Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 42

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 42
40 Þjóðmál vetur 2009 loftslag á norðurslóðum sem fyrr sagði miklu heitara en ofstækisfyllstu reiknimeistarar og spámenn heimsendafræðinga nútímans gera ráð fyrir í „svörtustu“ tölvuspám sínum . Ísbirnir lifðu þó góðu lífi örlítið norðar en nú . Meginjöklar á Suðurskautslandinu og Grænlandi bráðnuðu ekki, þótt eitthvað kvarnaðist úr þeim, einkum Grænlandi, og meðalyfirborð sjávar, að frátöldu landrisi (sem var gríðarlegt á norðurslóðum þegar jökulfarginu létti) og landsigi, var litlu hærra en nú . Allt þetta dæmi um yfirborð sjávar er raunar afar flókið, því landrisið sem síðar hefur orðið á norðurslóðum er geysimikið, ekki síst hér á Íslandi . Annars staðar, svo sem við Norðursjó, hefur orðið landsig . Við Miðjarðarhafið og sunnar, þar sem áhrifa frá jökulfarginu gætti ekki var yfirborð sjávar þó sáralítið hærra en nú . Um þetta eins og annað er best að nota raunverulegar sögulegar staðreyndir en gleyma tölvulíkönum . Vatna­ jök ull og aðrir nýmyndaðir smájöklar á norður­ og suðurhveli og það sem kvarnast úr Græn landi dugir aðeins til fáeinna sentimetra eða í mesta lagi örfárra tuga sentimetra hækk­ unar sjávarborðs þótt allra „svörtustu“ tölvu­ spár rættust og jörðin hyrfi til bórealska tím­ ans og yrði aftur sem aldingarður . Ekkert bend ir þó til að svo fari . Á bóreölskum tíma var Ísland nánast paradís á jörðu í samanburði við það sem nú er, enginn Vatnajökull, aðeins fáeinir snjóskaflar á hæstu tindum og landið allt grænt og gróðri vafið . Hveitirækt hefði trúlega mátt stunda á Sprengisandi, jafnvel á Hveravöllum . Allt lífríkið tók við sér . Gífurleg landflæmi víða um heim, sem höfðu verið lítt byggileg vegna kulda eða þurrka, urðu nú aftur lífvænleg mönnum, dýrum og jurtum . Uppgufun úr höfunum jókst, og hið hlýja loft gat tekið til sín meiri raka en áður . Sahara­eyðimörkin varð grasi gróin og þéttbyggð mönnum og skepnum . Síðan kólnaði hægt og þornaði, svo byggðin færðist til strandar og í Nílardalinn . Þessi þróun tók langan tíma . Sinai­skaginn hefur þannig örugglega verið miklu grónari en nú þegar Móses var þar á ferð með fólk sitt í 40 ár fyrir um 3 .500 árum, því um sama leyti sýna fornleifar að krókódílar og flóðhestar voru þá enn í nú löngu horfnum fljótum í Ahaggar og Tibesti­fjöllum langt inni í Sahara . Þessi kólnun og þornun náði hámarki um aldamótin 1900, en þá voru jöklar á Íslandi og annars staðar meiri en nokkru sinni frá því á jökulskeiði („ísöld“ sem fáfróðir kalla svo) . Jafnframt því að Vatnajökull og aðrir smájöklar á norður­ og suðurhveli hafa verið að myndast og skríða fram hafa eyðimerkur hvarvetna verið að stækka, uppgufun minnkar úr höfunum, og kalt loftið inniheldur minni raka en fyrr . Enn á tímum Rómverja voru borgir reistar í blómlegum landbúnaðarhéruðum Norður­ Afríku, þar sem nú eru sandöldur einar . Þar sem áður voru kornakrar Mesópótamíu, eru nú eyðimerkur Íraks . Í Sádí­Arabíu, Íran og í Góbí og Taklamakan­eyðimörkum Vestur­ Kína hafa fundist fjölmargar, nú nafnlausar og yfirgefnar borgir og þorp grafin í sand­ inn, því með lækkandi hitastigi minnkar úr­ kom an og eyðimerkur skrælna . Þegar síðasta „litla ísöld“ hófst fyrir alvöru um 1300 gróf­ ust þorp Anasazi­indíána í suðvesturríkjum Banda ríkjanna í sand og fóru í eyði . Þessar staðreyndir og margar aðrar voru mér og jafnöldrum mínum kenndar fyrir löngu og ég hef vitað um þetta síðan ég var barn og unglingur . Ég hélt því í einfeldni minni að aðrir vissu þetta líka . Svo virðist ekki vera . Bókstaflega allir aðrir en ég virðast vera búnir að gleyma því sem þeir þó hljóta að hafa lært eins og ég, nefnilega að loftslag á jörðinni hefur verið að kólna og þorna í sveiflum og rykkjum í sex–sjö þúsund ár . End urhlýnun væri öllum til góðs, mönnum, dýrum og jurtum . Ég er hins vegar þannig gerður að ég trúi betur beinhörðum sögulegum staðreyndum en útreikningum tölvulíkanasmiða . Ef ein­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.