Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 9
Þjóðmál vetur 2009 7
til . Bernskujólin voru ekkert fullkomin, en
gleðileg .“
Ljúfar embættisskyldur
Karl tók við sem biskup í byrjun árs 1998 . Hann viðurkennir að starfsálagið um jól
og áramót hafi minnkað við það að hætta að
starfa sem prestur í mannmörgum söfnuði
í höfuðborginni . En biskupsstarfinu fylgja
einnig skyldur um hátíðarnar .
„Messan í Sjónvarpinu á aðfangadagskvöld
er tekin upp nokkrum dögum fyrir jól . Framan
af fannst mér það óþægilegt . Ég er mikill
augnabliksmaður og mér fannst fyrst í stað
erfitt að standa frammi fyrir því að augna blikið
væri tekið upp og flutt síðar, en það venst .“
Biskupsfjölskyldan fer alltaf í aftansöng
í Dómkirkjunni á aðfangadag . „Það er ljúf
embættisskylda,“ segir Karl . Og mið nætur
messan í Dómkirkjunni á jólanótt er biskupi
einnig hugleikin . „Hamra hlíðarkórarnir
hennar Þorgerðar Ingólfsdóttur sjá um
sönginn og það er afskaplega mikil stemning
og dýrmætar stundir fyrir mig og mína
fjölskyldu . Unga fólkið sem er að syngja
gefur manni mikið .“ Karl rifjar upp að hluti
af minningum hans frá unglingsárunum hafi
tengst Þorgerði . „Hún tók upp á því, ásamt
systrum sínum, að æfa jólasöngva og ganga
á milli vina og kunningja á aðfangadag og
syngja á tröppunum . Þetta er engilsaxneskur
siður . Þá bjuggum við vestur á Tómasarhaga
og síðar á Bergstaðastræti .“
Styrkur samfélagsins
Síðustu jól voru ekkert öðruvísi en önnur jól, enda þótt þjóðin stæði þá frammi
fyrir óvæntum erfiðleikum . „Jólin koma,
þrátt fyrir allt, hvernig svo sem umhverfið og
aðstæðurnar eru . Prédikarinn hlýtur að gera sér
grein fyrir því að orðin berast inn í alls konar
aðstæður, inn í gleðina og sorgina, inn í sigrana
og ósigrana, og þeim fylgir ábyrgð . Jólin tala
inn í allar þessar aðstæður,“ segir hann .
„Ég álít að jólahald okkar Íslendinga sé
vísbending um mikinn styrk samfélagsins .
Við erum að bera gleðina inn til annarra með
okkar tilhaldi, jól eftir jól . Þá kemur upp á
yfirborðið þörf okkar til að gefa af okkur .
Þessar sameiginlegu minningar og þessi
sameiginlega reynsla á þátt í að gera okkur að
þjóð,“ segir herra Karl Sigurbjörnsson biskup .
„Jólin eru okkur mikilvæg, þau eru okkur
nauðsynleg .“
Karl biskup segist ekki
geta neitað því að hann
hlakki til jólanna . „Og
það styttist alltaf á milli
þeirra,“ hefur hann á
orði .
Ljósm.: Tómas Jónasson.