Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 9

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 9
 Þjóðmál vetur 2009 7 til . Bernskujólin voru ekkert fullkomin, en gleðileg .“ Ljúfar embættisskyldur Karl tók við sem biskup í byrjun árs 1998 . Hann viðurkennir að starfsálagið um jól og áramót hafi minnkað við það að hætta að starfa sem prestur í mannmörgum söfnuði í höfuðborginni . En biskupsstarfinu fylgja einnig skyldur um hátíðarnar . „Messan í Sjónvarpinu á aðfangadagskvöld er tekin upp nokkrum dögum fyrir jól . Framan af fannst mér það óþægilegt . Ég er mikill augnabliksmaður og mér fannst fyrst í stað erfitt að standa frammi fyrir því að augna blikið væri tekið upp og flutt síðar, en það venst .“ Biskupsfjölskyldan fer alltaf í aftansöng í Dómkirkjunni á aðfangadag . „Það er ljúf embættisskylda,“ segir Karl . Og mið nætur­ messan í Dómkirkjunni á jólanótt er biskupi einnig hugleikin . „Hamra hlíðarkórarnir hennar Þorgerðar Ingólfsdóttur sjá um sönginn og það er afskaplega mikil stemning og dýrmætar stundir fyrir mig og mína fjölskyldu . Unga fólkið sem er að syngja gefur manni mikið .“ Karl rifjar upp að hluti af minningum hans frá unglingsárunum hafi tengst Þorgerði . „Hún tók upp á því, ásamt systrum sínum, að æfa jólasöngva og ganga á milli vina og kunningja á aðfangadag og syngja á tröppunum . Þetta er engilsaxneskur siður . Þá bjuggum við vestur á Tómasarhaga og síðar á Bergstaðastræti .“ Styrkur samfélagsins Síðustu jól voru ekkert öðruvísi en önnur jól, enda þótt þjóðin stæði þá frammi fyrir óvæntum erfiðleikum . „Jólin koma, þrátt fyrir allt, hvernig svo sem umhverfið og aðstæðurnar eru . Prédikarinn hlýtur að gera sér grein fyrir því að orðin berast inn í alls konar aðstæður, inn í gleðina og sorgina, inn í sigrana og ósigrana, og þeim fylgir ábyrgð . Jólin tala inn í allar þessar aðstæður,“ segir hann . „Ég álít að jólahald okkar Íslendinga sé vísbending um mikinn styrk samfélagsins . Við erum að bera gleðina inn til annarra með okkar tilhaldi, jól eftir jól . Þá kemur upp á yfirborðið þörf okkar til að gefa af okkur . Þessar sameiginlegu minningar og þessi sameiginlega reynsla á þátt í að gera okkur að þjóð,“ segir herra Karl Sigurbjörnsson biskup . „Jólin eru okkur mikilvæg, þau eru okkur nauðsynleg .“ Karl biskup segist ekki geta neitað því að hann hlakki til jólanna . „Og það styttist alltaf á milli þeirra,“ hefur hann á orði . Ljósm.: Tómas Jónasson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.