Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 64
62 Þjóðmál vetur 2009
Lárus Jónsson
Sagnfræðilegur sannleikur
um afdrif Hafskips hf .
Síðari hluta ársins 2008 komu út bækurnar Afdrif Hafskips í boði hins opinbera,
eftir Stefán Gunnar Sveinsson, sagnfræðing
og Hafskip í skotlínu, eftir Björn Jón Braga
son, sagnfræðing og lögfræðinema . Báðar
bæk urnar fjalla um aðdraganda og atburði
tengda „stærsta gjaldþrotamáli í sögu ís lenska
lýðveldisins“ eins og Ólafur Ragnar Gríms
son, þáverandi varaþingmaður, nefndi Haf
skipsmálið í upphafi frægrar ræðu sinnar
á Alþingi 10 . desember 1985, en á nýrri
öld hafa mörg ný met í þeim efnum verið
rækilega slegin, eins og kunnugt er . Í kjölfar
út komu bókanna fylgdi sérkennileg upprifjun
fjöl miðla, m .a . í sjónvarpi, um þessa rúmlega
tuttugu ára gömlu atburði . Sú umfjöllun
hefur þó fallið í skuggann af bankahruni og
djúpri efnahagskreppu, sem skall á haustið
2008 . Það er miður, því óhætt er að taka
undir með Birni Jóni, að fáir atburðir, a .m .k . á
öldinni sem leið, hafi haft „jafn djúpstæð áhrif
á framvindu íslensks stjórnmála og efnahagslífs
og gjaldþrot Hafskips 6. desember 1985 .“ 1 Um
Hafskipsmálið, sem nánast heltók þjóðfélagið
árum saman, hefur allt of lítið verið fjallað og
of litlir lærdómar dregnir af því .
Þegar gjörningaveður Hafskipsmálsins
1 Hafskip í skotlínu, bls . 13 .
dundi yfir þjóðina, var höfundur þess
arar greinar bankastjóri Útvegsbanka Ís
lands og ritaði síðar samantekt, sem heit
ir Útvegsbankaþáttur Hafskipsmálsins. Sú rit
smíð kom út á netinu haustið 2004 og um
hana var fjallað í Morgunblaðinu . Til gang ur
inn með þeim skrifum var ekki síst sá að bæta
úr því hversu lítið hafði verið fjallað um þetta
örlaga ríka mál í nærri tvo áratugi . Í því verki
studdist ég við ýmsar opinberar heimildir,
sem ég viðaði að mér, en einnig við minnis
punkta, sem ég skrifaði hjá mér á staðn um,
t .d . á fundum með forráðamönnum Haf
skips o .fl . Í þessari stuttu grein er útilokað
að leiðrétta eða gagnrýna öll þau fjölmörgu
atriði, sem vert væri í áður nefndum bókum
um Hafskipsmálið og varða Útvegsbankann
og samskipti bankastjórnarinnar við for ráða
menn Hafskips . Ég kýs að fara um frásögnina
í bók unum almennum orðum að mestu, sýna
fram á þögn höfundanna um grundvallar atriði
málsins, sem fráleitt þykir góð sagnfræði og
taka fáein dæmi til rökstuðnings um missagnir,
mótsagnir og tilbúning í bókunum . Ég vil
hins vegar vekja athygli á Útvegsbankaþætti
Haf skips máls ins, fyrir þá sem vilja hafa það,
sem sannara reynist um þetta mál að mínu
mati .