Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 64

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 64
62 Þjóðmál vetur 2009 Lárus Jónsson Sagnfræðilegur sannleikur um afdrif Hafskips hf . Síðari hluta ársins 2008 komu út bæk­urnar Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, eftir Stefán Gunnar Sveinsson, sagnfræðing og Hafskip í skotlínu, eftir Björn Jón Braga­ son, sagnfræðing og lögfræðinema . Báðar bæk urnar fjalla um aðdraganda og atburði tengda „stærsta gjaldþrotamáli í sögu ís lenska lýðveldisins“ eins og Ólafur Ragnar Gríms­ son, þáverandi varaþingmaður, nefndi Haf­ skipsmálið í upphafi frægrar ræðu sinnar á Alþingi 10 . desember 1985, en á nýrri öld hafa mörg ný met í þeim efnum verið rækilega slegin, eins og kunnugt er . Í kjölfar út komu bókanna fylgdi sérkennileg upprifjun fjöl miðla, m .a . í sjónvarpi, um þessa rúmlega tuttugu ára gömlu atburði . Sú umfjöllun hefur þó fallið í skuggann af bankahruni og djúpri efnahagskreppu, sem skall á haustið 2008 . Það er miður, því óhætt er að taka undir með Birni Jóni, að fáir atburðir, a .m .k . á öldinni sem leið, hafi haft „jafn djúpstæð áhrif á framvindu íslensks stjórnmála­ og efnahagslífs og gjaldþrot Hafskips 6. desember 1985 .“ 1 Um Hafskipsmálið, sem nánast heltók þjóðfélagið árum saman, hefur allt of lítið verið fjallað og of litlir lærdómar dregnir af því . Þegar gjörningaveður Hafskipsmálsins 1 Hafskip í skotlínu, bls . 13 . dundi yfir þjóðina, var höfundur þess­ arar greinar bankastjóri Útvegsbanka Ís­ lands og ritaði síðar samantekt, sem heit­ ir Útvegsbankaþáttur Hafskipsmálsins. Sú rit­ smíð kom út á netinu haustið 2004 og um hana var fjallað í Morgunblaðinu . Til gang ur­ inn með þeim skrifum var ekki síst sá að bæta úr því hversu lítið hafði verið fjallað um þetta örlaga ríka mál í nærri tvo áratugi . Í því verki studdist ég við ýmsar opinberar heimildir, sem ég viðaði að mér, en einnig við minnis­ punkta, sem ég skrifaði hjá mér á staðn um, t .d . á fundum með forráðamönnum Haf­ skips o .fl . Í þessari stuttu grein er útilokað að leiðrétta eða gagnrýna öll þau fjölmörgu atriði, sem vert væri í áður nefndum bókum um Hafskipsmálið og varða Útvegsbankann og samskipti bankastjórnarinnar við for ráða­ menn Hafskips . Ég kýs að fara um frásögnina í bók unum almennum orðum að mestu, sýna fram á þögn höfundanna um grundvallar atriði málsins, sem fráleitt þykir góð sagnfræði og taka fáein dæmi til rökstuðnings um missagnir, mótsagnir og tilbúning í bókunum . Ég vil hins vegar vekja athygli á Útvegsbankaþætti Haf skips máls ins, fyrir þá sem vilja hafa það, sem sannara reynist um þetta mál að mínu mati .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.