Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 52

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 52
50 Þjóðmál vetur 2009 undirbúnings bókarskrifunum hvernig á því standi að í þeim hópi skuli ekki vera Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utan­ ríkisráðherra . Í bókinni kemur hún af skiljan­ legum ástæðum ekki síður við sögu en ýmsir þeir aðrir sem höfðu áhrif á framvinduna sem leiddi til hrunsins . Og jafnvel þótt bókin fjalli fyrst og fremst um peninga­ og valdakerfið innanfrá er það og ótvíræður veikleiki á umfjölluninni að ekki skuli hafa verið víðar leitað fanga utan þess . Getur verið að Styrmir Gunnarsson – eftir áratuga tilveru í innsta kjarna íslenska valdakerfisins, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn, hvar hann sjálfur var „innmúraður“, hafði oftar en ekki verið við stjórnvölinn – geti ekki hugsað á aðra vegu en þá sem falla að þessum valdahagsmunum? Eða er hugsanlegt að aðgöngumiðinn að þess um tilteknu valdahagsmunum útiloki sam skipti við tiltekinn hóp fólks? Felst í þessum valdahagsmunum smæð sem útilokar eða takmarkar aðrar skoðanir? Er það þetta sem Styrmir Gunnarsson er byrjaður að hug­ leiða? Pólitísk blinda? Hvernig stendur á því að Styrmir tilgrein­ir ábendingar og ráðleggingar erlendra sérfræðinga um ráðstafanir sem grípa þurfti til í fjármálaheiminum; ráðstafanir sem hefðu dugað okkur eitthvað til varnar gegn hruni, en minnist ekki orði á að á Alþingi lágu fyrir nákvæmlega sömu tillögur og höfðu gert um árabil . Sjá frásögn af ábendingum Róberts Z . Alibers, prófessors við Chicago­kóla, (bls . 80) og síðan eigin ábendingar Styrmis (bls . 291) þar sem hann heldur því ranglega fram að þessi mál hafi aldrei komið af alvöru fram hér á landi: „Þriðja grundvallarspurningin í rekstri bankanna er, hvort leyfa eigi starfsemi við skiptabanka og fjárfestingarbanka undir sama hatti . Þetta lykilatriði hefur aldrei verið rætt hér á landi að nokkru ráði .“ Hér hefði Styrmir þurft að kynna sér betur umræðuna á Alþingi, þingmál sem lögð voru fram og þær áherslur sem fram komu í um­ ræðu um einkavæðingu bankanna . Síðast lögð um við Jón Bjarnason fram þingmál um aðgreiningu bankanna í viðskiptabanka og fjárfestingarsjóði haustið 2008 . Var það ekki í fyrsta sinni sem andstæðingar útþenslu bank anna fluttu mál sitt með þessum hætti á Alþingi . Fyrst var það gert haustið 2003 . Þá þykir mér það vera veikleiki af póli­ tískum toga á hvern hátt hann stundum fer silkihönskum um félaga sína í Sjálfstæðis­ flokknum . Í sumum tilvikum er teiknuð upp mynd af þeim sem fórnarlömbum fjár­ magnsins eftir að „peningarnir tóku völdin“ eins og Styrmir orðar það (bls . 9, 203 og víðar) . Myndin af Davíð Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætis ráð­herra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var maðurinn sem öðrum fremur hafði for­ göngu um að skapa lagarammann, losaði um höftin . Síðan segir Styrmir að pen inga­ mennirnir hafi tekið völdin en Davíð ekkert fengið við ráðið í framhaldinu . Svo var komið á endanum að Davíð og vopnafélagar hans hafi viðurkennt sín í milli það sem sum okkar höfðu lengi sagt, nefnilega að við byggjum orðið „í bófasamfélagi“ (bls . 192) . Myndin sem dregin er upp af Davíð Odds­ syni í bókinni finnst mér um margt trú verð­ ug . Davíð hygg ég að hafi verið um og ó að horfa upp á einkavædda fjármálastarfsemi, pólitískt afkvæmi flokks síns, ummyndast í óviðráðanlega ófreskju . Um það eru til marks ummæli hans bæði meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra og síðar sem seðlabankastjóri . Hvað þetta snertir hygg ég að Davíð hafi alla tíð verið einlægur og heiðarlegur . En þá er því ósvarað hvernig á því stendur að hann lét undir höfuð leggjast að setja nauðsynlegar lagaskorður og þá má einnig spyrja söguritarann Styrmi Gunn ars­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.