Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 27

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 27
 Þjóðmál vetur 2009 25 Christina Sunley fæddist í New York . Hún ólst upp við sögur af íslenskum ætt mennum sínum, en afar hennar og ömmur í móðurætt voru íslensk . Christina hefur varið mörgum árum til að kynna sér sögu Íslands . Hún hefur komið nokkrum sinnum til landsins og meðal annars dvalið í rithöfundaíbúðinni á Skriðuklaustri, sem er ekki langt frá æsku stöðvum afa hennar . Hún býr nú á vesturströnd Bandaríkjanna, nálægt San Francisco . Christina Sunley var eitt sinn spurð að því hvað hefði orðið til þess að hún skrifaði Freyjuginningu . Hún svaraði: „Stutta svarið er að alla ævi hefur ásótt mig mynd af ungum dreng sem vaknar einn morgun við svo svartan himin að hann sér ekki handa sinna skil . Drengurinn var afi minn og morgunninn var í apríl 1875 . Eldfjallið Askja hafði farið að gjósa á afskekktu landsvæði á Norðaustur­Íslandi og þeytti öskju svo ofsalega að ekki sást til sólar dögum saman . Öskufallið þakti stórt landsvæði, drap bú­ fénað og gerði tún að gróðurlausum auðnum . Það gerði útslagið fyrir örsnautt fólk sem átti sér vart viðreisnar von undir nýlendukúgun . Ári síðar hélt afi minn og fjölskylda hans, ásamt þúsundum annarra, af landi brott í von um betra líf í Kanada þar sem hann settist að í „Nýja Íslandi“ – nýbyggðinni við strendur Winnipeg­vatns .“ Sögumaður Freyjug inn­ing ar, Freya, dvelur í æsku sinni á sumrum í Gimli, íslensku fiskiþorpi í Kanada, og einnig á Íslandi . Christina Sunley hefur verið spurð að því hvort þessir hlutar bókarinnar séu byggðir á hennar eigin reynslu . Hún svaraði: „Ég hafði reyndar aldrei komið til Gimli eða Íslands áður en ég fór að leggja drög að þessari bók . Og ég átti ekki sjálf í uppvexti mínum ættingja eins og Freya – engar frænkur eða frændur, afa eða ömmur . Í Freyjuginningu bjó ég til stórfjölskylduna sem ég átti ekki sjálf og lifði síðan með henni árum saman í huga mínum . Bókin er því ekki beint sjálfsævisöguleg . En óbeint er hún það . Þegar ég var ung á Long Island var mamma einlægt að segja mér frá „fólkinu okkar“ og æsku sinni í Winnipeg . Í þeim skilningi er bókin í nánum tengslum við fjölskyldusögu mína og það hver ég sjálf er .“ Christina Sunley – höfundur Freyjuginningar Ljósm: Lisa Keating
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.