Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 94
92 Þjóðmál vetur 2009 Hann er allt í senn virðulegur diplómat, ákafur framkvæmdamaður og einlægur hugsjónamað­ ur . Nú hefur hann sent frá sér æviminningar undir fyrirsögninni: Að skilja heiminn . Fyrir margra hluta sakir er fengur að þessari bók . Hún er eins og mælt af munni fram . Lesendur sem þekkja höfundinn hafa alveg eins á tilfinningunni að þeir séu að hlusta á hann . Segja má að einurðin sem lýsir sér í háttum höfundar og málflutningi í daglegu lífi endurspeglist í þessari frásögn á einlægan hátt . Þetta er engin bersöglibók, en höf­ undur kemur þó til dyranna eins og hann er klæddur . Hann reiknar með að stofnanamálfar eða kansellístíll starfs hans setji mark sitt á bókina og biður afsökunar á því . Það er óþarfi . Frásögnin er algjörlega laus við þá fjarlægð og þann ópersónulega hátt sem stofnanamáli er ætlað að skapa . Persóna höfundarins er lifandi á hverri síðu . Á stöku stað ber bókin þess merki að hún byggist á minningum en ekki heimildaöflun . Það er þó í svo smáum mæli að ekki verður sagt að það rýri gildi frásagnarinnar . Í upphafi bókarinnar segir höfundur frá ætt og uppruna, fjölskylduháttum og skólagöngu . Með öðrum orðum: Hvernig hann slítur barns­ skónum í vesturbæ Reykjavíkur . Hann fer ekki dult með að þar liggja rætur hans . Þá þegar koma við sögu margir vinir og samferðamenn . Sumir urðu þekktir í þjóðlífinu rétt eins og höfundurinn . Í lokakaflanum segir frá föðurafa höfundar, Einari Benediktssyni skáldi . Þar tekur höfundur til varnar fyrir skáldið þar sem hann telur að réttu máli hafi verið hallað til að mynda í skrifum Halldórs Laxness og Guðjóns Friðrikssonar sagn fræðings . Er það áhugaverð rökræða frá sjón ar horni dreifðrar en um leið ættrækinnar fjöl skyldu . Þarna segir einnig frá ættboga langömmusyst­ ur höfundar í föðurætt, sem flyst á ungum aldri frá Seltjarnarnesi til Nýja Sjálands . Sú frásögn lýsir næmi höfundar fyrir þeirri örlagasögu sem að baki býr og eins sterkri fjölskyldutryggð . Með því að skipa efninu á þennan veg verður fjölskyldufrásögnin í byrjun og lok lestrar að eins konar uppistöðu í vef þar sem minningum frá löngum embættisferli, fjölbreyttum við­ fangsefnum og einörðum skoðunum er vafið þar á milli . Þessi niðurröðun efnisþátta styrkir persónulegt svipmót bókarinnar . Höfundur var sendiherra hjá fjöl­ mörgum ríkjum . Hann lýsir þeim störfum skilmerkilega og án upp hafningar . Utanríkisþjónustan er flestum eins og huliðsheimur . Þeim dyrum lýkur höfundur upp . Við blasir raunsönn mynd af því sem fram fer en engum ævintýraheimi . Frásögn höfundar um embættis­ feril hans er meir en eftirtektarverð­ ar endurminningar eða þurr gagna­ grunnur . Ástæðan er sú að nám hans, hugmyndaheimur, skoðanir og embættisstörf eru eins og eitt sam s­ tillt gangverk . Í hálfa öld er hann þátttakandi í mótun og framkvæmd íslenskrar utanríkisstefnu bæði að því er varðar pólitíska og viðskiptalega hagsmuni . Lesendur skynja vel hvernig starf hans og hugsjón falla fram í einum farvegi . Bókin er fyrst og fremst frásögn af lífshlaupi en ekki prédikun . Eigi að síður fer ekki hjá því að hún varpi ljósi á skýran hugmyndaheim þekkingar og reynslu . Afstaða höfundar til stöðu og hlutverks Íslands í samfélagi þjóðanna lýsir staðfestu og er með öllu laus við pólitískt hviklyndi þó að hann fari ekki leynt með hvar hann skipar sér á bekk í stjórnmálum . Þessi afstaða er reist á djúpri þjóðerniskennd og þjóðernisstolti . Endurminningarnar benda til þess að höfundur sé að því leyti líkur afa sínum og nafna, skáldinu, að í honum virðast hrærast þjóðerniskennd og alþjóðahyggja eins og hvorugt verði með góðu móti frá hinu skilið . Höfundur er gagnrýninn á ýmsa þá sem lengi hafa verið á sama báti og hann í utan­ ríkis málum en snúist hafa gegn umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu . Hann lítur á það viðfangsefni sem beint framhald þeirrar utan ríkisstefnu sem mótuð var í upphafi vega með aðild að Atlantshafsbandalaginu, Frí­ versl unarsamtökunum og síðar Evrópska efna­ hagssvæðinu . Fram kemur þykkja í garð þeirra sem að hans mati hafa beint ómálefnalegum spjótum að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.