða til hlítar,
hvort Íslendingar kysu að halda áfram að
rækta sjálfir tengsl sín við Bandaríkin og Kína
eða vildu setjast í aftursætið og hafa embættis
menn Evrópusambandsins við stýrið .
Spurningin snýst um, hvort Íslendingar
hætti að móta eigin utanríkisstefnu og færi
Evrópusambandinu það verkefni .
Bókafélagið Ugla
www.bokafelagidugla.is
Saga einstakrar hugsjónakonu
og friðarverðlaunahafa Nóbels
sem á fáeinum vikum varð
sameiningartákn þjóðar sinnar
andspænis grimmilegri kúgun
allsráðandi herforingjaklíku.
Eftir
ritstjóra Þjóðmála.