Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 17

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 17
 Þjóðmál vetur 2009 15 Ögmundur hafði and styggð á sleikju hætti Samfylk ing­ ar inn ar gagnvart útrásar auð mönn­ um . Sígild vinstri pólitík er barátta fyrir bættum kjörum og auknum rétti ndum þeirra sem lakast standa . Stjórn málamenn sem kenna sig við félags hyggju og réttindabaráttu launa fólks eru með fyrirvara á auð­ mönn um enda hags munir ólíkir . Samfylkingin taldi sig sækja her­ fræði sína til Tony Blair formanns breska Verkamannaflokksins sem dró úr róttækni flokksins, t .d . með því að afnema sannheilagan texta harðasta kjarna flokksins um þjóð­ nýt ingu . Blair færði flokkinn nær bresku milli stéttinni og vingaðist við efnamenn . Á Íslandi eru aðstæður nokkuð aðrar og Sam­ fylkingin var ekki með róttæka stefnu frá gamalli tíð sem þurfti að endur nýja . Viðhlæjendur sem Samfylkingin valdi sér úr röðum auðmanna voru menn eins og Jón Ólafsson í Skífunni og Jón Ásgeir Jóhannesson sem einatt er kenndur við Baug . Báðir Jónarnir, og raunar Sigurður Kaupþingsstjóri líka, höfðu með einum eða öðrum hætti fundið fyrir vanþóknun Davíðs Oddssonar forsætisráðherra . Davíð Oddsson var þó ekki máttugri en svo að allri þrír ofantöldu stunduðu sín viðskipti og urðu efnamenn á valdaárum Davíðs . Tveir þeirra, Jón Ásgeir og Sigurður, urðu moldríkir á vakt Davíðs í stjórnarráðinu . Ef völd Davíðs hefðu verið jafn ógurleg og af var látið er tæplega hægt að segja að hann hafi beitt þeim af krafti . Davíð var ekki í sterkari stöðu en svo að þegar hann árið 1995 vildi skipta út mennta­ málaráðherra, Ólafi G . Einarssyni fyrir Björn Bjarnason, var það ekki fyrr en eftir jamm og japl að Ólafur G . féllst á að taka að sér forsetastörf á Alþingi . Það þurfti að smyrja þykkt oná embættið með einkabílstjóra og þess háttar til að fyrrverandi sveitarstjórnar­ mað ur úr Garðabæ léti segjast . Björn var ná­ inn sam verka maður Davíðs og í flestum rík­ jum sem við berum okkur saman við hefði verið talið sjálfsagt að formaður ríkisstjórnar­ flokks hlutaðist til um ráðherraembætti . Ekki hér á Íslandi . Hér eru skorður við völdum flokks formanna . Þingmenn eru með umboð frá kjósendum og geta sem slíkir staðið uppi í hárinu á oddvitum flokka . Þegar boðvald Davíðs er ekki meira en svo í eigin flokki er tæplega hægt að gera ráð fyrir að hann geti setið yfir hvers manns hlut . Nema, auðvitað, fjölmiðlaveldi og stjórnmálaflokkur sam ein ist um að framreiða tilbúinn veruleika .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.