Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 56

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 56
54 Þjóðmál vetur 2009 ræðislegra og tek ég heilshugar undir með hon um að leyndin sem hvílt hefur yfir Icesave um fjölluninni og öll meðhöndlun núverandi ríkisstjórnar á því máli er ámælisverð og ekki í nokkru samræmi við vinnubrögð sem eiga að tíðkast í lýðræðisþjóðfélagi . Þegar Styrmir Gunnarsson tekur ofan flokks pólitísku gleraugun er hann bestur, eins góður og hann er slæmur þegar hann hefur þau á nefinu, eða hvernig er hægt að ætlast til að eftirfarandi sé tekið alvarlega?: „Segja má, að kjarninn í þeirri hugmyndafræði, sem Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar byggði á, hafi verið að draga úr flokksræðinu og minnka völd stjórnmálamanna“ (bls .180) . Þetta kann að vera hugsjón í þeim anda sem öll valdakerfi tefla stundum fram . En illa passar þetta við veruleikann . Það þarf talsvert flókna umgjörð utan um þá menn sem í smæð sinni, áfergju, og heimóttarskap misnota það sem okkur er öllum kærast, frelsið . Hagsmunafélag íslenska valdakerfisins, kerfisins sem Styrmir gagnrýnir nú, lætur sig litlu varða frelsi allra . Hugmyndafræðin sem fylgt var og virðist ekki á undanhaldi felur í sér þá hugsun að frelsi sem gagnast tilteknum, handföstum, hags­ munum sé gott . Frelsi fjöldans er hins vegar hug sjón, inntakslaus gangi hún gegn hags­ mun um valdakerfisins . Þeir sem bera eiga uppi hugsjónina um hið frjálsa samfélag bera hana bara fyrir sig! Og hvernig rímar það við veruleikann að Sjálf stæðisflokkurinn og talsmenn hans óskap­ ist út í sofandi stjórnsýslu og sofandi fjöl­ miðla? Hvað gerðist þegar stjórnsýslustofnan­ ir gagn rýndu ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks­ ins? Eigum við að óska eftir greinargerð frá Þjóð hags stofnun sálugri eða biðja Stefán Ólafs son prófessor að segja reynslusögur . Eða þurfum við að taka saman hvernig beint og óbeint var grafið undan Ríkisútvarpinu, og það sem ljótara var, tilteknum starfsmönnum sem gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér? Þarf að rifja upp mannasiði valdsins gagnvart fjölmiðlamönnum? Frjáls Styrmir? Þá vil ég vera Styrmi ósammála um það að Íslendingar hafi ekkert upp á að bjóða á alþjóðavettvangi eftir að við hættum að gegna hlutverki í Köldu stríði stórveldanna í austri og vestri (bls .105) . Þessi yfirlýsing rímar vel við gamla Morgunblaðsritstjórann fyrr á tíð en illa við húmanistann Styrmi Gunnarsson sem einnig var ritstjóri . Framlag einstaklinga og þjóða fer ekki einvörðungu eftir stærð og völdum heldur því sem þær hafa fram að færa . Svíþjóð var þannig móralskt stórveldi í tíð Olofs Palme, nokkuð sem Svíar sýta nú margir eftir að þjóðin lagðist undir sam­ ræmingarstraujárn Evrópusambandsins . Þar eru Svíar vissulega stórir og öflugir en áhrifa litlir . Íslendingar mega aldrei temja sér þá hugsun örþjóðarinnar sem Styrmir er hér að hvetja til . Við eigum vissulega að vera raunsæ á okkar stöðu en ætíð stór í andanum . Það er ekki fjöldinn sem gerir hugsjónirnar stórar . Hugsjónin um frelsið er í okkur og það – frelsið – gerir okkur sterk sem þjóð . Völd Olofs Palmes voru hverfandi samanborið við völd Johnsons, en hann var frjálsari og óttaðist ekki, þorði að hafa sína eigin skoðun . Þrátt fyrir gagnrýni mína þykir mér mikill fengur að bók Styrmis . Hún upplýsir og er sem fersk hvatning til uppstokkunar og endur mats . Styrmir Gunnarsson hefur annað hvort misst völdin eða afsalað sér völdum – hinum formlegu völdum . Getur verið að með því hafi hann öðlast frelsi? Hver getur talað fyrir beinu lýðræði, gagnsæju þjóðfélagi, að allt sé alltaf uppi á borði? Svarið er augljóst . Það gerir bara sá sem hefur engu að tapa . Það gerir sá sem þarf ekki lengur að taka tillit til valdakerfis sem byggist fremur á auði en upplýsingu og viti . Bók Styrmis er vonandi staðfesting á því að hann sé genginn úr því bjargi . Óttalaus maður er frjáls .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.