Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 97
Þjóðmál vetur 2009 95
Spartathlon 2008 . Erindi þeirra feðga í miðborg
Reykjavíkur var ekki að hlaupa sjálfir heldur
ætluðu þeir að fylgjast með Sveini, eldri syni
Gunnlaugs, og Sigrúnu, eiginkonu hans, taka
þátt í skokkinu .
Skemmtiskokkið þennan dag kveikti hlaupa
neista í hinum tæplega 42 ára rúmlega 90
kg . þunga Gunnlaugi . Hann varð síðar að
orkubálinu, sem lýst er í bókinni .
Miðað við hve fáir í heiminum
hafa lagt á sig hin erfiðu hlaup,
sem Gunnlaugur lýsir, höfum
við með honum eignast íslenskan
heimsafreksmann á þessu sviði .
Að Gunnlaugur væri í einhverjum
sérflokki sá ég á bloggsíðu hans,
þegar hann lýsti 100 km hlaupi
sínu á Borgundarhólmi . Bókin
sýnir, að Borgundarhólmshlaupin
eru þó barnaleikur miðað við hin
stór hlaupin tvö, það er Western
States Endurance Run í Bandaríkjunum og
Spartathlon í Grikklandi . Gunlaugur lýsir því,
hvernig hann stig af stigi öðlast þrek til að takast
á við þessar raunir . Hann vísar þannig fleirum
veginn til að ná háleitu marki í hlaupum og
raunar á hvaða sviði sem er .
Í lok fyrsta Borgundarhólmshlaups síns á
10 og hálfri klst árið 2003 hittir Gunnlaugur
Bandaríkjamann, sem segir honum frá um 24
tíma hlaupi í Bandaríkjunum, Western States,
sem hann hafi örugglega þrótt til að hlaupa .
Gunnlaugur segir hlaupið í Bandaríkjunum
elsta 100 mílna (160 km) hlaup í veröldinni og
hið virtasta . Hlaupið er frá Squaw Valley í Sierra
Nevada fjöllunum í Kaliforníu til Auburn .
Þarna er farið yfir fjöll og firnindi í snjó í hæstu
hæðum, 2 .900 metrum, og miklum hita í dýpstu
gjám og giljum, hlaupið er dagfari og náttfari .
Fram til ársins 1974 reyndu menn þol hesta
sinna í keppni á þessum fjallaleiðum en það ár
brást þrek eins hestanna og ákvað þá eigandinn
að hlaupa leiðina sjálfur, sem hann gerði á 23 klst .
og 42 mínútum . Um hlaupið segir í bókinni:
„Tímaritið Outside kallaði Western States eitt
sinn „erfiðasta ofurhlaup í heimi“ . Til að ljúka
því verður andlegur styrkur hlauparans að vera
ófrjúfanlegur . Hann verður að pakka ótta og
efa saman og skilja pakkann eftir í rásmarkinu .
Brjóta verður allar hefðir og venjur sem áður
voru á meðan líkaminn er keyrður áfram í átt
að endamarkinu . Til að ljúka Western States
hlaupinu er sagt að hlauparar verða að umbreyta
sjálfum sér í vélmenni .“
Þeir, sem ljúka hlaupinu á innan við 30
klukkustundum, eru taldir hafa staðist áraun
ina . 400 manns fá rétt til þátttöku árlega .
Gunn laugur lét skrá sig fyrir árslok
2004 og í lok júní 2005 tók hann
þátt í hlaupinu . Lauk hann því á 26
klst . 14 mín . og 14 sek . Varð hann
149 af þeim 318, sem luku hlaupinu,
en 410 hófu það . Hann varð fyrstur
fjögurra Norðurlandabúa og í sjötta
sæti af 30 erlendum hlaupurum .
Um áramótin 2006/2007 ákvað
Gunnlaugur að taka þátt í Spartathlon
2007 . Hann segir í bókinni:
„Spartathlon hlaupið er lengsta og
virtasta ofurhlaup í heiminum . Það
er hlaupið á milli Aþenu og Spörtu í Grikklandi .
Hlaupið er í flokki með Western States í Sierra
Nevada fjöllunum í Kaliforníu og Badwater
í Dauðadalnum . Það er draumur flestra
ofurhlaupara að takast á við þessi hlaup og ljúka
þeim… Það ég best vissi voru það einungis 15
hlauparar í heiminum sem höfðu lokið bæði
Western States og Spartathlon . Ég ætlaði mér að
verða sá 16 . Hvort það tækist kæmi í ljós .“
Uppruna hlaupsins má rekja aftur til ársins
490 f . Kr . þegar orrusta Aþeninga við Persa
um Maraþon var háð . Sendiboði var sendur frá
Aþenu til Spörtu eftir liðsauka og var hermt, að
hann hefði verið um einn og hálfan sólarhring
að komast milli borganna .
Árið 1982 vildu breskir háskólastúdentar
sann reyna, hvort þetta gæti verið rétt . Hlupu þrír
þeirra alla leið frá Aþenu að styttu Leonídasar
í Spörtu, hinn fyrsti var 36 klst . á ferð, næsti
hálfri stund lengur og hinn þriðji 40 klst . Árið
1983 var fyrsta formlega Spartathlonhlaupið
skipulagt og þá hlupu 45 og náði þriðjungur í
mark undir 36 klst .
Haustið 2007 voru 380 skráðir í hlaupið og
höfðu aldrei verið fleiri . Reynslan sýndi, að um
40% að meðaltali komust á leiðarenda innan 36
klst . Gunnlaugur náði ekki alla leið árið 2007
en reyndi aftur árið 2008 og lauk þá hlaupinu