Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 42
40 Þjóðmál vetur 2009
loftslag á norðurslóðum sem fyrr sagði miklu
heitara en ofstækisfyllstu reiknimeistarar og
spámenn heimsendafræðinga nútímans gera
ráð fyrir í „svörtustu“ tölvuspám sínum .
Ísbirnir lifðu þó góðu lífi örlítið norðar en
nú . Meginjöklar á Suðurskautslandinu og
Grænlandi bráðnuðu ekki, þótt eitthvað
kvarnaðist úr þeim, einkum Grænlandi, og
meðalyfirborð sjávar, að frátöldu landrisi
(sem var gríðarlegt á norðurslóðum þegar
jökulfarginu létti) og landsigi, var litlu hærra
en nú . Allt þetta dæmi um yfirborð sjávar
er raunar afar flókið, því landrisið sem síðar
hefur orðið á norðurslóðum er geysimikið,
ekki síst hér á Íslandi . Annars staðar, svo
sem við Norðursjó, hefur orðið landsig . Við
Miðjarðarhafið og sunnar, þar sem áhrifa frá
jökulfarginu gætti ekki var yfirborð sjávar
þó sáralítið hærra en nú . Um þetta eins og
annað er best að nota raunverulegar sögulegar
staðreyndir en gleyma tölvulíkönum . Vatna
jök ull og aðrir nýmyndaðir smájöklar á
norður og suðurhveli og það sem kvarnast úr
Græn landi dugir aðeins til fáeinna sentimetra
eða í mesta lagi örfárra tuga sentimetra hækk
unar sjávarborðs þótt allra „svörtustu“ tölvu
spár rættust og jörðin hyrfi til bórealska tím
ans og yrði aftur sem aldingarður . Ekkert
bend ir þó til að svo fari .
Á bóreölskum tíma var Ísland nánast paradís
á jörðu í samanburði við það sem nú er,
enginn Vatnajökull, aðeins fáeinir snjóskaflar
á hæstu tindum og landið allt grænt og gróðri
vafið . Hveitirækt hefði trúlega mátt stunda
á Sprengisandi, jafnvel á Hveravöllum . Allt
lífríkið tók við sér . Gífurleg landflæmi víða
um heim, sem höfðu verið lítt byggileg vegna
kulda eða þurrka, urðu nú aftur lífvænleg
mönnum, dýrum og jurtum . Uppgufun úr
höfunum jókst, og hið hlýja loft gat tekið til
sín meiri raka en áður . Saharaeyðimörkin
varð grasi gróin og þéttbyggð mönnum og
skepnum . Síðan kólnaði hægt og þornaði, svo
byggðin færðist til strandar og í Nílardalinn .
Þessi þróun tók langan tíma . Sinaiskaginn
hefur þannig örugglega verið miklu grónari
en nú þegar Móses var þar á ferð með fólk
sitt í 40 ár fyrir um 3 .500 árum, því um
sama leyti sýna fornleifar að krókódílar og
flóðhestar voru þá enn í nú löngu horfnum
fljótum í Ahaggar og Tibestifjöllum langt
inni í Sahara . Þessi kólnun og þornun náði
hámarki um aldamótin 1900, en þá voru
jöklar á Íslandi og annars staðar meiri en
nokkru sinni frá því á jökulskeiði („ísöld“
sem fáfróðir kalla svo) . Jafnframt því að
Vatnajökull og aðrir smájöklar á norður og
suðurhveli hafa verið að myndast og skríða
fram hafa eyðimerkur hvarvetna verið að
stækka, uppgufun minnkar úr höfunum,
og kalt loftið inniheldur minni raka en fyrr .
Enn á tímum Rómverja voru borgir reistar í
blómlegum landbúnaðarhéruðum Norður
Afríku, þar sem nú eru sandöldur einar . Þar
sem áður voru kornakrar Mesópótamíu, eru
nú eyðimerkur Íraks . Í SádíArabíu, Íran og
í Góbí og Taklamakaneyðimörkum Vestur
Kína hafa fundist fjölmargar, nú nafnlausar
og yfirgefnar borgir og þorp grafin í sand
inn, því með lækkandi hitastigi minnkar úr
kom an og eyðimerkur skrælna . Þegar síðasta
„litla ísöld“ hófst fyrir alvöru um 1300 gróf
ust þorp Anasaziindíána í suðvesturríkjum
Banda ríkjanna í sand og fóru í eyði .
Þessar staðreyndir og margar aðrar voru mér og jafnöldrum mínum kenndar fyrir
löngu og ég hef vitað um þetta síðan ég var
barn og unglingur . Ég hélt því í einfeldni
minni að aðrir vissu þetta líka . Svo virðist
ekki vera . Bókstaflega allir aðrir en ég virðast
vera búnir að gleyma því sem þeir þó hljóta
að hafa lært eins og ég, nefnilega að loftslag
á jörðinni hefur verið að kólna og þorna í
sveiflum og rykkjum í sex–sjö þúsund ár .
End urhlýnun væri öllum til góðs, mönnum,
dýrum og jurtum .
Ég er hins vegar þannig gerður að ég trúi
betur beinhörðum sögulegum staðreyndum
en útreikningum tölvulíkanasmiða . Ef ein