Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 70
68 Þjóðmál vetur 2009 þessa samningagerð í eins konar absúrd­ leikritsformi í sérstökum kafla í bókinni Hafskipi í skotlínu á 12 blaðsíðum . Gefið er í skyn að eignir Hafskips hafi verið afhentar Eimskip á gjafverði . Haft er eftir Björgólfi Guðmundssyni að Hafskipsmenn hafi verið „beinlínis blekktir“19 í tengslum við þessa samkomulagsgerð . Í heldur styttra máli er sagt, að eignir þrotabúsins hafi reynst svo ævintýralega miklar nokkrum árum eftir gjaldþrotið, að sterkar líkur megi færa fyrir því, að Hafskip hafi ekki orðið gjaldþrota . Ég er ekki mikill stærðfræðingur en eitthvað finnst mér skorta á heilbrigða skynsemi í þessari jöfnu . Þrotabúið var sagt selja eignir á spottprís en úthluta miklum fjárhæðum til kröfuhafa! Enn er ég sannfærður um, að þessi samningur var betri en að láta bústjóra um að selja eignirnar, t .d . á uppboði . Á vinnslustigi var þetta samkomulag trúnaðarmál milli bankastjórnarinnar og Eimskipsmanna . Björn Jón segir tvisvar frá því í bók sinni, að bankastjórn hafi kallað Ragnar Kjartansson á fund morguninn eftir langan fund bankastjóra Útvegsbankans um þetta mál í höfuðstöðvum Eimskips . Í fyrri frásögninni kemur fram, að Ragnari hafi „hvorki verið greint frá fyrrgreindum samningsviðræðum né skýrt frá efni þeirra“. Í síðari frásögninni af þessum sama fundi bankastjórnarinnar með Ragnari 19 Hafskip í skotlínu, bls 69 . segir svo: „Þeir (bankastjórarnir) létu ekki þar við sitja heldur kölluðu til sín forsvarsmann eins af stærstu viðskiptavinum bankans til að fara með ósannindi“.20 Hér virðist vera á ferðinni athyglisverð túlkun sagnfræðings á því hvað þögn um mikilvæg atriði getur þýtt, þegar leitað er sögulegs sannleika . Bækurnar Afdrif Hafskips í boði hins opin­bera og Hafskip í skotlínu eru harla ólíkar aflestrar . Það kemur engu að síður á óvart, að sagnfræðingarnir, höfundar þeirra, komast að ólíkum niðurstöðum, bæði í frásögn um aðdraganda gjaldþrotsins, eins og áður er bent á, og ekki síður í grund vallar atriðum um orsakir ófaranna . Í Hafskipi í skotlínu segir Björn Jón Braga son orðrétt: „Neikvæð umfjöllun um Hafskip í fjölmiðlum og hvassyrtar ádeilur vinstrimanna spilltu mjög fyrir viðskiptum félagsins. Viðskiptavinir tóku að leita annað og lánardrottnar urðu uggandi. Aftur á móti er ekki hægt að álykta að þessi umfjöllun hafi beinlínis leitt til gjaldþrots þess.“ 21 (Breytt letur hér .) Nokkru síðar fullyrðir höfundur: „Þeim sem gerst þekkja ber saman um að nýtt skipafélag Hafskipsmanna og skipadeildar SÍS hafi átt sér álitlegan starfsgrundvöll.“ Hann segir síðan skilmerkilega frá átökum í stjórn SÍS um málið . Þar var það fellt með eins at­ kvæðis meirihluta að stofna hlutafélag til að 20 Hafskip í skotlínu, bls 65 og 220 . 21 Hafskip í skotlínu, bls . 215 . Áhrif 200 milljóna króna aukins hlutafjár og áætlaðs taps árið 1986 Uppsafnað tap Mat skipa Hrein eign Samkvæmt fyrra yfirliti 295,7 m .kr . 100,7 m .kr . ­366,9 Áhrif hugsanlegrar hlutafjáraukingar 1986 +200,0 m .kr . Tap skv . endursk . rekstaráætlun 1986 135,0 m .kr . ­135,0 m .kr . Eigið fé í árslok 1986 eftir 200 m.kr. hlutafjáraukn. . -301,9 m.kr. Uppsafnað tap 1984, 1985 og 1986 430,7 m.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.