Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 79
Þjóðmál vetur 2009 77
tíminn liðið . Og hann hefur bara leitt í ljós,
að þetta var allt eintómt helvítis kjaftæði .
Þessi aðferð sósíalismans, hún hefur bara
gjörsamlega klikkað,“ sagði hann . „Og þess
vegna get ég alls ekki sagt, að ég sé sósíalisti .
Ég sé ekki, að þessi stefna hafi leitt til neins
góðs .“ Þórarinn var spurður um áhyggjur
sós íal ista af bandarískum áhrifum á íslenska
menningu . „En hins vegar þegar þetta er
skoðað eftirá, þá auðvitað börðust saman gegn
bandarískum áhrifum menn, sem höfðu fyrst
og fremst áhyggjur af Íslandi, og menn, sem
voru líka með annað í pokahorninu, sem þeir
vildu gera eða hefðu viljað gera, ef þeir hefðu
getað það,“ svaraði hann .29 Þetta mislíkaði
Árna Bergmann, sem lengi hafði ver ið ritstjóri
Þjóðviljans, en það blað hætti að koma út um
líkt leyti og Ráðstjórnarríkin liðuðust í sundur
í árslok 1991 . Árni deildi á Þórarin í Tímariti
Máls og menningar 1992 . „Sannleikurinn
er vitanlega sá, að ef hinar ýmsu kynslóðir
róttæklinga hér á landi hefðu ekkert haft fram
að færa annað en sovéttrúna, opinskáa eða þá
dulbúna, þá hefði litlum sögum af þeim farið .“
Taldi hann íslenska sósíalista hafa verið einlæga
í þjóðernisstefnu sinni . Þeir hefðu líka haldið
uppi nauðsynlegu andófi gegn auði og valdi .30
Þórarinn Eldjárn brá á það ráð að svara Árna
með sonnettunni „Skipsfregn“, sem birtist í
Tímariti Máls og menningar 1992:
Á líkframleiðsluiðnaðarins öld
varð iðnjöfrunum hált í flestum greinum .
Þeir stærstu að lokum misstu mátt og völd
en málstaðurinn var svo fínn hjá einum
að enn þá heldur sjó með lík í lest
hans leka fley með rá og siglu brotna .
Menn þekkja dauninn, drottinn minn sú pest
er draumar þrár og vonir taka að rotna .
Ég sé þig bogra og beita kutanum
við balsameringskúnstir uppi á dekki
sem kunna að duga þínum þeffærum
en þessu skáldi hérna barasta ekki .
Gegnum talstöð á ég við þig orð
enda ekki lengur munstraður um borð .
Þetta er bersýnilega tilbrigði við sama stef og
kvæðið „Kreml“ eftir Hannes Pétursson frá
1956 . Þar hafði Hannes líkt sósíalismanum við
skip á leið til sæluríkisins, sem hefði villst:
Og þeir, sem leita að álfu hunangsins, eigra
um ónýtan farkost, vaxnir langri skör,
rjála við hníf sinn, horfa lymskir á grannann,
því hungrið er stöðugt og sárt: Þeir éta hver
annan .
Þetta kvæði hafði vakið mikla gremju í her
búðum sósíalista, og hafði Þórbergur Þórð ar
son ort gegn því „Marsinn til Kreml“, sem kom
út sérprentaður . Sá munur var þó á, að Hannes
hafði aldrei séð neitt púður í sósíal ismanum og
þurfti því ekki að kveða sig frá honum .31
Kvæði Þórarins Eldjárn olli uppnámi .
Mörður Árnason birti skömmu síðar greinina
„Hvorki rök né rím . Ritdómur um sonnettu“
í Tímariti Máls og menningar . Þar kvartaði
hann undan því, að erfitt væri að rökræða við
skáldverk . Árni Bergmann ætti ekki heldur
heima í áhöfn þess skips, sem kvæði Þórarins
væri um . Og hvað um Þórarin sjálfan? „Sá
sem afmunstraðist — er hann núna kominn
á land og farinn að vinna á lífsins lager?
Eða er hann bara búinn að fá annað skip?“
Þórarinn Eldjárn .