Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 86
84 Þjóðmál vetur 2009
neinni vissu, en í nýútkominni ævisögu Trotskij
telur breski sagnfræðingurinn Robert Service,
sem skrifað hefur ævisögur þeirra allra, Leníns,
Stalíns og Trotskijs, að það hefði litlu breytt fyrir
fólkið í Sovétríkjunum á millistríðsárunum þótt
æðsti ráðamaðurinn hefði verið annar . Blóðbaðið
hefði ekki orðið minna þótt vitaskuld megi ætla
að a .m .k . sum fórnarlömbin hefðu
orðið önnur . Að hans mati var það
stjórnkerfið, sem olli mestu, ekki
einstaklingarnir .
Kaflarnir um önnur lönd og
álfur eru ekki síður fróðlegir – og
hrikalegir – aflestrar en sá um Sovét
ríkin . Saga kommúnismans í Asíu,
Afríku og Rómönsku Ameríku er
ekki síður blóði drifin en í Evrópu,
og lýsingarnar á Kína og framferði
Maós formanns og lærisveina hans
og skjólstæðinga í öðrum heimsálfum eru
skelfilegar . Sjálfum þótti mér þó forvitnilegast
að lesa um þróun mála í Austur og MiðEvrópu
á árunum eftir síðari heimsstyrjöld, einkum í
Ungverjalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu . Þessi
lönd eru okkur nær en ríki í fjarlægum heimsálfum
og fréttaflutningur frá þeim var jafnan rækilegri
og oft nákvæmari en frá t .d . Kína og Rómönsku
Ameríku, að ekki sé minnst á Afríkuríki,
þar sem maður hafði oft á tilfinningunni að
stjórnmálamenn og herforingjar í valdabaráttu
nefndu hreyfingar sínar eftir evrópskum
hugmyndakerfum til þess að reyna að tryggja
sér fjárhagslegan og hernaðarlegan stuðning .
Virtust þá nafngiftirnar tíðum ráðast af því sem
best hentaði stríðsherrunum hverju sinni .
Þrætubókarmenn deila tíðum um það, hvorir
hafi verið verri eða stórtækari í manndrápum,
kommúnistar eða nasistar . Þessi samanburður er
út í hött og líku máli gegnir um þau rök, sem
oft hafa verið færð fram, að kommúnistar hafi
verið miklu lengur og víðar við völd en nasistar .
Af þeim sökum hafi verið nánast eðlilegt að
þeir yrðu fleirum að fjörtjóni, en nasistar hafi
í raun „afrekað“ meiru á þessu sviði á þeim
tiltölulega skamma tíma, sem þeir stjórnuðu
Þýskalandi og þeim löndum, sem þeir lögðu
undir sig . Þetta er vitaskuld tómt rugl og svona
röksemdafærsla felur í sér viðurkenningu og
jafnvel réttlætingu á ógnarstjórn . Manndráp,
pyntingar, nauðungarvinna, og önnur ógnar
verk, sem kommúnistar og nasistar beittu, geta
aldrei verið réttlætanleg . Vilji menn benda á
dæmi til samanburðar við aðra hvora eða báðar
ógnarstjórnirnar væri nær að líta til friðsamra
lýðræðisríkja á borð við Norðurlönd eða Kanada .
Þar hafa engin ógnarverk verið unnin á vegum
stjórnvalda, a .m .k . ekki svo mér sé
kunnugt, og hefur lýðræðið þó verið
ærið lengi við lýði í þessum löndum .
En hversu mörg voru fórnar
lömb komm únista og komm ún
istastjórna í heiminum á 20 . öld?
Í inngangskafla bókarinnar kemur
fram (bls . 12), að alls hafi hartnær
100 milljónir manna verið drepnar
í löndum kommúnista víða um
heim á tímabilinu frá 1917 og fram
um eða yfir 1990 . Sú tala er að vísu
engan veginn nákvæm og líklega nær lágmarki
en hámarki . Ótrúlega mikill hluti þessa fólks var
félagar í kommúnistaflokkum og var líflátið eða
lést vegna nauðungaraðgerða eftir að flokkur
þess komst til valda . Líkast til hefur ekki verið
hættulegra að ganga í aðra stjórnmálaflokka,
sama hvar í heiminum það var .
Þetta geta þó trauðla talist nýjar upplýsingar,
a .m .k . ekki fyrir þá sem hafa fylgst með því,
sem rætt hefur verið og ritað um sögu 20 . aldar
á undanförnum áratugum . Engu að síður er
talan 100 milljónir ógnarhá og samsvarar því að
nærfellt þriðjungur allra Bandaríkjamanna hafi
fallið fyrir böðulshendi . Í því viðfangi er þó rétt
að taka fram, að hér eru ekki aðeins taldir þeir,
sem voru beinlínis teknir af lífi, heldur einnig
fólk sem lést í fangelsum, vinnubúðum og af
völdum annarra nauðungaraðgerða í löndum,
sem lutu stjórn kommúnistaflokka .
Svartbók kommúnismans er löngu orðið klass
ískt verk í evrópskri söguritun síðustu áratuga .
Af þeim sökum er mikill fengur að útgáfu
bókarinnar á íslensku . Hins ber þó að gæta,
að umfjöllun höfundanna, svo góð og gagnleg
sem hún er, er fráleitt tæmandi og reyndar að
sumu leyti úrelt . Tólf ár eru liðin frá því bókin
kom fyrst út . Á þeim tíma hefur margt gerst
í rannsóknum á sögu kommúnistaríkjanna,
eink um í AusturEvrópu og Kákasuslöndum .
Þær rannsóknir hafa varpað nýju ljósi á margt