Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 55

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 55
 Þjóðmál vetur 2009 53 er mergurinn málsins sem íslensk stjórn­ völd hafa ekki skilið . Það gera hins vegar and stæðingar okkar enda eru það þeir sem krefjast leyndar . Og við hlýðum! Ég leyfi mér að fullyrða að almenningur á Norðurlöndum hefði aldrei liðið ríkisstjórnum sínum að koma fram gagnvart Íslandi eins og þær hafa gert – sem handbendi lánardrottna okkar og Al þjóðagjaldeyrissjóðsins – ef framkomu þeirra hefðu verið gerð skil í fjölmiðlum . Samantekin ráð gegn Íslandi Íbók Styrmis koma fram upplýsingar sem sýna svart á hvítu fram á hve samansúrrað­ ur umheimurinn hefur verið gegn Íslandi og á hvern hátt einstök ríki beittu sér . Þar hefur AGS gegnt hlutverki lögregluþjónsins sem fyrst þurfti að góma sökudólginn sem og hann gerði . „I got them,“ segir Styrmir að hann hafi heimildir um að fulltrúi AGS hafi sagt eftir fund með Geir H . Haarde þar sem Íslendingar féllust á að hlíta ráðgjöf sjóðsins (bls 71) . Fróðlegt þótti mér að lesa um það hvernig það gekk fyrir sig að þröngva Íslendingum undir AGS, hvern þátt lánardrottnar okkar áttu í því, hver aðkoma Bandaríkjastjórnar var (bls . 55 og 102) og hvernig Timothy Geitner, núverandi fjármálaráðherra Banda­ ríkj anna, þáverandi stjórnarmaður í banda­ ríska seðlabankanum, hefði sagt að með að­ komu AGS væri Íslendingum boðið upp á dauða kossinn, „kiss of death“ (bls . 51) . Um hlut Norðurlandanna hefur mér lengi verið kunnugt og oft furðað mig á tvískinnungi þeirra gagnvart okkur . Þá er umhugsunarefni hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn söðlar um í afstöðunni til Íslands, áður stórhrifinn af öllu því sem tengdist Íslandi – „öfundsverðar framtíðarhorfur“ (bls . 50) hét það meðan allt lék í lyndi, þar til nú, að okkur er gert að lúta í duftið . Sannast sagna kom mér á óvart að heyra að jafnvel Svíar hafi barið einka­ væðingarbumbuna gagnvart Íslandi (sbr . kröfu sænska seðlabankastjórans um mark­ aðs væðingu Íbúðalánasjóðs sem skilyrði fyrir sænsku láni í maí 2008 (bls . 37) . Hitt kemur mér síður á óvart, en gott að fá hand fasta staðfestingu á, hve mjög íslenski fjár ­ málageirinn hvatti til frekari stóriðju í land ­ inu . Með Bakka og Helguvík myndu „doll arar streyma inn í landið“, sögðu þeir Hall dór J . Kristjánsson og Sigurjón Þ . Árna son banka­ stjór ar Landsbankans vorið 2008 (bls . 27) . Mál efnaleg rök? Jú, ef það er málefnalegt að leysa lausafjárvanda banka með þessum hætti . Hvers vegna – vegna þess Í upphafi bókarinnar segir Styrmir að hún fjalli um „ástæður fyrir hruninu, inn­ byggða veikleika samfélags okkar og hugsan­ lega leið út úr þeim ógöngum, sem þjóðin hefur ratað í“ . Síðar gerir hann tilraun til að greina orsakir bankahrunsins sem hann telur liggja „í atburðum á alþjóðavettvangi, sem við Íslendingar höfðum engin áhrif á, í ákvörðunum, sem teknar voru í íslenzku við skipta lífi innan og utan bankanna, í að­ gerða leysi stjórnvalda og eftirlitsstofnana, sof anda hætti stjórnmálamanna og fjölmiðla og djúpstæðum meinsemdum, sem eru inn­ byggðar í þjóðfélagsgerð okkar . Þegar áhrif og afleiðingar þessarar margháttuðu atburðarás­ ar heima og erlendis og aldagamlir veikleikar samfélagsins komu saman í einn punkt á haustmánuðum 2008 varð hrun .“ Í lok bókarinnar gerir Styrmir athygli sverða tilraun til að rekja tengsl kvótakerfis ins, einka væðingarinnar og sérkenna á ís lensku sam félagi sem vikið er að áður . Styrmir Gunnarsson hvetur til róttæks upp­ skurðar í stjórnmálum og víkur að ýmsum grundvallaratriðum sem er fróðlegt að heyra frá yfirlýstum og staðföstum hægri manni eins og honum . Hann vill standa vörð um auðl indir þjóðarinnar – orkuauðlindirnar þar með taldar . Í andheitri málafylgju sinni stendur Styrmir hér engum sósíalista að baki! Hann vill gera þjóðfélagið opnara og lýð­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.