Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 27
Þjóðmál vetur 2009 25
Christina Sunley fæddist í New York . Hún ólst upp við sögur af íslenskum
ætt mennum sínum, en afar
hennar og ömmur í móðurætt
voru íslensk .
Christina hefur varið
mörgum árum til að kynna
sér sögu Íslands . Hún hefur
komið nokkrum sinnum til
landsins og meðal annars
dvalið í rithöfundaíbúðinni
á Skriðuklaustri, sem er ekki
langt frá æsku stöðvum afa
hennar .
Hún býr nú á vesturströnd
Bandaríkjanna, nálægt San
Francisco .
Christina Sunley var eitt sinn spurð að því
hvað hefði orðið til þess að hún skrifaði
Freyjuginningu . Hún svaraði:
„Stutta svarið er að alla ævi hefur ásótt
mig mynd af ungum dreng sem vaknar einn
morgun við svo svartan himin að hann sér ekki
handa sinna skil . Drengurinn var afi minn og
morgunninn var í apríl 1875 . Eldfjallið Askja
hafði farið að gjósa á afskekktu landsvæði
á NorðausturÍslandi og þeytti öskju svo
ofsalega að ekki sást til sólar dögum saman .
Öskufallið þakti stórt landsvæði, drap bú
fénað og gerði tún að gróðurlausum auðnum .
Það gerði útslagið fyrir örsnautt fólk sem átti
sér vart viðreisnar von undir nýlendukúgun .
Ári síðar hélt afi minn og fjölskylda hans,
ásamt þúsundum annarra,
af landi brott í von um betra
líf í Kanada þar sem hann
settist að í „Nýja Íslandi“ –
nýbyggðinni við strendur
Winnipegvatns .“
Sögumaður Freyjug inning ar, Freya, dvelur
í æsku sinni á sumrum í
Gimli, íslensku fiskiþorpi í
Kanada, og einnig á Íslandi .
Christina Sunley hefur
verið spurð að því hvort
þessir hlutar bókarinnar
séu byggðir á hennar eigin
reynslu . Hún svaraði:
„Ég hafði reyndar aldrei
komið til Gimli eða Íslands áður en ég fór
að leggja drög að þessari bók . Og ég átti ekki
sjálf í uppvexti mínum ættingja eins og Freya
– engar frænkur eða frændur, afa eða ömmur .
Í Freyjuginningu bjó ég til stórfjölskylduna
sem ég átti ekki sjálf og lifði síðan með henni
árum saman í huga mínum . Bókin er því ekki
beint sjálfsævisöguleg . En óbeint er hún það .
Þegar ég var ung á Long Island var mamma
einlægt að segja mér frá „fólkinu okkar“ og
æsku sinni í Winnipeg . Í þeim skilningi er
bókin í nánum tengslum við fjölskyldusögu
mína og það hver ég sjálf er .“
Christina Sunley –
höfundur Freyjuginningar
Ljósm: Lisa Keating