Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 57
Þjóðmál vetur 2009 55
R ómverjar til forna sögðu: „Sin aqua non“ eða án vatns þrífst ekkert . Rómverjar
voru meistarar í að nýta vatnið . Um það bera
vitni miklar áveitur, vatnslagnir og hlaðnir
stallar í fjallshlíðum, sem gjörnýta allt tiltækt
rennandi vatn og döggina . Már arnir á Spáni
voru einnig sérfræðingar í vatns nýtingu,
miklir verkmenn . Í Alhambra höll þeirra í
Granada er vatn notað með meistara legum
hætti til loftkælingar .
Nú horfir fólk í öllum heimsálfum fram á
sívaxandi vandamál vegna vatnsmengunar
og vatnsskorts . Taflan á næstu síðu gefur þó
til kynna, að nóg sé af vatni ef á heildina er
litið . Svo er þó ekki, þegar til lengdar er litið .
Staf ar það af aukinni mengun, vaxandi mann
fjölg un og þróun lifnaðarhátta, sem leiðir til
meiri vatnsnotkunar á íbúa . Taflan ber með
sér, að Ísland er mjög vel í sveit sett miðað
við önnur lönd, og Íslendingar geta aukið
vatnsnotkun sína a .m .k . 50falt án þess að
ganga á birgðirnar .
Í greininni „Vatn – auðlind Íslendinga“, í
Morgunblaðinu 14 . apríl 2009, sagði Andrés
Arn alds, fagmálastjóri Land græðslunnar:
„Íslendingar eru lánsöm þjóð . Miðað við
höfða tölu erum við ein vatnsríkasta þjóð ver
aldar . Ef litið er til annarra landa, er skortur á
vatni til landbúnaðar, neyzlu og annarra nota
hins vegar eitt alvarlegasta vandamálið, sem
þjóðir heims þurfa að takast á við á næstu
áratugum . . . Það stefnir í alvarlegan skort á
vatni, ef ekki verður gripið til viðeigandi ráð
stafana á meðan enn er svigrúm til . Í skýrslu
OECD kom t .d . fram sú dapurlega spá, að
um 2030 muni helmingur mannkyns, 3,9
milljarðar, búa á svæðum með ófullnægjandi
aðgangi að vatni .“
Þetta hlutfall getur hæglega orðið enn
hærra, þegar tekið er tillit til aukinna öfga í
náttúrunni undanfarin ár, sem lýsa sér t .d . í
auknum flóðum og þurrkum og margir kenna
svo nefndum gróðurhúsaáhrifum um .
Landbúnaður notar rúmlega 70% af heild
ar vatnsþörf mannkyns, en hún nemur um
9% af úrkomunni samkvæmt töflunni hér
að framan . Iðnaður notar innan við 20% og
heimilin um 10% af heildarþörfinni . Flestar
þjóðir heims nota innan við fimmtung vatns
aðstreymis, en fimmtungur er talinn vera há
mark sjálfbærrar notkunar mannkyns .
Á vissum fjölmennum svæðum jarðar er svo
tilfinnanlegur vatnsskortur, að öllu lífi staf ar
ógn af . Sumar stórár ná ekki lengur til sjávar,
t .d . Ind us, Rio Grande, Colorado, Murray
Darling og Gulárnar í Kína . Fiskistofnar í
ferskvatni hafa dregizt saman um 30 % síðan
1970 eða um 0,75 % á ári . Vegna súrnunar
ferskvatns og þurrka hefur lífríki í ferskvatni
rýrnað meira en á landi . Helmingur af votlendi
heimsins var skemmdur eða eyðilagður á 20 .
öldinni .
Bjarni Jónsson
Vatnsbúskapur