Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 65

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 65
 Þjóðmál vetur 2009 63 Höfundar fyrrgreindra bóka um Haf­skipsmálið nálgast viðfangsefnið á mjög ólíkan hátt . Bók Stefáns Gunnars, Af drif Hafskips í boði hins opinbera, er lipurlega skrif­ uð í aðgengilegu umbroti . Hún gefur greinar­ gott yfirlit yfir ýmsa þætti Hafskipsmálsins . Þar má til að mynda nefna lýsingu á áhrifum fjölmiðla og stjórnmálamanna á múgsefjun þjóðarinnar og jafnvel innrætingu ákæruvalds og rannsóknaraðila, svo ekki sé talað um afar ógeð fellda gæsluvarðhaldsvist Hafskips­ manna . Því miður er þó þörf á að gera veiga­ miklar athugasemdir við frásögn Stefáns Gunnars, eins og síðar verður vikið að . Bók Björns Jóns, Hafskip í skotlínu, er gjörólík hinni fyrrnefndu . Hún er víða skrifuð í stíl sem líkja mætti við spuna og er í því efni höfundi sínum lítt til sóma sem fagmanni . Svo því sé haldið til skila, má þó finna þar sums staðar sannari lýsingar á atburðum en í bók Stefáns Gunnars . Björn Jón kemst svo að orði í bók sinni, að „æðsta takmark sagnfræðinnar sé að leita sannleikans og þeirri leit ljúki aldrei“ .2 Það er kannski ekki síst ætlunin með þessu greinarkorni að gera þau orð hans að umtalsefni og láta í ljós þá skoðun mína, að fyrr nefndar bækur um Hafskipsmálið leiði menn í grundvallaratriðum gjörsamlega af­ vega í að nálgast „æðsta takmark sagnfræðinn­ ar“, hina eilífu leit að sannleikanum . Í formála bókarinnar, Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, kemur fram hjá höfundi, að hann hafi verið beðinn af fyrrverandi stjórnendum Hafskips, þeim Björgólfi Guð­ mundssyni og Páli Braga Kristjónssyni að „rekja bæði viðskiptalega og pólitíska framvindu málsins ásamt því að rifja upp umtalsverðan þátt fjölmiðla í atburðarásinni“. Hér er gengið hreint til verks og sagt skýrt frá því fyrir hverja bókin er skrifuð . Þetta er heiðarlegt og mjög til fyrirmyndar . Lesendum er gert kleift að meta verkið á gefnum forsendum . Á hinn bóginn er þess að engu getið í formála bókar Björns Jóns, Hafskip í skotlínu, að bókin sé 2 Hafskip í skotlínu, bls . 14 . eitthvað tengd Hafskipsmönnum . Páll Bragi Kristjónsson sendi mér bókina og fylgdi henni bréf frá honum dags . 6 . okt . 2008 . Þar segir hann orðrétt: „Hjálögð er bókin Hafskip í skotlínu sem er afrakstur viðamikillar rannsóknar Björns Jóns Bragasonar sagnfræðings á aðdraganda og eftirmálum gjaldþrots Hafskips hf. Í bókinni er upplýst um fjölmörg veigamikil atriði sem ekki hafa komið fram áður og er efni hennar m.a. undirstaða kröfunnar um opinbera rannsókn á Hafskipsmálinu sem hefur verið lögð fram hjá ríkissaksóknara .“ Umrædd krafa um opinbera rannsókn var lögð fram af Björgólfi Guðmundssyni, Páli Braga og fleirum . Tengsl­ in við fyrrverandi forráðamenn Hafskips fara ekki á milli mála . Björn Jón talaði fjórum sinnum við mig á árinu 2007 . Hann fullyrti þá, að hann væri að vinna á eigin vegum að ritgerð um Hafskipsmálið . Ég skráði hjá mér nokkur atriði, sem ég lagði áherslu á við hann í þessum samtölum . Menn þyrftu auðvitað fyrst og fremst að skoða geigvænlega fjárhagsstöðu Hafskips í des ember 1985 og viðskiptaumhverfið á þeim tíma til þess að leita sannleikans um gjaldþrot félagsins . Vangaveltur um útkomu þrotabús­ ins, sem birt var átta árum eftir gjaldþrotið, séu ekki mælikvarði á það, hvort félagið hafi orðið gjaldþrota í raun eða ekki . Ég ræddi við hann um mikilvægi samkomulags, sem bankastjórn Útvegsbankans gerði í des­ emberbyrjun 1985 við stjórnendur Eimskips um að gera tilboð í eignir þrotabús Hafskips í einu lagi . Það samkomulag, sem gert var í þröngri stöðu hafi orðið til þess að eignirnar voru seldar á hagstæðara verði úr þrotabúinu en ef hvert skip, gámur eða aðrar eignir hefðu verið settar á uppboð eða seldar á eins konar brunaútsölu . Þessa, sem okkur fór í milli, sér ekki mik­ inn stað í bók Björns Jóns . Aftur á móti spinnur hann langa samsærisfléttu um til urð samkomulags stjórnenda bankans og Eim­ skips . Ofan í kaupið hefur hann beint eftir mér úr fyrrgreindum viðtölum fullyrðingar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.