Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 70
68 Þjóðmál vetur 2009
þessa samningagerð í eins konar absúrd
leikritsformi í sérstökum kafla í bókinni
Hafskipi í skotlínu á 12 blaðsíðum . Gefið er
í skyn að eignir Hafskips hafi verið afhentar
Eimskip á gjafverði . Haft er eftir Björgólfi
Guðmundssyni að Hafskipsmenn hafi verið
„beinlínis blekktir“19 í tengslum við þessa
samkomulagsgerð . Í heldur styttra máli er
sagt, að eignir þrotabúsins hafi reynst svo
ævintýralega miklar nokkrum árum eftir
gjaldþrotið, að sterkar líkur megi færa fyrir
því, að Hafskip hafi ekki orðið gjaldþrota .
Ég er ekki mikill stærðfræðingur en eitthvað
finnst mér skorta á heilbrigða skynsemi í
þessari jöfnu . Þrotabúið var sagt selja eignir
á spottprís en úthluta miklum fjárhæðum til
kröfuhafa! Enn er ég sannfærður um, að þessi
samningur var betri en að láta bústjóra um að
selja eignirnar, t .d . á uppboði . Á vinnslustigi
var þetta samkomulag trúnaðarmál milli
bankastjórnarinnar og Eimskipsmanna .
Björn Jón segir tvisvar frá því í bók sinni, að
bankastjórn hafi kallað Ragnar Kjartansson á
fund morguninn eftir langan fund bankastjóra
Útvegsbankans um þetta mál í höfuðstöðvum
Eimskips . Í fyrri frásögninni kemur fram,
að Ragnari hafi „hvorki verið greint frá
fyrrgreindum samningsviðræðum né skýrt frá
efni þeirra“. Í síðari frásögninni af þessum
sama fundi bankastjórnarinnar með Ragnari
19 Hafskip í skotlínu, bls 69 .
segir svo: „Þeir (bankastjórarnir) létu ekki þar
við sitja heldur kölluðu til sín forsvarsmann eins
af stærstu viðskiptavinum bankans til að fara
með ósannindi“.20 Hér virðist vera á ferðinni
athyglisverð túlkun sagnfræðings á því hvað
þögn um mikilvæg atriði getur þýtt, þegar
leitað er sögulegs sannleika .
Bækurnar Afdrif Hafskips í boði hins opinbera og Hafskip í skotlínu eru harla ólíkar
aflestrar . Það kemur engu að síður á óvart, að
sagnfræðingarnir, höfundar þeirra, komast
að ólíkum niðurstöðum, bæði í frásögn um
aðdraganda gjaldþrotsins, eins og áður er
bent á, og ekki síður í grund vallar atriðum um
orsakir ófaranna . Í Hafskipi í skotlínu segir
Björn Jón Braga son orðrétt: „Neikvæð umfjöllun
um Hafskip í fjölmiðlum og hvassyrtar ádeilur
vinstrimanna spilltu mjög fyrir viðskiptum
félagsins. Viðskiptavinir tóku að leita annað og
lánardrottnar urðu uggandi. Aftur á móti er
ekki hægt að álykta að þessi umfjöllun hafi
beinlínis leitt til gjaldþrots þess.“ 21 (Breytt
letur hér .) Nokkru síðar fullyrðir höfundur:
„Þeim sem gerst þekkja ber saman um að nýtt
skipafélag Hafskipsmanna og skipadeildar SÍS
hafi átt sér álitlegan starfsgrundvöll.“ Hann
segir síðan skilmerkilega frá átökum í stjórn
SÍS um málið . Þar var það fellt með eins at
kvæðis meirihluta að stofna hlutafélag til að
20 Hafskip í skotlínu, bls 65 og 220 .
21 Hafskip í skotlínu, bls . 215 .
Áhrif 200 milljóna króna aukins hlutafjár
og áætlaðs taps árið 1986
Uppsafnað tap Mat skipa Hrein eign
Samkvæmt fyrra yfirliti 295,7 m .kr . 100,7 m .kr . 366,9
Áhrif hugsanlegrar hlutafjáraukingar 1986 +200,0 m .kr .
Tap skv . endursk . rekstaráætlun 1986 135,0 m .kr . 135,0 m .kr .
Eigið fé í árslok 1986 eftir 200 m.kr.
hlutafjáraukn.
. -301,9 m.kr.
Uppsafnað tap 1984, 1985 og 1986 430,7 m.kr.