Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 61
Þjóðmál vetur 2009 59
minnisbókunum er meðal annars að finna
punkta um síðustu bókina hennar, sem aldrei
var gefin út, og punkta sem eru frá því áður
en hún gaf út sína fyrstu sakamálasögu . Þar er
líka að finna sögufléttur sem hún notaði ekki
í bókunum sínum .“
Leyndardómar bókanna
Curran segir að mjög erfitt hafi reynst að ráða í rithönd Agöthu Christie,
þó það hafi reynst auðveldara eftir því sem
hann varði meiri tíma í lesturinn . „Það var
afskaplega erfitt að lesa skriftina . Það kom að
mjög góðum notum að þekkja skáldsögurnar
hennar í smáatriðum .“
„Einnig var áhugavert að sjá að sumar
óvæntustu fléttur hennar voru í upphafi
annars konar hugmyndir,“ segir Curran . Á
meðal þess sem fram kemur í minnisbókum
Agöthu – og nú í bók Currans – er að fröken
Marple átti upphaflega að vera aðalpersónan
í einni kunnustu spennusögunni um Hercule
Poirot, Death on the Nile.1 Þá hafði Agatha
upphaflega í huga að nota allt aðra sögufléttu
en raunin varð í frægri Marple bók, A Murder
is Announced .2
En hvers vegna er Agatha Christie svona
vinsæl, þegar liðin eru tæp níutíu ár frá því að
fyrsta bókin hennar kom út? „Bækurnar eru
svo læsilegar,“ segir Curran . „Afar og ömmur
geta lesið þær og barnabörnin líka; það er ekki
hægt að segja það um marga rithöfunda . Að
því er varðar bækurnar sem sakamálasögur þá
kom Agatha lesandanum aldrei í opna skjöldu
með ósanngjörnum og óvæntum uppákomum
1 Dauðinn á Níl, 2000 .
2 Dásamlegur dauði, 1986 .
Ragnar Jónasson og John Curran á veitingahúsi í Englandi . Bók Currans, Agatha Christie’s Secret Notebooks, vakti
heimsathygli þegar hún kom út á Bretlandi í september 2009 . Ragnar hefur þýtt fjórtán skáldsögur Agöthu
Christie yfir á íslensku, þar á meðal Minningu um morð (Five Little Pigs) sem er nýkomin út hjá Bókafélaginu
Uglu og John Curran telur meðal hennar allra bestu bóka . Fyrsta skáldsaga Ragnars, spennusagan Fölsk nóta,
kom út í október síðastliðnum .