Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 62
60 Þjóðmál vetur 2009 á síðustu stundu . Þá var hún einnig mjög afkastamikil; það er hægt að lesa nýja bók í hverjum mánuði í sjö ár – og svo er hægt að byrja aftur frá byrjun, því maður er búinn að gleyma þeirri fyrstu – hver og einn lesandi getur því átt í ævilöngu sambandi við höfundinn .“ Curran bendir þó einnig á að Agatha Christie hafi notað sumar flétturnar oftar en einu sinni, en að það hafi verið svo vandlega falið að lesendur hafi ekki tekið eftir því . Ný saga um Hercule Poirot Íbók Currans er ekki aðeins að finna upp­ljóstranir um bækur Agöthu Christie heldur einnig tvær smásögur um Hercule Poirot, sem aldrei hafa birst áður . Aðra þeirra fann Curran raunar sjálfur með því að bregða sér í hlutverk spæjarans . „Ellefu af tólf sögum sem birtust í smá sagnasafninu The Labours of Hercules árið 1947 birtust upphaflega átta árum áður í Strand Magazine, en tólfta sagan birtist aðeins í bókinni,“ segir Curran, sem fann bréf frá umboðsmanni Agöthu, þar sem hann tjáði henni að hann hefði það á tilfinningunni að tímaritið myndi ekki birta tólftu söguna, „The Capture of Cerberus“ . Agatha bað því um að fá söguna senda til baka . „Þegar ég var að skoða handrit hennar að The Labours of Hercules las ég upphaf hverrar sögu og veitti því athygli að upphafssetningin í „The Capture of Cerberus“ hafði breyst . Ég áttaði mig á því eftir því sem ég las meira af sögunni að þetta var ekki sama sagan og sú sem birtist í bókinni .“ Báðar sögurnar, sú sem var skrifuð upp­ haflega og sú sem birtist árið 1947, báru sama titilinn, „The Capture of Cerberus“ .3 Nú geta aðdáendur Agöthu lesið upphaflegu útgáfuna í fyrsta sinn, en sögufléttan þar er allt öðruvísi en fléttan í sögunni sem áður var þekkt . „Ég held að það sé augljóst þegar sagan er lesin hvers vegna það þótti ekki 3 Síðari útgáfa Agöthu af sögunni „The Capture of Cer­ berus“ kom út í íslenskri þýðingu í apríl 1956 í tímaritinu Hjartaásinn undir heitinu „Við hittumst í víti“ . viðeigandi að birta hana . Þetta var við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar – svo fólk getur dregið sínar eigin ályktanir . En jafnvel þótt það sé ástæðan þá er þetta samt lítt skiljanlegt því Agatha Christie hafði ekki áhuga á stjórnmálum .“ Curran fann minnispunkta frá Agöthu um báðar útgáfur sögunnar og er sannfærður um það að þegar hún skrifaði punkta vegna síðari útgáfunnar hafi hún flett upp í gömlu minnisbókunum sínum og skrifað nýju punktana á blaðsíðuna við hliðina á upphaflegu punktunum . Curran dregur þessa ályktun af því að skriftin er mismunandi . „Mér líður eins og Hercule Poirot,“ segir Curran og hlær þegar hann lýsir rannsóknum sínum, sem minna um margt á spæjarann góða . Hin „nýja“ smásagan sem birtist í bók Currans kallast „The Incident of the Dog’s Ball“ og er undanfari skáldsögunnar Dumb Witness,4 en endirinn er ekki sá sami . „Kenning mín,“ segir Curran, „er sú að hún hafi skrifað smásöguna nokkrum árum áður en hún skrifaði skáldsöguna og síðan ákveðið að hún væri komin með nægilegt efni til þess að breyta henni í bók . Að mínu mati er þessi smásaga lítill gimsteinn .“ Poirot eða Marple? E ftirlætissögupersóna Currans úr bókum Agöthu er Hercule Poirot, enda kemur hann fyrir í svo mörgum bóka hennar . Hins vegar þykir honum líka mjög vænt um fröken Marple og er þeirrar skoðunar að Marple­ bókin A Murder is Announced sé ein merkasta bók Agöthu . „Þetta er svo snilldarleg saga,“ segir Curran . Curran er ekki lengi að svara því hvaða þrjár Agöthu Christie bækur séu í uppá haldi hjá honum . „Five Little Pigs5 er fullkomn­ asta blanda hennar af skáldsögu og leyni­ lögreglusögu .“ Þá nefnir hann einnig The 4 Þögult vitni, 2005 . 5 Minning um morð, Bókafélagið Ugla, 2009 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.