Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 97

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 97
 Þjóðmál vetur 2009 95 Spartathlon 2008 . Erindi þeirra feðga í miðborg Reykjavíkur var ekki að hlaupa sjálfir heldur ætluðu þeir að fylgjast með Sveini, eldri syni Gunnlaugs, og Sigrúnu, eiginkonu hans, taka þátt í skokkinu . Skemmtiskokkið þennan dag kveikti hlaupa­ neista í hinum tæplega 42 ára rúmlega 90 kg . þunga Gunnlaugi . Hann varð síðar að orkubálinu, sem lýst er í bókinni . Miðað við hve fáir í heiminum hafa lagt á sig hin erfiðu hlaup, sem Gunnlaugur lýsir, höfum við með honum eignast íslenskan heimsafreksmann á þessu sviði . Að Gunnlaugur væri í einhverjum sérflokki sá ég á bloggsíðu hans, þegar hann lýsti 100 km hlaupi sínu á Borgundarhólmi . Bókin sýnir, að Borgundarhólmshlaupin eru þó barnaleikur miðað við hin stór hlaupin tvö, það er Western States Endurance Run í Bandaríkjunum og Spartathlon í Grikklandi . Gunlaugur lýsir því, hvernig hann stig af stigi öðlast þrek til að takast á við þessar raunir . Hann vísar þannig fleirum veginn til að ná háleitu marki í hlaupum og raunar á hvaða sviði sem er . Í lok fyrsta Borgundarhólmshlaups síns á 10 og hálfri klst árið 2003 hittir Gunnlaugur Bandaríkjamann, sem segir honum frá um 24 tíma hlaupi í Bandaríkjunum, Western States, sem hann hafi örugglega þrótt til að hlaupa . Gunnlaugur segir hlaupið í Bandaríkjunum elsta 100 mílna (160 km) hlaup í veröldinni og hið virtasta . Hlaupið er frá Squaw Valley í Sierra Nevada fjöllunum í Kaliforníu til Auburn . Þarna er farið yfir fjöll og firnindi í snjó í hæstu hæðum, 2 .900 metrum, og miklum hita í dýpstu gjám og giljum, hlaupið er dagfari og náttfari . Fram til ársins 1974 reyndu menn þol hesta sinna í keppni á þessum fjallaleiðum en það ár brást þrek eins hestanna og ákvað þá eigandinn að hlaupa leiðina sjálfur, sem hann gerði á 23 klst . og 42 mínútum . Um hlaupið segir í bókinni: „Tímaritið Outside kallaði Western States eitt sinn „erfiðasta ofurhlaup í heimi“ . Til að ljúka því verður andlegur styrkur hlauparans að vera ófrjúfanlegur . Hann verður að pakka ótta og efa saman og skilja pakkann eftir í rásmarkinu . Brjóta verður allar hefðir og venjur sem áður voru á meðan líkaminn er keyrður áfram í átt að endamarkinu . Til að ljúka Western States hlaupinu er sagt að hlauparar verða að umbreyta sjálfum sér í vélmenni .“ Þeir, sem ljúka hlaupinu á innan við 30 klukkustundum, eru taldir hafa staðist áraun­ ina . 400 manns fá rétt til þátttöku árlega . Gunn laugur lét skrá sig fyrir árslok 2004 og í lok júní 2005 tók hann þátt í hlaupinu . Lauk hann því á 26 klst . 14 mín . og 14 sek . Varð hann 149 af þeim 318, sem luku hlaupinu, en 410 hófu það . Hann varð fyrstur fjögurra Norðurlandabúa og í sjötta sæti af 30 erlendum hlaupurum . Um áramótin 2006/2007 ákvað Gunnlaugur að taka þátt í Spartathlon 2007 . Hann segir í bókinni: „Spartathlon hlaupið er lengsta og virtasta ofurhlaup í heiminum . Það er hlaupið á milli Aþenu og Spörtu í Grikklandi . Hlaupið er í flokki með Western States í Sierra Nevada fjöllunum í Kaliforníu og Badwater í Dauðadalnum . Það er draumur flestra ofurhlaupara að takast á við þessi hlaup og ljúka þeim… Það ég best vissi voru það einungis 15 hlauparar í heiminum sem höfðu lokið bæði Western States og Spartathlon . Ég ætlaði mér að verða sá 16 . Hvort það tækist kæmi í ljós .“ Uppruna hlaupsins má rekja aftur til ársins 490 f . Kr . þegar orrusta Aþeninga við Persa um Maraþon var háð . Sendiboði var sendur frá Aþenu til Spörtu eftir liðsauka og var hermt, að hann hefði verið um einn og hálfan sólarhring að komast milli borganna . Árið 1982 vildu breskir háskólastúdentar sann reyna, hvort þetta gæti verið rétt . Hlupu þrír þeirra alla leið frá Aþenu að styttu Leonídasar í Spörtu, hinn fyrsti var 36 klst . á ferð, næsti hálfri stund lengur og hinn þriðji 40 klst . Árið 1983 var fyrsta formlega Spartathlon­hlaupið skipulagt og þá hlupu 45 og náði þriðjungur í mark undir 36 klst . Haustið 2007 voru 380 skráðir í hlaupið og höfðu aldrei verið fleiri . Reynslan sýndi, að um 40% að meðaltali komust á leiðarenda innan 36 klst . Gunnlaugur náði ekki alla leið árið 2007 en reyndi aftur árið 2008 og lauk þá hlaupinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.