Þjóðmál - 01.12.2009, Page 52

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 52
50 Þjóðmál vetur 2009 undirbúnings bókarskrifunum hvernig á því standi að í þeim hópi skuli ekki vera Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utan­ ríkisráðherra . Í bókinni kemur hún af skiljan­ legum ástæðum ekki síður við sögu en ýmsir þeir aðrir sem höfðu áhrif á framvinduna sem leiddi til hrunsins . Og jafnvel þótt bókin fjalli fyrst og fremst um peninga­ og valdakerfið innanfrá er það og ótvíræður veikleiki á umfjölluninni að ekki skuli hafa verið víðar leitað fanga utan þess . Getur verið að Styrmir Gunnarsson – eftir áratuga tilveru í innsta kjarna íslenska valdakerfisins, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn, hvar hann sjálfur var „innmúraður“, hafði oftar en ekki verið við stjórnvölinn – geti ekki hugsað á aðra vegu en þá sem falla að þessum valdahagsmunum? Eða er hugsanlegt að aðgöngumiðinn að þess um tilteknu valdahagsmunum útiloki sam skipti við tiltekinn hóp fólks? Felst í þessum valdahagsmunum smæð sem útilokar eða takmarkar aðrar skoðanir? Er það þetta sem Styrmir Gunnarsson er byrjaður að hug­ leiða? Pólitísk blinda? Hvernig stendur á því að Styrmir tilgrein­ir ábendingar og ráðleggingar erlendra sérfræðinga um ráðstafanir sem grípa þurfti til í fjármálaheiminum; ráðstafanir sem hefðu dugað okkur eitthvað til varnar gegn hruni, en minnist ekki orði á að á Alþingi lágu fyrir nákvæmlega sömu tillögur og höfðu gert um árabil . Sjá frásögn af ábendingum Róberts Z . Alibers, prófessors við Chicago­kóla, (bls . 80) og síðan eigin ábendingar Styrmis (bls . 291) þar sem hann heldur því ranglega fram að þessi mál hafi aldrei komið af alvöru fram hér á landi: „Þriðja grundvallarspurningin í rekstri bankanna er, hvort leyfa eigi starfsemi við skiptabanka og fjárfestingarbanka undir sama hatti . Þetta lykilatriði hefur aldrei verið rætt hér á landi að nokkru ráði .“ Hér hefði Styrmir þurft að kynna sér betur umræðuna á Alþingi, þingmál sem lögð voru fram og þær áherslur sem fram komu í um­ ræðu um einkavæðingu bankanna . Síðast lögð um við Jón Bjarnason fram þingmál um aðgreiningu bankanna í viðskiptabanka og fjárfestingarsjóði haustið 2008 . Var það ekki í fyrsta sinni sem andstæðingar útþenslu bank anna fluttu mál sitt með þessum hætti á Alþingi . Fyrst var það gert haustið 2003 . Þá þykir mér það vera veikleiki af póli­ tískum toga á hvern hátt hann stundum fer silkihönskum um félaga sína í Sjálfstæðis­ flokknum . Í sumum tilvikum er teiknuð upp mynd af þeim sem fórnarlömbum fjár­ magnsins eftir að „peningarnir tóku völdin“ eins og Styrmir orðar það (bls . 9, 203 og víðar) . Myndin af Davíð Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætis ráð­herra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var maðurinn sem öðrum fremur hafði for­ göngu um að skapa lagarammann, losaði um höftin . Síðan segir Styrmir að pen inga­ mennirnir hafi tekið völdin en Davíð ekkert fengið við ráðið í framhaldinu . Svo var komið á endanum að Davíð og vopnafélagar hans hafi viðurkennt sín í milli það sem sum okkar höfðu lengi sagt, nefnilega að við byggjum orðið „í bófasamfélagi“ (bls . 192) . Myndin sem dregin er upp af Davíð Odds­ syni í bókinni finnst mér um margt trú verð­ ug . Davíð hygg ég að hafi verið um og ó að horfa upp á einkavædda fjármálastarfsemi, pólitískt afkvæmi flokks síns, ummyndast í óviðráðanlega ófreskju . Um það eru til marks ummæli hans bæði meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra og síðar sem seðlabankastjóri . Hvað þetta snertir hygg ég að Davíð hafi alla tíð verið einlægur og heiðarlegur . En þá er því ósvarað hvernig á því stendur að hann lét undir höfuð leggjast að setja nauðsynlegar lagaskorður og þá má einnig spyrja söguritarann Styrmi Gunn ars­

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.