Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 90
88 Þjóðmál vetur 2009 eignarréttar? Vér þurfum ekki að afnema þá eign, iðnaðarþróunin hefur afnumið hana og gerir það enn dag hvern . (s . 195) Hér er látið eins og sjálfseignarbændur og smáatvinnurekendur hafi heyrt sögunni til þegar um miðja 19 . öld . En reyndin er sú að smáfyrirtæki í einkaeign voru þá, eins og nú, stór hluti af hagkerfum Vesturlanda . Ekki er nóg með að höfundar Kommúnistaávarpsins láti sem efna hags legur veruleiki sé miklu einfaldari en hann er í raun réttri . Þeir skrifa líka eins og allt mannlífið falli að einföldu líkani af átökum tveggja stétta . Af þessu leiða þeir alls konar firrur . Sú sem frægust er að endemum er líklega að mannkynið myndi ekki lengur þjóðir heldur aðeins stéttir: Kommúnistum er enn brugðið um það, að þeir vilji afnema föðurlandið, þjóðernið . / . . ./ Verkamenn eiga ekkert föðurland . Það, sem þeir ekki eiga, verður ekki af þeim tekið . (s . 202) Loftbornar frelsishugsjónir Á 17 . öld, tveim árhundruðum áður en Komm­ únistaávarpið varð til, urðu þáttaskil í stjórn­ málahugsun Vestur­Evrópu . Það er hægt að lýsa þessum tímamótum á marga vegu en eitt af því sem breyttist var að stjórnmálahugsjónir tóku í mjög auknum mæli að snúast um frelsi . Tveir af áhrifamestu stjórnspekingum aldarinn­ ar, jafnaldrarnir Benedict Spinoza (1632–1677) og John Locke (1632–1704), mæltu báðir fyrir trúfrelsi, frjálsum viðskiptum og persónufrelsi og boðskapur þeirra hafði mikil áhrif á þróun upplýsingarstefnunnar á 18 . öld . Þegar þeir Spinoza og Locke töluðu um frelsi í pólitísku samhengi áttu þeir einkum við frelsisréttindi af því tagi sem stundum eru kölluð borgararéttindi og stundum mannréttindi . Viðleitni þeirra snerist um að tryggja tiltekin réttindi fremur en algert og ótakmarkað frelsi á öllum sviðum . Arftakar þeirra á 18 . og 19 . öld gengu miklu lengra og umræðan um frelsi varð sem tímar liðu æ háfleygari og fjær því að snúast um tiltekin réttindi, eins og prentfrelsi, eða pólitísk úrlausnarefni, eins og sambúð ólíkra trúflokka . Hæst risu þessir loftkastalar í ritum Georgs Hegel (1770–1831) . Svo mótsagnakennt sem það kann að virðast er marxisminn hluti af þeim kór sem hrópaði á algert frelsi öllum til handa . Í lok annars hluta Kommúnistaávarpsins, þar sem höfundar lýsa pólitískri stefnu sinni, víkja þeir að draumalandinu sem þeir sjá fyrir sér eftir að öreigarnir hafa tekið öll völd . Það sem þeir lýsa er fyrst og fremst draumur um einhvers konar frelsi: Í stað hins gamla borgaralega þjóðfélags með stéttum sínum og stéttaandstæðum rís þá upp samfélag manna, þar sem frjáls þróun hvers einstaklings er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildarinnar . (s . 206) Frelsishugsjónir Marx og Engels mótuðust einkum fyrir áhrif frá Hegel . Hann áleit að frelsi hefði ýmsar hliðar en allt væru það hliðar á sama veruleika sem væri hið algera frelsi (Absolute Freiheit) . Þetta algera frelsi áleit hann í senn tilgang ríkisins og lokamarkmið mannkynssögunnar .2 Ein þessara hliða er frelsi viljans – vald manns yfir sínum eigin hugsunum, gildismati og vali og hæfileiki til að stjórna því hvort og hvernig hann lætur undan löngunum sínum . Önnur hlið frelsisins er að fá að fara sínu fram án þess að vera beittur þvingunum eða ofbeldi af öðrum, að hafa svigrúm og geta hagað athöfnum sínum að vild, valið sér atvinnu, búsetu, trúfélag og fleira . Þessa gerð frelsis kallaði Hegel ýmist borgaralegt frelsi eða persónufrelsi . Í munni flestra merkir orðið frelsi líklega ýmist frelsi viljans eða persónufrelsi . En Hegel taldi þetta aðeins tvær hliðar á einhverju stærra og meira, nefnilega hinu algera frelsi sem felur í sér að menn hafi fullkomna og sameiginlega stjórn á eigin lífi . Þetta er sú hugsjón sem Sverrir Kristjánsson orðaði betur en flestir aðrir þegar hann sagði um óskaland sitt: Þetta þjóðfélag gnæfir ekki lengur yfir mönnum eins og annarlegt afl, sem ekki er af mannsins heimi . Þetta þjóðfélag er þeirra verk, og þeir vita það . Hver óbreyttur verkamaður í ríki sósíalismans getur sagt með meira rétti en sólarkonungur Versala sagði um ríki sitt: Sósíalisminn – það er ég! (s . 149–150) 2 Ítarlegri greinargerð fyrir stjórnmálaheimspeki Hegels má finna á s . 206–241 í Atli Harðarson, Vafamál, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.