Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 59
Þjóðmál vetur 2009 57
Ástralir hafa síðast liðinn áratug mátt þola
verstu þurrka í sögu hvíta mannsins þar . Sums
staðar hefur úrkoman helmingazt . Bændur
hafa brugðizt við nýjum „markaðsaðstæðum“
með því að rækta tegundir, sem þurfa minna af
vatni . Þannig hefur tekizt að halda verðmæti
uppskerunnar stöðugu . Vatnsnýtnin hefur
tvö faldazt . Kvótakerfi Ástralanna hefur slopp
ið við gagnrýni bænda, af því að það tryggir
þeim rétt á vatni og sér þeim fyrir megninu af
því endurgjaldslaust . Íslenzka kvótakerfið er
dæmi um sams konar kerfi, sem komið var á
laggirnar til að bregðast við hruni fiskistofna
og hefur að sama skapi virkað með ágætum .
Framseljanlegt kvótakerfi virkar líka í þró
un ar löndum, t .d . Indlandi og Kína, þar sem
hvorki eru fyrir hendi mælar til að skrá vatns
notkun né lagaumhverfi til að framfylgja rétt
indum og skyldum . Bændur selja þar hluta af
tíma sínum við vatnsbrunnana .
Eins og Íslendingar vita, er framseljanlegt
kvóta kerfi ekki gallalaust . Í fyrsta lagi við
held ur það nýtingarmynztri, sem oft er óhag
kvæmt . Bændur geta svindlað, eins og Ástralir
hafa reynt . Framseljanlegt kvótakerfi er þó
góð byrjun og miklu betra fyrirkomulag en
til vilj un ar kenndur samdráttur vatnsnotkun ar
(eða veiða) og yfirvofandi afkomuhrun . Næsta
skref yfirvalda gæti þá orðið tilskipun um alls
herjar grænmetisát í stað kjöt eða fiskneyzlu .
Eitt er víst: ekki hefur frétzt af því, að
áströlsk yfirvöld boði innköllun vatnsrétt
inda, eins og andfætlingar þeirra uppi á Ís
landi hafa í hótunum um við eigendur afnota
rétt ar á aflahlutdeild Íslandsmiða .
Vatnsafl Íslands
Því er spáð, að efnahagskerfi heimsins næstu tvo áratugina muni einkennast af því, að
endurnýjanlegir og kolefnislausir orkugjafar
muni leysa hið kolefnisríka jarðefnaeldsneyti
af hólmi . Efnahagslegi hvatinn að þessu er
yfirlýsing IPCC (Intergovernmental Panel
on Climate Change) um, að leggja þurfi kol
tvíildisskatt á eldsneytisbruna, er nemi USD
20–50 á hvert tonn koltvíildis til að vega upp
á móti umhverfiskostnaði mengunar af völd
um koltvíildis . Þetta mundi t .d . jafngilda
u .þ .b . 30 % hækkun á framleiðslukostnaði
áls í álveri, er keypti raforku frá kolakyntu
orku veri, og mundi þannig gera slíkt álver
ósam keppni shæft við álver, er nyti raforku frá
vatnsorkuveri .
Evrópusambandið er að innleiða kvóta kerfi
á losun koltvíildis, þar sem verð lagn ing los un
ar er á svipuðum nótum og tillaga IPCC .
Þessi staða eykur verðmæti sjálfbærra orku
linda, eins og vatnsafls Íslands .
Orkumarkaður heimsins er risavaxinn . Um
þessar mundir er meðalaflþörf mannkyns um
15 TW (eitt terawatt er 1000 GW, gígawatt,
en meðalálag á Íslandi er um 1,8 GW) . Ís
lenzki raforkumarkaðurinn er þannig 0,012%
af heimsmarkaðinum .
Söluandvirði þessarar raforku er talið nema
USD 6,0 trilljónum eða um 1/10 af vergum
framleiðsluverðmætum heimsins . Gríðarlega
mikilli aukningu raforkuvinnslu er spáð
næstu fjóra áratugina, þannig að árið 2050
nemi aflþörfin 30 TW, þ .e . að jafnaði 2,5 %
árleg aukning .
Vatnsauðlind Íslands felur í sér áætlaða
aflgetu upp á 35 GW, en aðeins 22 % eru talin
tæknilega nýtanleg . Ef t .d . er reiknað með, að
15% sé hagkvæmt að virkja, fást 5,3 GW, sem
gætu gefið USD 2,1 milljarð á ári í sölutekjur
á ári á núvirði eða um 20% af núverandi
VLF . Í ljósi þess, að raunverð orkuverðs
mun vafalaust hækka frá núverandi verðlagi
vegna þverrandi orkulinda, koltvíildisskatts
og aukinnar eftirspurnar, er ljóst, að vatns
auðlindin, nýtt til raforkuvinnslu á Íslandi, er
og verður gríðarlega þjóðhagslega mikilvæg .
Þegar tekið er tillit til þess, hversu mikið
ferskt vatn er að finna hérlendis á hvern íbúa,
og hversu nýtingarmöguleikarnir eru marg
víslegir til landbúnaðar, iðnaðar og jafnvel
beins útflutnings með tankskipum, má segja,
að vatnið sé „sjálfbær olía“ okkar Íslendinga .