Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 54

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 54
52 Þjóðmál vetur 2009 að meta í því ljósi að hún er samtímasaga í eins ríkum mæli og getur orðið, því síðustu til vitnanir eru algerlega nýjar af nálinni . At­ burð ar áin er enn volg og rýkur upp af henni . Styrmir fer vel yfir aðdragandann að hrun­ inu og kemur margt fram sem er afar athyglis­ vert . Ég leyfi mér að fullyrða að sumt sem fram kemur í bókinni hefur verið á fárra vitorði, annað staðfestir það sem áður voru uppi get­ gátur um . Nefni ég hér nokkur dæmi . Um dómgreindarskort Ífyrsta lagi fæst staðfesting á því hve mik­ið hefur vantað upp á dómgreind útrásar­ víkinga . Farið er ítarlega yfir tilraunir erlendra aðila til þess að fá íslensku fjármálafyrirtækin til að rifa seglin, til dæmis vildu bresk yfir­ völd að vextir á innlánsreikningum yrðu lækk aðir og þannig dregið úr ásókninni inn á bankamarkaði án þess að traustur bakhjarl væri fyrir hendi . Margoft var reynt að koma varn aðar orðum á framfæri við íslensku fjár­ mála mennina og íslensk stjórnvöld án þess að jákvæð viðbrögð fengjust . Algerlega virtist slökkt á öllum perum hjá ríkisstjórn landsins sem lét reka á reiðanum, og að því leyti sem hún lét til sín taka, var það engan veginn til góðs . Í bókinni kemur vel fram hve botnlaus dóm greindarskortur íslenskra stjórnvalda var . För þeirra Geirs H . Haarde og Ingibjargar Sól rúnar Gísladóttur til Washington og Kaupmannahafnar í slagtogi með þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Sigurði Einarssyni í mars 2008 til að tala máli íslenska banka­ kerfisins er versta dæmið þar um . Áður hafði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra farið víða með fjármálafurstum svo sem sjá má á heima síðu forsætisráðuneytisins, ef vel er að gáð . Þar eru fréttir og þar eru ljósmyndir . Sem áður segir hefði ég búist við að Styrm­ ir gengi lengra í að benda á brotalamir hjá Fjármálaeftirlitinu; að það hefði verið eins paragrafs virði að benda á að sjálfur stjórn ar formaðurinn, Jón Sigurðsson, var í auglýsingabæklingum, sem dreift var í Holl­ andi, til að segja væntanlegum viðskipta vin um hve traust Icesave lánin væru! Eflaust var þetta að einhverju leyti spurning um ósk hyggju ráða manna . Minnist ég þess að ræða við Geir H . Haarde sumarið 2008 þar sem hann nefndi að mögulegt væri að sá tími kynni að renna upp að mynda þyrfti þjóðstjórn í landinu, svo alvarlegar blikur væru á lofti – hann ætlaði þó að vona allt hið besta . Minnir mig að þetta hafi verið um svipað leyti og ég kom á fund Geirs með sendinefnd breskra þingmanna – vina Íslands . Ég ann­ aðist milligöngu um komu þeirra, sá um að þeir hittu íslenska ráðamenn . Þarna voru innanbúðarmenn í breskri pólitík og stjórn­ sýslu, menn áhugasamir um að hjálpa okkur og veita okkur ráðgjöf . Það bíður seinni tíma að tíunda það ótrúlega meðvitundarleysi sem íslensk stjórnvöld hafa – allt fram á þennan dag – sýnt við að virkja tengsl af þessu tagi . Engin alvöru tilraun hefur verið gerð til að notfæra þá velvild sem er til staðar gagnvart Íslandi . Ég hef átt þess kost að tala máli Íslands á fundum og ráðstefnum á vegum verka lýðshreyfingarinnar og eftir afsögn mína sem ráðherra í fjölmiðlum víða um heim . Hef ég orðið þess var að andrúmsloftið hefur alltaf lagast okkur í hag við að skýra málin . Réttmæt gagnrýni Það er hárrétt gagnrýni sem fram kemur hjá Styrmi Gunnarssyni á fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnir að þær hafa skilgreint deilurnar um Icesave sem bankatæknilegt mál og að því leyti sem málið hefur borið á góma í pólitískum samskiptum, hefur verið hvísl ast á um það í bakherbergjum en með slíkum vinnubrögðum er okkar málstaður dauða dæmdur, einfaldlega vegna þess að um málið er tekist á forsendum valdastjórnmála . Völdin og ofbeldið sem Íslendingar hafa verið beittir hefðu aldrei þolað dagsljósið . Þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.